Fréttablaðið - 27.07.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 27.07.2005, Qupperneq 2
2 27. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR Rannsóknin á hryðjuverkunum í Sharm-el-Sheik: Kennsl borin á einn árásarmanna EGYPTALAND, AP Rannsóknarlög- regla í Egyptalandi hefur borið kennsl á einn sjálfsmorðs- sprengjumannanna sem frömdu hryðjuverkaárásina í ferða- mannabænum Sharm-el-Sheik við Rauðahaf í lok síðustu viku sem kostaði hátt í níutíu manns lífið, flestir voru Egyptar. Ku hann vera Egypti að nafni Youssef Ba- dran sem hafi verið í slagtogi við íslamskan öfgahóp. Egypska lög- reglan smalaði í gær inn tugum manna til viðbótar til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn málsins. Badran stýrði vörubíl fylltum sprengiefni sem var sprengdur við innganginn að hóteli í Sharm- el-Sheik aðfaranótt laugardags. Borin voru kennsl á hann á grund- velli niðurstaðna DNA-prófs. Lögregla færði alls um sjötíu manns til yfirheyrslu í gær, þar á meðal ættingja Badrans, en þar með er heildarfjöldi þeirra sem handteknir hafa verið í tengslum við rannsóknina kominn í um 140 manns. Reynsla að komast á nýja leiðarkerfið: Enginn strætó í Fossvogsspítala SAMGÖNGUR „Nú er búið að slípa þá fáu hnökra sem komu upp í gær,“ segir Ásgeir Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Strætó, nú þegar nokkur reynsla er komin á nýja leiðarkerfi strætó. Fjölmargir hafa haft samband við Fréttablaðið og lýst skoðunum sínum á því og sýnist sitt hverjum. Þar á meðal bárust óánægju- raddir frá starfsmönnum á Land- spítala háskólasjúkrahúsi í Foss- vogi sem biðu í gær eftir strætis- vagninum við torgið fyrir utan anddyri spítalans en þangað kemur enginn vagn lengur. Þótti þeim það mikill galli á nýja leiðar- kerfinu þar sem eldra fólk og margir sem ekki eru fráir á fæti eigi erindi á spítalann og fannst þeim spölurinn alllangur í næstu biðskýli sem eru við Bústaðaveg og Háaleitisbraut. Ásgeir segir að ferðir vagn- anna inn á torg spítalans hafi oftar en ekki tafist þar sem heilt bílastæði umlykur torgið. Hann segir að næsta biðskýli sé í um það bil 150 metra fjarlægð sem geti ekki talist löng vegalengd. Hann segir að spítalinn við Hringbraut búi við sama kost og hafi hann ekki heyrt kvartanir þaðan. -jse Meirihlutinn tapar fylgi en heldur velli Sjálfstæ›isflokkurinn og Framsóknarflokkurinn á Akureyri tapa umtalsver›u fylgi sam- kvæmt könnun IMG Gallup en halda fló meirihlutanum í bæjarstjórn. Listi fólksins á Ak- ureyri missir bá›a bæjarfulltrúa sína en Samfylkingin og Vinstri grænir sækja verulega á. KÖNNUN Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fá samanlagt tæplega 47 prósenta fylgi sam- kvæmt könnun sem IMG Gallup framkvæmdi í mars síðastliðnum en fylgi flokkanna var tæp 60 pró- sent í síðustu sveitarstjórnar- kosningum. Framsóknarflokkur- inn tapar einum manni, fær tvo, en Sjálfstæðisflokkurinn fær áfram fjóra bæjarfulltrúa þrátt fyrir að fylgi flokksins minnki verulega frá síðustu kosningum. Í bæjarstjórn Akureyrar eru ellefu fulltrúar og því heldur núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samkvæmt könnun Gallup. Listi fólksins á Akureyri fær engan mann kjörinn í bæjarstjórn en listinn fékk tvo menn kjörna í kosningunum fyrir þremur árum. Samfylkingin bæt- ir verulega við sig fylgi og fær þrjá bæjarfulltrúa í stað eins og sömuleiðis vex fylgi Vinstri grænna umtalsvert og fá þeir tvo bæjarfulltrúa en hafa nú einn. Samkvæmt könnuninni er 11. bæjarfulltrúinn Sjálfstæðismaður en næstur á eftir honum er fjórði bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. Þar á eftir kemur fyrsti maður af Lista fólksins. Þetta kemur fram í lífskjara- könnun sem IMG Gallup fram- kvæmdi fyrir Akureyrarbæ í mars síðastliðnum. Alls voru 383 einstaklingar spurðir hvaða flokk eða lista þeir myndu kjósa ef gengið hefði verið til kosninga í mars og gáfu 205 eða rúm 53 pró- sent upp afstöðu sína. Sigríður Ólafsdóttir, hjá IMG Gallup á Akureyri, segir tilgang- inn með spurningunni um afstöðu fólks til stjórnmálaaflanna á Ak- ureyri ekki hafa verið að mæla fylgi flokkanna í bænum. „Spurn- ingin var fyrst og fremst bak- grunnsbreyta í lífskjararannsókn- inni og á þeirri forsendu fór hún inn,“ segir Sigríður. Oddur Helgi Halldórsson, odd- viti