Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 55
Í Kastljóssþætti í síðustu viku fórst þú, Bogi Ágústsson, nokkrum orðum um það hvernig Norðurljósin sálugu, nú 365, lögðu til atlögu við útvarpsstöðina Rad- íó Reykjavík, atlögu sem að lokum kom þessari annars ágætu stöð á hausinn. Þetta er hverju orði sannara, en hafa skal nú samt það sem sannara er. Forsaga þessa máls er sú, að þegar Radíó Reykjavík hafði verið í loftinu í rúmt ár, fengu þáverandi forráða- menn Norðurljósanna upp í hend- urnar skoðanakönnun frá Gallup sem sýndi svo ekki var um villst, að litla útvarpsstöðin Radíó Reykjavík var komin með nálægt því sömu hlustun og Bylgjan. Þá- verandi forstjóri Norðurljósanna tilkynnti starfsfólki sínu að þessa stöð skyldi drepa. Norðurljósin stofnuðu útvarpsstöð sem þeir kölluðu X-ið, og var hún algjör kópering af Radíó Reykjavík, enda sett henni til höfuðs. Því næst hófu Norðurljósamenn að bjóða sölufólki Radíó Reykjavík gull og græna skóga, flyttu menn sig um set upp á Lyngháls 5. En kæri Bogi. Fyrirtæki lifa ekki sjálfstæðu lífi. Það eru þeir sem þeim stjórna sem ákveða stefnuna. Við hlið þér í Kastljóss- þættinum um daginn sat Karl Garðarsson, sem væntanlega á nú að vera boðberi frjálsræðisins við hliðina á risanum 365, enda rit- stjóri blaðs sem kynnir sig sem frjálst og óháð. Stjórnarformaður þessa frjálsa blaðs er Sigurður G. Guðjónsson, sem í forstjóratíð sinni á Norðurljósunum hrópaði á starfsmenn sína: „Við drepum þá, við drepum þá“, maðurinn sem kom Radíó Reykjavík loksins á hausinn. Þeir starfsmenn Norður- ljósanna sem sögðu mér þessa sögu, sögðu að tapið af X-inu hafi numið milljónum á mánuði. Þeir sögðu mér ennfremur að þetta hafi verið gæluverkefni Sigurðar G. sem hafi átt sér þann draum æðstan að koma RR á hausinn og það sem fyrst. Sömu starfsmenn sögðu mér skömmu eftir að Gunnar Smári Egilsson tók við, að það væri ör- uggt að X-inu yrði lokað fljótlega, því þar á bæ væru menn ekki að elta ólar við svona vitleysu eins og það var orðað, heldur ætti hver eining að standa undir sér. Enda fór svo, að nokkru síðar var X-inu lokað. Þetta mál er mér skylt vegna þess að ég rak Radíó Reykjavík um nokkurra mánaða skeið á síð- asta ári. Það er líka deginum ljós- ara að þessi stöð væri starfandi enn þann dag í dag ef Sigurður G. Guðjónsson hefði ekki gert allt sem í hans valdi stóð til þess að koma henni á hausinn. Því segi ég Bogi minn kæri, hafa skal það sem sannara er. Það voru ekki Norðurljósin eða 365 sem reyndu að koma Radíó Reykjavík á hausinn, það var fyrrum framkvæmdastjóri fé- lagsins Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarformaður Blaðsins, sem gerði það. ■ MIÐVIKUDAGUR 27. júlí 2005 Hver ey›ilag›i Radíó Reykjavík? fia› voru ekki Nor›urljósin e›a 365 sem reyndu a› koma Radíó Reykjavík á hausinn, fla› var fyrrum framkvæmda- stjóri félagsins Sigur›ur G. Gu›jónsson, stjórnarforma›ur Bla›sins, sem ger›i fla›. ALFREÐ ALFREÐSSON SKRIFAR BOGA ÁGÚSTSSYNI OPIÐ BRÉF RADÍÓ REYKJAVÍK Það var Sigurður G. Guðjónsson sem eyðilagði Radíó Reykjavík, segir greinarhöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.