Fréttablaðið - 27.07.2005, Síða 2

Fréttablaðið - 27.07.2005, Síða 2
2 27. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR Rannsóknin á hryðjuverkunum í Sharm-el-Sheik: Kennsl borin á einn árásarmanna EGYPTALAND, AP Rannsóknarlög- regla í Egyptalandi hefur borið kennsl á einn sjálfsmorðs- sprengjumannanna sem frömdu hryðjuverkaárásina í ferða- mannabænum Sharm-el-Sheik við Rauðahaf í lok síðustu viku sem kostaði hátt í níutíu manns lífið, flestir voru Egyptar. Ku hann vera Egypti að nafni Youssef Ba- dran sem hafi verið í slagtogi við íslamskan öfgahóp. Egypska lög- reglan smalaði í gær inn tugum manna til viðbótar til yfirheyrslu í tengslum við rannsókn málsins. Badran stýrði vörubíl fylltum sprengiefni sem var sprengdur við innganginn að hóteli í Sharm- el-Sheik aðfaranótt laugardags. Borin voru kennsl á hann á grund- velli niðurstaðna DNA-prófs. Lögregla færði alls um sjötíu manns til yfirheyrslu í gær, þar á meðal ættingja Badrans, en þar með er heildarfjöldi þeirra sem handteknir hafa verið í tengslum við rannsóknina kominn í um 140 manns. Reynsla að komast á nýja leiðarkerfið: Enginn strætó í Fossvogsspítala SAMGÖNGUR „Nú er búið að slípa þá fáu hnökra sem komu upp í gær,“ segir Ásgeir Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Strætó, nú þegar nokkur reynsla er komin á nýja leiðarkerfi strætó. Fjölmargir hafa haft samband við Fréttablaðið og lýst skoðunum sínum á því og sýnist sitt hverjum. Þar á meðal bárust óánægju- raddir frá starfsmönnum á Land- spítala háskólasjúkrahúsi í Foss- vogi sem biðu í gær eftir strætis- vagninum við torgið fyrir utan anddyri spítalans en þangað kemur enginn vagn lengur. Þótti þeim það mikill galli á nýja leiðar- kerfinu þar sem eldra fólk og margir sem ekki eru fráir á fæti eigi erindi á spítalann og fannst þeim spölurinn alllangur í næstu biðskýli sem eru við Bústaðaveg og Háaleitisbraut. Ásgeir segir að ferðir vagn- anna inn á torg spítalans hafi oftar en ekki tafist þar sem heilt bílastæði umlykur torgið. Hann segir að næsta biðskýli sé í um það bil 150 metra fjarlægð sem geti ekki talist löng vegalengd. Hann segir að spítalinn við Hringbraut búi við sama kost og hafi hann ekki heyrt kvartanir þaðan. -jse Meirihlutinn tapar fylgi en heldur velli Sjálfstæ›isflokkurinn og Framsóknarflokkurinn á Akureyri tapa umtalsver›u fylgi sam- kvæmt könnun IMG Gallup en halda fló meirihlutanum í bæjarstjórn. Listi fólksins á Ak- ureyri missir bá›a bæjarfulltrúa sína en Samfylkingin og Vinstri grænir sækja verulega á. KÖNNUN Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fá samanlagt tæplega 47 prósenta fylgi sam- kvæmt könnun sem IMG Gallup framkvæmdi í mars síðastliðnum en fylgi flokkanna var tæp 60 pró- sent í síðustu sveitarstjórnar- kosningum. Framsóknarflokkur- inn tapar einum manni, fær tvo, en Sjálfstæðisflokkurinn fær áfram fjóra bæjarfulltrúa þrátt fyrir að fylgi flokksins minnki verulega frá síðustu kosningum. Í bæjarstjórn Akureyrar eru ellefu fulltrúar og því heldur núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samkvæmt könnun Gallup. Listi fólksins á Akureyri fær engan mann kjörinn í bæjarstjórn en listinn fékk tvo menn kjörna í kosningunum fyrir þremur árum. Samfylkingin bæt- ir verulega við sig fylgi og fær þrjá bæjarfulltrúa í stað eins og sömuleiðis vex fylgi Vinstri grænna umtalsvert og fá þeir tvo bæjarfulltrúa en hafa nú einn. Samkvæmt könnuninni er 11. bæjarfulltrúinn Sjálfstæðismaður en næstur á eftir honum er fjórði bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. Þar á eftir kemur fyrsti maður af Lista fólksins. Þetta kemur fram í lífskjara- könnun sem IMG Gallup fram- kvæmdi fyrir Akureyrarbæ í mars síðastliðnum. Alls voru 383 einstaklingar spurðir hvaða flokk eða lista þeir myndu kjósa ef gengið hefði verið til kosninga í mars og gáfu 205 eða rúm 53 pró- sent upp afstöðu sína. Sigríður Ólafsdóttir, hjá IMG Gallup á Akureyri, segir tilgang- inn með spurningunni um afstöðu fólks til stjórnmálaaflanna á Ak- ureyri ekki hafa verið að mæla fylgi flokkanna í bænum. „Spurn- ingin var fyrst og fremst bak- grunnsbreyta í lífskjararannsókn- inni og á þeirri forsendu fór hún inn,“ segir Sigríður. Oddur Helgi Halldórsson, odd- viti Lista fólksins, segist