Fréttablaðið - 27.07.2005, Page 61

Fréttablaðið - 27.07.2005, Page 61
MIÐVIKUDAGUR 27. júlí 2005 25 Liverpool lenti undir en vann örugglega FH-banarnir í Neftchi töpu›u 5–0 fyrir Anderlecht. FÓTBOLTI Evrópumeistarar Liver- pool eru í góðum málum í 2. um- ferð forkeppni meistaradeildar Evrópu eftir 1-3 sigur á Kaunas í fyrri leik liðanna sem fram fór í Litháen í gær. Liverpool ætti því að eiga þægilegan leik eftir á An- field í næstu viku og sætið í 3. um- ferðinni ætti að vera tryggt. Djibril Cisse jafnaði leikinn fljótlega fyrir Liverpool eftir að Giedrius Barevicius hafði komið heimamönnum yfir á 21. mínútu og Jamie Carragher skoraði síðan sitt fyrsta mark í sex ár fyrir fé- lagið þegar hann skallaði inn hornspyrnu Steven Gerrard. Það var síðan fyrirliðinn sjálfur, Steven Gerrard, sem skor- aði úr vítaspyrnu eftir að hann var felldur í teignum. Þetta var sjötta mark Gerrard í þremur Evrópuleikjum á tímabilinu. Pet- er Crouch lék sinn fyrsta alvöru- leik fyrir Liverpool og lagði meðal annars upp markið fyrir Cisse sem fékk nokkur góð tækifæri til þess að skora fleiri mörk í leiknum en án árangurs. FH-banarnir í Neftchi frá Aserbaídsjan steinlágu 5-0 fyrir belgísku meisturunum í Ander- lecht en Neftchi vann báða leikina gegn Íslandsmeisturum FH. Belgarnir voru komnir 4-0 yfir strax í fyrri hálfleik og ættu að vera öryggir áfram. Árni Gautur Arason og félagar hans í Valerenga unnu 1–0 sigur á finnska liðinu Haka V’koski í Osló. Sigurmarkið kom úr víta- spyrnu á 53. mínútu leiksins. Árni Gautur var í markinu allan tímann og hélt hreinu. -óój FYRSTA MARKIÐ Í 6 ÁR Jamie Carragher fagnaði vel markinu sem hann skoraði fyrir Liver- pool í Litháen í gær enda hafði hann ekki skoraði fyrir félagið í sex ár. GETTYIMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.