Fréttablaðið - 29.07.2005, Page 6
6 29. júlí 2005 FÖSTUDAGUR
Geimferjan Discovery í geimnum:
Tengdist alfljó›-
legu geimstö›inni
BANDARÍKIN, AP Geimferjan
Discovery tengdist alþjóðlegu
geimstöðinni í gær, eftir að hafa
tekið snúning alveg upp við hana
til þess að unnt væri að taka nær-
myndir af neðra byrði ferjunnar
úr myndavél í stöðinni. Mynda-
takan er liður í rannsóknum á
hugsanlegum skemmdum á ytra
byrði geimferjunnar vegna hluta
sem losnuðu af burðareldflaug-
inni í flugtaki. Bandaríska geim-
ferðastofnunin leggur nú mikið
upp úr þessum rannsóknum til að
tryggja að áhöfn Discovery tefli
ekki á tvær hættur er hún snýr
aftur til jarðar, og til að komast til
botns í því sem nákvæmlega gerð-
ist þegar geimferjan Columbia
sundraðist er hún flaug inn í gufu-
hvolfið fyrir tveimur og hálfu ári.
Eftir snúninginn, sem leiðang-
ursstjóri Discovery Eileen Collins
stýrði, tengdist geimferjan geim-
stöðinni vandkvæðalaust. Fagnað-
arfundir urðu í stöðinni er menn
úr áhöfn Discovery hittu geim-
fara sem dvelja í geimstöðinni.
Geimstöðvarstjórinn Sergei
Krikalev bauð þá velkomna að
rússneskum hætti með brauði og
salti.
Gangi allt að óskum er gert ráð
fyrir að Discovery snúi aftur til
jarðar eftir 10 daga.
-aa
Fjöldi frægra Íslendinga fá lóðir í Þingum í Kópavogi:
Yfir tvö flúsund sóttu um ló›ir
SKIPULAGSMÁL Úthlutun bæjarráðs
Kópavogsbæjar á byggingarrétti í
Þingum við Elliðavatn lauk í gær.
Alls sendu 2.100 aðilar 2.300 um-
sóknir um byggingarrétt, en rúm-
lega hundrað einstaklingar fengu
rétt í um 140 íbúðir. „Við lögðum
áherslu á að fá til okkar ungt
fólk,“ segir Gunnar I. Birgisson,
bæjarstjóri í Kópavogi. „Síðan
var einn og einn gamall tekinn
með.“ Þrátt fyrir fjölda umsókna
sagði Gunnar það hafa tekið mjög
stuttan tíma að fara yfir þær, að-
eins rúman hálfan mánuð.
Samstaða var í bæjarráði um
úthlutanirnar og var á sama fundi
ákveðið að bjóða út gatnagerð á
svæðinu. Byggingaframkvæmdir
munu hefjast í apríl næstkom-
andi.
Nokkur nafnanna vekja at-
hygli, en þannig munu feðgarnir
Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári
Guðjohnsen fá íbúðir hvor á móti
öðrum. Þá fengu Baltasar Kor-
mákur og Lilja Pálmadóttir íbúð
með hesthúsi í Dalaþingi. Einnig
verður Dalla Ólafsdóttir einn íbúa
nýja hverfisins. - grs
Eldsneytisskortur er
langlíklegasta ástæ›an
Margt var athugavert vi› flugástand vélarinnar TF-GTI sem fórst í Skerjafir›i hinn
7. ágúst ári› 2000. Sérstök rannsóknarnefnd skila›i ni›urstö›um sínum í gær.
FLUGSLYS Eldsneytisskortur er
langlíklegasta ástæða þess að
flugvélin TF-GTI fórst í Skerja-
firði hinn 7. ágúst árið 2000 með
þeim afleiðingum að sjö létust,
flugmaður og sex ungmenni.
