Fréttablaðið - 23.07.2005, Page 59

Fréttablaðið - 23.07.2005, Page 59
Unglingatilbo› Margaríta Pizza og Pepsi á kr. 800 Láttu sjá flig www.pizzahut.is • 533 2000 Nordica • Sprengisandi • Smáralind Tilbo›i› gildir einungis í veitingasal Stúlknasveitin Nylon hefur í sam- starfi við Fanta framleitt vinabönd til stuðnings krabbameinssjúkum börnum á Íslandi. Armböndin eru appelsínugul á litinn og munu að- eins fást í völdum verslunum Shell og Select í ágúst og september. Hvert band kostar 500 krónur. „Okkur stelpurnar langar að láta gott af okkur leiða. Börn og unglingar hafa verið ofsalega dug- leg að koma og hlusta á okkur og það má segja að við séum með þessu að koma til móts við raddir þeirra sem heyrist minna í,“ segir Steinunn Camilla úr Nylon. Í tilefni af útgáfu bandanna býð- ur Select viðskiptavinum sínum upp á sumarveislu á stöðvum sín- um um allt land þar sem stúlkurn- ar í Nylon munu syngja sín vinsæl- ustu lög. Fyrsta veislan verður á Select við Vesturlandsveg föstu- daginn 29. júlí. ■ Nylon-vinabönd til sölu NYLON Stúlknasveitin Nylon mun syngja á Select við Vesturlandsveg föstudaginn 29. júlí. Platan 100% sumarást er á leið í búðir. Þetta er safnplata sem inni- heldur sextán íslensk lög um ást- ina og lífið. Öll lögin eru tiltölu- lega ný af nálinni en þau voru gef- in út eftir árið 2000. Platan kemur bæði út í ís- lenskuðum umbúðum sem og í umbúðum fyrir erlenda kaup- endur. Á meðal laga á plötunni eru Frelsið með Ný dönsk í óraf- magnaðri útgáfu, Þessa einu nótt með Védísi Hervör, Play Me með Þórunni Antoníu, Hægt og hljótt í flutningi Valgeirs Guðjónssonar og Regínu Óskar og Tonight My Love með Guð- rúnu Gunnarsdóttur. ■ 100% sumarást SUMARÁST Platan 100% sumarást hefur að geyma 16 íslensk lög um ástina og lífið. Pottflétt 38 kemur út Safnplatan Pottþétt 38 kemur út næstkomandi þriðjudag. Á plötunni, sem er tvöföld, er að finna flest af vinsælustu lögum sumarsins ásamt nokkrum glænýjum íslenskum lög- um. Á meðal þeirra 39 laga sem eru á plötunni, eru Don’t Phunk With My Heart með Black Eyed Peas, In My Dreams með Wig Wam, Í fylgsnum hjartans með Hildi Völu, Þú færð bros með Sálinni hans Jóns míns og Alla tíð með Írafári. ■ POTTÞÉTT 38 Safnplatan Pottþétt 38 kemur út á þriðjudag.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.