Fréttablaðið - 27.07.2005, Síða 36

Fréttablaðið - 27.07.2005, Síða 36
Sjálfstæði hefur ávallt verið ríkt í Íslending- um og því koma á óvart óskir sem heyrast frá aðilum í viðskiptalífinu um að erlendir aðilar kaupi eitthvað á Íslandi. Íslendingar fjárfesta sem aldrei fyrr erlendis en útlendingar virð- ast alls ekki jafn áhugasamir um fjárfesting- ar á Íslandi. En þurfum við erlenda fjárfesta og hvers vegna? Erlendir fjárfestar koma með nýtt fjár- magn til að ýta undir vöxt sem og þekkingu sem getur aukið vöxt enn frekar. Erlendir fjárfestar hafa hingað til verið mest sýnilegir í fjárfestingum í álverum hér á landi. Fjárfestingar erlendra aðila í sjávar- útvegi eru takmarkaðar með lögum en þar er líklega einna brýnast að fá erlenda fjárfesta því íslenskir fjárfestar hafa ekki sýnt þessum atvinnuvegi mikinn áhuga. Hvert sjávarút- vegsfyrirtækið á fætur öðru hefur verið af- skráð úr Kauphöllinni og eru þau mörg hver mjög skuldsett. Erlendir fjárfestar hafa í auknum mæli verið að kaupa ríkistryggð skuldabréf, sem hafa haft háa vexti og skilað góðri ávöxtun. En þegar kemur að hluta- bréfamarkaðinum hefur áhuginn verið lítill og einungis eitt félag, Össur, sem hefur stóra erlenda fjárfesta. Fjárfesting erlendra aðila getur þó verið með öðru móti heldur en kaup á hlutabréfum eða skuldabréfum. Hægt er að líta á erlend lán sem fjárfestingu og hefur hún aukist mikið og hafa er- lendir bankar fjármagn- að að stórum hlut útrás- ina. Fjárfestingar erlend- is eru því greiddar að stórum hluta með er- lendu fjármagni. TÆKIFÆRIN LIGGJA ERLENDIS Fjárfesting Íslendinga erlendis nam rúmum 190 milljörðum króna á síð- asta ári og sexfaldaðist hún frá fyrra ári. Það sem af er þessu ári hefur fjárfesting erlendis einnig verið mjög mikil. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna. Á síðasta ári námu fjárfestingar erlendra aðila hér á landi um 27,5 milljörðum króna samkvæmt bráða- birgðatölum Seðlabankans sem var 14 pró- senta aukning frá árinu áður. Inni í þessum tölum eru erlend eignarhaldsfélög í eigu inn- lendra aðila en það ætti ekki að skipta máli þegar hugsað er um erlenda fjárfestingu því að peningarnir koma erlendis frá. Einhver hluti þessara peninga eru upprunalega frá Ís- landi en annað er ágóði af erlendum fjárfest- ingum. Erlendir aðilar hafa tekið þátt í fjár- festingum Íslendinga erlendis og á samvinna með erlendum aðilum í fyrirtækjakaupum einungis eftir að aukast. Þegar hluthafalistar félaga í Kauphöllinni eru skoðaðir kemur í ljós að mjög mikið er um erlend eignarhaldsfélög í eigu Íslendinga en hér í töflu má sjá heildareignir erlendra félaga í félögum í Kauphöllinni. Helsta ástæða þess að fjárfestingar er- lendra aðila eru jafn lítilvægar og raun ber vitni hlýtur að liggja í óeðlilega sterku gengi krónunnar. Krónan styrktist mikið vegna væntinga um aukið flæði fjármagns til lands- ins vegna virkjanaframkvæmda. FLEIRI FJÁRFESTAR VÆNLEGIR Erlendar fjárfestingar hér á landi eru við nánari skoðun ekki jafn mikilvægar og marg- ir vilja meina. Til að standa undir kaupum Ís- lendinga erlendis þurfa erlendir aðilar ekki að kaupa jafnmikið hér á landi. Erlendir aðil- ar hafa verið að fjárfesta í álverum hér á landi og eru þá umtalsverðar fjárfestingar erlendra aðila nánast upptaldar. Þátttaka erlendra aðila á íslenska hluta- bréfamarkaðnum myndi þýða að fleiri aðilar væru að fjárfesta þar. Með fleiri fjárfestum fást meiri viðskipti og því líklegra að verð- mat á fyrirtækjum sé rétt. Aðkoma erlendra aðila gæti einnig orðið til þess að eignaraðild á félögunum yrði dreifðari og minna valda- brölt myndi einkenna verð fyrirtækja. Einn af kostum þess að lítið sé af erlendum fjárfestum hér á landi er hversu lítið innlend- ur markaður sveiflast í takt við aðra markaði. Aukin viðskipti milli landa hafa orðið til þess að lækkanir eða hækkanir á einum markaði draga aðra markaði með sér. Í afkomuspá greiningardeildar Íslands- banka segir að nú þegar öll stærstu félögin í Kauphöllinni hafi nýverið sótt aukið fé til hluthafa sinna sé vert að spyrja sig hvar þau takmörk liggi. Í öllu falli sé erfiðara fyrir fé- lög sem nýlokið hafi stóru hlutafjárútboði að sækja meira fé fljótlega. Þá standi félagið frammi fyrir skertum möguleikum til ytri vaxtar nema því takist að breikka hluthafa- hópinn. Því sé mikilvægt fyrir viðgang ís- lenska hlutabréfamarkaðarins að erlendir