Lista fólksins, segist hafa mikla trú á skoðanakönnunum. „Það er hins vegar ekkert nýtt að minn listi kemur illa út í svona könnunum enda er lítið fjallað um Lista fólksins í fjölmiðlum á milli kosninga. Í upphafi baráttunnar fyrir síðustu kosningar þá mæld- umst við með 3,2 prósent fylgi en fengum 17,8 prósent. Í þessari könnun fengum við 6,3 prósent og það er einhver besta útkoma sem við höfum fengið í skoðanakönn- un. Því sef ég alveg rólegur,“ seg- ir Oddur Helgi. kk@frettabladid.is Olís, Skeljungur og Esso: Hafa öll greitt sektir sínar NEYTENDUR Stóru olíufélögin þrjú, Esso, Skeljungur og Olís hafa öll greitt að fullu sektir þær er fyrir- tækin voru dæmd til af hálfu Sam- keppnisstofnunar vegna ólög- mæts samráðs þeirra. Þetta staðfesti Gunnar H. Hall, fjársýslustjóri hjá Fjársýslu rík- isins í viðtali við Fréttablaðið en sektir fyrirtækjanna þriggja námu rúmlega 1.5 milljarði króna þegar uppi var staðið. Höfðu þau þá fengið umtalsverða lækkun eftir áfrýjun til áfrýjunarnefndar Samkeppnisstofnunar en upphaf- lega var fyrirtækjunum gert að greiða alls 2.5 milljarða króna. -aöe Sjúkraflug Gæslunnar: Skorinn á háls um bor› í skipi LANDHELGISGÆSLAN TF-LIF þyrla Landhelgisgæslunnar var í fyrrinótt kölluð að skemmti- ferðaskipinu Sea Rose sem var á siglingu norður af landinu. Þyrlan var kölluð út til að sækja mann sem misst hafði mikið blóð eftir að hafa verið skorinn á háls í ryskingum um borð. Nokkuð snúnar aðstæður voru í þokunni norður af landinu og því var þyrlan komin með manninn á Landspítalann í Foss- vogi rúmum fjórum tímum eftir að hún var kölluð út. Maðurinn var í gær útskrifaður af spítal- anum og líðan hans eftir atvik- um góð. - oá SPURNING DAGSINS Össur, gastu nota› gamlar ræ›ur? „Ekki mínar eigin, en til að halda friðinn segi ég ekki í ræður hvaða þingmanns ég fór.“ Össur Skarphéðinsson alþingismaður tók að sér gestahlutverk í sjónvarpsþættinum Stelpurnar og leikur þingmann sem talar samhengislaust bull. LÖGREGLUFRÉTTIR BRUTUST INN Í HEIMAHÚS Brotist var inn í heimahús í austurbæ og stolið þaðan tveimur tölvum, fartölvu og leikjatölvu. Tilkynnt var um innbrotið um klukkan sex í gærdag að sögn lögreglu og var innbrotsþjófsins leitað í gærmorgun. BJARGAÐ ÚR ÁRABÁT Björgun- arsveitir voru kallaðar út að Ólafsfjarðarvatni í fyrradag eftir að fjórar ungar konur um borð í árabát komust ekki í land. Konurnar voru ekki með björgunarvesti og voru þær dregnar á þurrt land. HANDTEKNIR EFTIR HÚSLEIT Tveir voru handteknir eftir húsleit lögreglu í íbúðarhús í Rangárþingi ytra síðdegis í fyrradag. Við húsleitina fannst lítil kannabisrækt, lítilræði af fíkniefnum, tæki og tól til fíkniefnaneyslu auk ummerkja um heimalögun áfengis. Málið er enn í rannsókn lögreglu á Hvolsvelli. Herstöðin í Keflavík: Rætt a› flug- herinn taki vi› HERSTÖÐIN Sendinefnd frá banda- ríska flughernum kemur til landsins næstu helgi til að ræða um framtíð reksturs herstöðv- arinnar á Keflavíkurflugvelli. Ekki er enn ljóst hvort flugher- inn taki við rekstri stöðvarinnar af sjóhernum en ef svo verður gerist það á næstu tveimur árum. Sendinefndin dvelur í her- stöðinni í viku og kynnir sér að- stæður þar. Flutningur her- stöðvarinnar á Keflavíkurflug- velli til flughersins er einn margra möguleika sem ræddir eru um framtíð herstöðvarinnar. - oá STRÆTÓ Margir gagnrýna einhverja þætti nýja leiðarkerfisins en aðrir segja það mjög gott í alla staði en vandinn sé sá að fólk eigi miserfitt með að taka breytingum. SPRENGJULEIT Lögregla skoðar undir bíl við innaksturinn í gamla bæinn í Sharm-el-Sheik í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P ODDUR HELGI HALLDÓRSSON Oddviti Lista fólksins á Akureyri segist ekki hafa tekið ákvörðun hvort listinn verði boðinn fram við sveitarstjórnarkosningarnar að ári en hann telur þó meiri líkur á því en minni. LÖGREGLUFRÉTTIR HRAÐAKSTUR Lögreglan í Kefla- vík stöðvaði fimm ökumenn fyrir of hraðan akstur á Reykjanes- brautinni í gær. Tveir ökumann- ana mældust á 124 kílómetra hraða og mega þeir búast við sekt upp á 30 þúsund krónur hvor. FYLGI MEIRIHLUTANS MINNKAR Könnun Gallup sýnir að fylgi meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks dregst saman um ríflega tíu prósent.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.