Í skýrslu rannsóknarnefndar
sem skipuð var til að rannsaka or-
sakir flugslyssins eru gerðar
ýmsar athugasemdir við flug-
ástand vélarinnar og eldsneytis-
skorturinn tiltekinn sem líkleg-
asta ástæða slyssins. Afleiðing
aflsmissis vegna eldsneytisskorts
ásamt því að þyngdarmiðja vélar-
innar var nær aftari mörkum og
því að flugmaðurinn hafði ekki
hlotið nægilega þjálfun til að
bregðast við slíkum aðstæðum,
auk þess sem hann var þreyttur,
olli því að flugvélin ofreis og hann
missti stjórn á henni. Auk þess
kemur fram í skýrslunni að Flug-
málastjórn hefði hvorki átt að
skrá flugvélina né gefa út loft-
hæfisskírteini fyrir hana vegna
óljósrar sögu hennar og ófullkom-
inna gagna sem fylgdu henni.
Flugvélin, sem var í eigu
Leiguflugs Ísleifs Ottesen, var á
leið frá Vestmannaeyjum til
Reykjavíkur að kvöldi 7. ágúst
þegar hreyfill hennar varð elds-
neytislaus í aðflugi að Reykjavík-
urflugvelli og vélin fórst með öll-
um sem í henni voru. Björgunar-
mönnum tókst að bjarga tveimur
piltum úr vélinni en þeir létust
báðir af þeim meiðslum sem þeir
hlutu í slysinu, sá seinni nær hálfu
ári eftir slysið.
Rannsóknarnefnd flugslysa
skilaði lokaskýrslu sinni um slys-
ið í mars árið 2001 en feður
tveggja þeirra sem létust í slys-
inu fengu tvo breska flugrann-
sakendur til að veita umsögn um
framkvæmd rannsóknarinnar og
höfðu þeir sitthvað við fram-
kvæmdina að athuga. Rannsókn-
arnefnd flugslysa fékk álit
bresku rannsakendanna til um-
sagnar og fór í kjölfarið fram á
það við samgönguráðherra að
skipuð yrði óháð nefnd til að
rannsaka slysið. Sú nefnd hóf
störf í nóvember 2002 og skilaði í
gær lokaskýrslu sinni. Sigurður
Líndal lagaprófessor var formað-
ur nefndarinnar, sem skipuð var
bæði íslenskum og erlendum sér-
fræðingum.
oddur@frettabladid.is
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
3
8
4
9
athugið!
ATVINNUBLAÐIÐ SEM KEMUR
VANALEGA ÚT Á SUNNUDÖGUM
KEMUR ÚT Á LAUGARDAG
Í ÞESSARI VIKU. FRÉTTABLAÐIÐ
KEMUR EKKI ÚT Á SUNNUDAG
VERSLUNARMANNAHELGAR.
til Würzburg
s: 570 2790 www.baendaferdir.is
Þýskaland er land jólamarkaðanna og bjóðum við nú jólaferð til Würzburg
sem er einstaklega heillandi borg og skartar sínu fegursta í desember.
Hrein upplifun er að fara á jólamarkaðina sem geyma ótal jólagjafahug-
myndir; bragða á jóladrykknum „Glühwein“ og jólastemmingin eykst á
hverju horni. Úrval veitingastaða er gott, hótelið þægilegt og staðsett
miðsvæðis. Spennandi skoðunarferð til Rothenburg ob der Tauber.
í Þýskalandi
1. - 4. desember 2005
8. - 11. desember 2005
Verð kr. 56.650 á mann í tvíbýli
Innfalið: Flug, skattar, gisting í tveggja manna herbergi á 3* hóteli
með morgunverði í 3 nætur, ferðir milli flugvallar og hótels,
skoðunarferð til Rothenburg ob der Tauber og íslensk fararstjórn.
K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A
Ætlarðu í útilegu um verslun-
armannahelgina?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ertu sátt(ur) við söluna á Sím-
anum?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
79%
21%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
BJÖRGUNARMENN AÐ STÖRFUM Tveimur tókst að ná á lífi úr flugvélinni sem fórst í Skerjafirðinum en báðir létust þeir á næsta hálfa ár-
inu vegna meiðsla sem þeir hlutu í slysinu.
FAGNAÐARFUNDIR Í GEIMNUM Á þessari sjónvarpsmynd frá NASA sjást geimfarar úr
áhöfn Discovery hitta kollega úr áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í gær.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
VE
IN
N
Þ
O
R
M
Ó
Ð
SS
O
N
FYRIRHUGUÐ BYGGÐ Tölvuteikning af væntanlegri byggð í Þingum við Elliðavatn.