fjárfestar verði virkari á honum. Erlendir aðilar sækja sífellt meira í ríkis- tryggð skuldabréf og hefur það orðið til þess að ávöxtunarkrafa lækkaði hér á landi. Lækk- andi ávöxtunarkrafa leiðir til þess að skulda- bréf hækka í verði. Talið er að um þriðjungur ríkistryggðra skuldabréfa sé í eigu erlendra aðila. HVAR HAFA ERLENDIR FJÁRFESTAR VERIÐ? Í flóknu viðskiptaumhverfi nútímans er erfitt að draga landfræðileg mörk peninga og stoppa þeir oft stutt við. Hér á landi er hag- stætt skattaumhverfi á fyrirtæki og kjósa því mörg fyrirtæki skráningu hér á landi þrátt fyrir að starfsemi þeirra sé mestmegnis er- lendis. Það er ein af ástæðum þess að mörg ís- lensk fyrirtæki, sem orðin eru alþjóðleg og starfsemin mest erlendis, kjósa að vera skráð hér á landi. Til að mynda ef Bakkavör myndi ákveða að skrá sig á breska markaðinn væri um að ræða rúmlega 60 milljarða fjárfesting- ar Íslendinga erlendis. Svo ekki sé minnst á KB banka, þar sem markaðsvirðið eru tæpir 370 milljarðar króna. Að því gefnu að hluthaf- ar yrðu enn þeir sömu. MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2005 MARKAÐURINN10 Ú T T E K T Össur er algjörlega sér á báti þegar kemur að fjár- festingum erlendra aðila á íslenska hlutabréfamarkað- inum. Félagið hefur unnið markvisst að því að kynna fyrirtækið fyrir erlendum fjárfestum í nokkur ár. Öss- ur er búinn að finna ákveð- inn hóp sem félagið einbeitir sér að. Til þess hóps teljast til að mynda þeir sem fjár- festa í sama geira og fyrir- tækið starfar eða í fyrir- tækjum af svipaðri stærð- argráðu. Össur hefur oft far- ið utan til að kynna starf- semi sína en stærsta ferð fé- lagins var í fyrra til fjögurra landa, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Tilgangur Össurar með þessu er að fá sterka fjár- festa til liðs við sig sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til vaxtar fyrirtæk- isins. Fjárfestar sem eiga í fyr- irtækinu líta á fjárfesting- una til langs tíma og því hafa þeir líklega ekki áhyggjur af þróun gengis íslensku krón- unnar. En ekki nægir að kynna fyrirtækið vel, einnig þarf öll upplýsingagjöf að vera aðgengileg erlendum fjár- festum og hefur Össur ávallt lagt mikla áherslu á að koma öllum tilkynningum frá sér, bæði á ensku og íslensku. Tveir erlendir aðilar sitja í stjórn Össurar fyrir hönd Industrivarden, sem á rúm- lega 20 prósenta hlut í fyrir- tækinu og William Demant, sem einnig á rúmlega 20 pró- senta hlut. Fr ét ta bl að ið /G VA Á sama tíma og íslenskir fjárfestar lýsa því yfir að tækifærin liggi erlendis vakna þær spurningar hvers vegna erlendir fjárfestar fjárfesti ekki meira hér á landi. En spurningin gæti í raun verið sú hvort við þurf- um nokkuð á erlendum fjárfestum að halda. Útrásin hafi vakið athygli en það sé greinilega ekki nóg til að kveikja áhuga erlendra aðila til að fjárfesta hér í milljarðavís. Dögg Hjaltalín segir eina af augljósustu hindrununum vera gengi íslensku krónunnar, sem talið er óeðlilega sterkt um þessar mundir. ÖSSUR SÉR Á BÁTI Áhugi erlendra fjárfesta á félaginu er mikill. Laða til sín erlenda fjárfesta Tveir stærstu hluthafar Össurar eru erlendir aðilar og meðal smærri hluthafa eru nokkrir erlendir sjóðir. Þurfum við erlenda fj Niðurstöður byggja á fyrirspurnum Tölur Seðlabankans um erlenda fjárfest- ingu, sem og fjárfestingar erlendra aðila hér á landi eru langt í frá fullkomnar. Nið- urstöðurnar eru byggðar á fyrirspurnum Seðlabankans til fjárfestanna en ekki full- komnum upplýsingum um flæði fjármagns. Samkvæmt lögum ber erlendum aðilum að tilkynna fjárfestingar sínar til viðskipta- ráðuneytisins og Seðlabankinn fær upplýs- ingar um þær og grennslast svo fyrir um umfang þeirra. Ekki hefur tekist nægjanlega vel að mæla fjárfestingar Íslendinga erlendis. Seðlabankinn hefur því þurft að styðjast við fjölmiðla til að geta grennslast fyrir um þær fjárfestingar. Seðlabankinn mælir beina fjárfestingu ekki einungis sem fyrstu kaup heldur einnig hagnað af fyrirtækjunum sem svo er endurfjárfest í fyrirtækjunum. Einnig flokkast sem erlend fjárfesting lánavið- skipti á milli fjárfestinga milli erlendra lög- aðila, þrátt fyrir að þeir geti verið í eigu Ís- lendinga. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur viljað styrkja vinnslu tölfræðilegra ganga fyrir markaðinn samkvæmt athugun sinni á Seðlabankanum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.