Fréttablaðið - 27.07.2005, Síða 66
Á þriðju plötu The Ravonettes
má heyra danska dúettinn glíma
við slagarann My Boyfriends
Back, sem hárblásna kventríóið
The Angels gerði vinsælt árið
1963. Vel við hæfi þar sem
dönsku pylsurnar hafa verið
undir augljósum áhrifum frá
þeim og öðrum sveitum frá
gullöld Phil Spectors. En þessi
útgáfa segir allt sem segja þarf
um plötuna. Hún er kraftlaus,
gjörsamlega sálarlaus og
hljómar eins og Sharin Foo og
Sune Rose Wagner hafi ekki
nennt upp úr rúminu þann dag.
The Raveonettes hefur gengið
ágætlega að reyna fyrir sér í
Bandaríkjunum. Ég hef fengið
það á tilfinninguna að þau hafi
hægt og rólega verið að reyna
færa sig nær meginstraumnum
þar. Það kemur því ekkert sér-
staklega á óvart að Wagner skuli
hafa skilið Fuzzboxið sitt eftir
heima þegar kom að því að hljóð-
rita þessa plötu. Áður fyrr hljóm-
uðu raddir Foo og Wagner eins
og draugar í yfirgefnu æfingar-
húsnæði. Þær verða svo enn ein-
mannalegri núna eftir að þau
kipptu gíturunum úr sambandi.
Það er eitthvað slímugt yfir-
bragð yfir allri plötunni, nánast
eins og hún sé öll unnin undir
marglyttu eða í sniglabaði.
Ég er að spá í að þefa æfingar-
húsnæðið þeirra uppi, mæta með
fötu fulla af ísköldu vatni og
skvetta aðeins framan í þetta
par. Svo held ég að það sé best að
senda þau í gott frí, án iPod-ana
þeirra, eitthvert þar sem inn-
fæddir hafa aldrei heyrt um Phil
Spector, Jesus and Mary Chain,
The Shangri-La's, The Ronettes
eða The Crystals. Þennan dúett
vantar greinilega eitthvað nýtt
og ferskt til þess að gera veröld
sína bjartari og meira spennandi.
Þau ættu að hætta að reyna stæla
fyrrnefndar sveitir, því þau hafa
ekki tærnar þar sem þær skildu
eftir hælför sín.
Birgir Örn Steinarsson
Á fætur me› ykkur!
THE RAVEONETTES:
PRETTY IN BLACK
NIÐURSTAÐA: Ein svalasta hljómsveit Dana
ákvað að setja bjögunarpedallinn á hilluna fyrir
þriðju plötu sína. Fyrir vikið hljómar sveitin svo
þreytt að maður veltir því fyrir sér hvort þau
hafi verið vakandi við gerð plötunnar.
[ TÓNLIST ]
UMFJÖLLUN
HUGSAÐU STÓRT
SÍMI 564 0000
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40
Sýnd í lúxus kl. 10.40 B.i. 16 ára
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
Sýnd í lúxus kl. 5.30 og 8 B.i. 16 ára
Sýnd kl. 5.30 B.i. 14 ára
Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára
Þorir þú í bíó?
SKEMMTILEGASTA
STÓRMYND SUMARSINS
Nú eru það fangarnir
gegn vörðunum!
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
MEÐ BRUCE WILLIS Í
TOPPFORMI
HVERJU MYNDIR ÞÚ FÓRNA
FYRIR FJÖLSKYLDUNA?
MAGNAÐUR
SPENNUTRYLLIR AF
BESTU GERÐ
FRUMSÝNING
HUGSAÐU STÓRT
SÍMI 564 0000
HUGSAÐU STÓRT
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára
Sýnd kl. 6, 8.30 og 11 B.i. 16 ára
Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára
Þorir þú í bíó?
SKEMMTILEGASTA
STÓRMYND SUMARSINS
Nú eru það fangarnir
gegn vörðunum!
Sýnd kl. 6, 8.30 og 11
MEÐ BRUCE WILLIS Í
TOPPFORMI
MAGNAÐUR
SPENNUTRYLLIR AF
BESTU GERÐ
FRUMSÝNING
Sýnd kl. 5.30 B.i. 10 ára - Síðustu sýningar
400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu
SÍMI 551 9000
HVERJU MYNDIR ÞÚ FÓRNA
FYRIR FJÖLSKYLDUNA?
Ástarsorgin er fljót að gróa í
heimi stjarnanna ef eitthvað má
marka frétt ananova.com. Þar er
greint frá því að Sienna og Or-
lando Bloom hafi átt „náðuga“
stund saman á Póló móti hinna
ríku og frægu. Slúðurblaðið
Daily Mirror segist eiga myndir
af Siennu þar sem hún horfir
ástríðufull í augun á Orlando
með handlegginn vafinn um háls-
inn á honum.
Hún á víst að hafa setið í
kjöltu leikarans íðilfagra en
sprottið fljótlega á fætur eftir að
hafa gert sér grein fyrir að allir
væru að horfa. Símanúmerið
hennar á þó að hafa komist í
hendur Orlando. Reyndar skutu
Orlando og Sienna nefjum saman
fyrir fjórum árum en þá voru
þau bæði gjörsamlega óþekktir
leikarar.
Sienna virðist því ekki vera á
þeim buxunum að taka við Jude
Law aftur og á að hafa sagt við
einn gestanna að hann væri asni.
Hún segist ætla að einbeita sér
að eigin ferli og það er því sama
hversu margar rósir hann tínir
til, ekkert dugar til.
Sienna ekki lengur í ástarsorg
SIENNA Segist ekki hafa tíma fyrir menn
sem halda fram hjá henni. Hún ætlar að
einbeita sér að ferlinum og leik sínum í
West End leikritinu As you like it.
ORLANDO BLOOM Leikur núna í Pirates
of the Caribbean og er í af/á sambandi við
Kate Bosworth. Nú virðist hann ætla hafa
Miller– tíma fyrir sjálfan sig.