hafa mikla trú á skoðanakönnunum. „Það er hins vegar ekkert nýtt að minn listi kemur illa út í svona könnunum enda er lítið fjallað um Lista fólksins í fjölmiðlum á milli kosninga. Í upphafi baráttunnar fyrir síðustu kosningar þá mæld- umst við með 3,2 prósent fylgi en fengum 17,8 prósent. Í þessari könnun fengum við 6,3 prósent og það er einhver besta útkoma sem við höfum fengið í skoðanakönn- un. Því sef ég alveg rólegur,“ seg- ir Oddur Helgi. kk@frettabladid.is Olís, Skeljungur og Esso: Hafa öll greitt sektir sínar NEYTENDUR Stóru olíufélögin þrjú, Esso, Skeljungur og Olís hafa öll greitt að fullu sektir þær er fyrir- tækin voru dæmd til af hálfu Sam- keppnisstofnunar vegna ólög- mæts samráðs þeirra. Þetta staðfesti Gunnar H. Hall, fjársýslustjóri hjá Fjársýslu rík- isins í viðtali við Fréttablaðið en sektir fyrirtækjanna þriggja námu rúmlega 1.5 milljarði króna þegar uppi var staðið. Höfðu þau þá fengið umtalsverða lækkun eftir áfrýjun til áfrýjunarnefndar Samkeppnisstofnunar en upphaf- lega var fyrirtækjunum gert að greiða alls 2.5 milljarða króna. -aöe Sjúkraflug Gæslunnar: Skorinn á háls um bor› í skipi LANDHELGISGÆSLAN TF-LIF þyrla Landhelgisgæslunnar var í fyrrinótt kölluð að skemmti- ferðaskipinu Sea Rose sem var á siglingu norður af landinu. Þyrlan var kölluð út til að sækja mann sem misst hafði mikið blóð eftir að hafa verið skorinn á háls í ryskingum um borð. Nokkuð snúnar aðstæður voru í þokunni norður af landinu og því var þyrlan komin með manninn á Landspítalann í Foss- vogi rúmum fjórum tímum eftir að hún var kölluð út. Maðurinn var í gær útskrifaður af spítal- anum og líðan hans eftir atvik- um góð. - oá SPURNING DAGSINS Össur, gastu nota› gamlar ræ›ur? „Ekki mínar eigin, en til að halda friðinn segi ég ekki í ræður hvaða þingmanns ég fór.“ Össur Skarphéðinsson alþingismaður tók að sér gestahlutverk í sjónvarpsþættinum Stelpurnar og leikur þingmann sem talar samhengislaust bull. LÖGREGLUFRÉTTIR BRUTUST INN Í HEIMAHÚS Brotist var inn í heimahús í austurbæ og stolið þaðan tveimur tölvum, fartölvu og leikjatölvu. Tilkynnt var um innbrotið um klukkan sex í gærdag að sögn lögreglu og var innbrotsþjófsins leitað í gærmorgun. BJARGAÐ ÚR ÁRABÁT Björgun- arsveitir voru kallaðar út að Ólafsfjarðarvatni í fyrradag eftir að fjórar ungar konur um borð í árabát komust ekki í land. Konurnar voru ekki með björgunarvesti og voru þær dregnar á þurrt land. HANDTEKNIR EFTIR HÚSLEIT Tveir voru handteknir eftir húsleit lögreglu í íbúðarhús í Rangárþingi ytra síðdegis í fyrradag. Við húsleitina fannst lítil kannabisrækt, lítilræði af fíkniefnum, tæki og tól til fíkniefnaneyslu auk ummerkja um heimalögun áfengis. Málið er enn í rannsókn lögreglu á Hvolsvelli. Herstöðin í Keflavík: Rætt a› flug- herinn taki vi› HERSTÖÐIN Sendinefnd frá banda- ríska flughernum kemur til landsins næstu helgi til að ræða um framtíð reksturs herstöðv- arinnar á Keflavíkurflugvelli. Ekki er enn ljóst hvort flugher- inn taki við rekstri stöðvarinnar af sjóhernum en ef svo verður gerist það á næstu tveimur árum. Sendinefndin dvelur í her- stöðinni í viku og kynnir sér að- stæður þar. Flutningur her- stöðvarinnar á Keflavíkurflug- velli til flughersins er einn margra möguleika sem ræddir eru um framtíð herstöðvarinnar. - oá STRÆTÓ Margir gagnrýna einhverja þætti nýja leiðarkerfisins en aðrir segja það mjög gott í alla staði en vandinn sé sá að fólk eigi miserfitt með að taka breytingum. SPRENGJULEIT Lögregla skoðar undir bíl við innaksturinn í gamla bæinn í Sharm-el-Sheik í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P ODDUR HELGI HALLDÓRSSON Oddviti Lista fólksins á Akureyri segist ekki hafa tekið ákvörðun hvort listinn verði boðinn fram við sveitarstjórnarkosningarnar að ári en hann telur þó meiri líkur á því en minni. LÖGREGLUFRÉTTIR HRAÐAKSTUR Lögreglan í Kefla- vík stöðvaði fimm ökumenn fyrir of hraðan akstur á Reykjanes- brautinni í gær. Tveir ökumann- ana mældust á 124 kílómetra hraða og mega þeir búast við sekt upp á 30 þúsund krónur hvor. FYLGI MEIRIHLUTANS MINNKAR Könnun Gallup sýnir að fylgi meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks dregst saman um ríflega tíu prósent.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.