Fréttablaðið - 29.07.2005, Qupperneq 22
Af hverju er aðalsafnaðarfundur
Garðasóknar ekki haldinn eins og
lög kveða á um? Venjulega er aðal-
safnaðarfundurinn haldinn í mars
ár hvert en núna telja formaður og
varaformaður Garðasóknar sig ekki
bundna af neinni tímasetningu.
Hvað skyldu þeir vera að fela? Sam-
kvæmt ákvörðun sóknarnefndar þá
var beðið með að halda aðalsafnað-
arfund þar til eftir að úrskurður
áfrýjunarnefndar kirkjunnar lægi
fyrir. Hinn 29. júní sl. kom svo úr-
skurðurinn, svo eftir hverju er ver-
ið að bíða? Er það ekki siðlaust að
nokkrir einstaklingar haldi heilli
sókn í gíslingu með geðþóttaákvörð-
unum sínum?
Samkvæmt úrskurði áfrýjunar-
nefndar kirkjunnar þá telur hún
framkomu formanns, varafor-
manns, prestsins sr. Friðriks J.
Hjartar og djáknans Nönnu Guð-
rúnu Zoéga, verulega ámælisverða
og fela í sér brot samkvæmt 12. gr.
laga nr. 78/1997 og leggur til að þau
verði áminnt sbr. a-lið 4. mgr. 12. gr.
laga nr. 78/1997. Biskup hefur núna
áminnt alla þessa aðila. Af hverju
var þetta fólk áminnt? Samkvæmt
okkar skilningi boðar kristin trú
sátt og samlyndi, umburðarlyndi,
kærleika og fyrirgefningu svo eitt-
hvað sé nefnt. Einhverra hluta
vegna hafa fjórmenningarnir ekki
treyst sér til að fara eftir þessum
boðskap. Fyrir utan að hafa hlotið
áminningu hafa allir þessir einstak-
lingar, þ.e. formaður, varaformaður,
prestur og djákni hafnað allri sátt-
argjörð sem er með öllu óskiljan-
legt þar sem þau eru öll í þjónustu
innan kirkjunnar og þá er ekki
nema von að spurt sé: Er þetta fólk
hæft til að vera í þjónustu og for-
svari fyrir heila sókn? Af hverju
neituðu þau sáttargjörð?
Sóknarpresturinn séra Hans
Markús er sá eini af deiluaðilum
sem enga áminningu hefur fengið
en þrátt fyrir þessa ljótu herferð á
hendur honum er hann sá eini sem
rétt hefur út sáttarhönd. Sam-
kvæmt úrskurði áfrýjunarnefndar
er honum gert að víkja, sem er alls
óskiljanlegt þar sem biskup segir í
bréfi til formanns sóknarnefndar
14. júlí 2004 að sóknarpresturinn
hafi ekkert brotið af sér í starfi og
því séu engar forsendur fyrir því að
hann verði fluttur til. Á fundi stuðn-
ingsmanna séra Hans Markúsar
sem haldinn var 13 júli síðastliðinn
kom skýrt fram ánægja sóknar-
barna með sóknarprestinn og krafa
um að hann haldi sínu góða starfi
áfram. Fundurinn lýsti yfir van-
trausti á störf forystu sóknarnefnd-
ar. Ýmsir tóku til máls á fundinum
og má nefna að ritari sóknarnefnd-
ar sagði að sóknarpresturinn væri
ekki venjulegur maður, líklegast
hefur hún þar átt við að umburðar-
lyndi sóknarprestsins til sátta væri
einstakt miðað við það hvernig að
honum hefur verið vegið. Enda um
sl. páska ritaði ritarinn bréf þar
sem kom fram yfirlýsing hennar
um að deilurnar í Garðasókn fjöll-
uðu í raun um ekki neitt. Hvernig er
hægt að réttlæta það að sóknar-
presturinn sé fluttur til í starfi sem
ekkert hefur brotið af sér en
áminntu fjórmenningarnir sitji
áfram? Skaðinn er orðinn nógur í
sókninni og telur núverandi forysta
sóknarinnar að ekki hafi verið hægt
að halda uppi eðlilegu sóknarstarfi.
Það er hárrétt hjá þeim, þeir hafa
bara ekki áttað sig á því að vandinn
er hjá þeim sjálfum. Er það ekki
mergur málsins, þeir sjá flísina í
auga náungans en ekki bjálkann í
eigin auga. Hluti sóknarnefndar
hefur þurft að eyða heilmiklum
tíma í að halda úti þessari ógeð-
felldu herferð á hendur sóknar-
prestinum, tíma sem nota hefði átt í
uppbyggjandi starf innan sóknar-
innar. Þessir aðilar verða að fara að
gera sér grein fyrir þvi að Garða-
sókn er ekki einkahlutafélag þar
sem fáir aðilar stjórna og ráða ríkj-
um eftir eigin geðþótta heldur eru
þeir þar fyrir hönd fólksins sem býr
í bænum sem hefur lýðræðislegan
rétt til að láta skoðun sína í ljós.
Þrátt fyrir áminningar biskups á
formann og varaformann þá brjóta
þeir enn af sér með því að neita að
halda aðalsafnaðarfund. Eru þeir
ekki búnir að dæma sjálfa sig úr
leik og orðnir vanhæfir til starfa í
sóknarnefnd? Formaður heldur enn
áfram, þrátt fyrir áminningu bisk-
ups, að skipta sér af máli þessu með
fundi með ráðherra. Formaður og
varaformaður Garðasóknar: finnst
ykkur ekki skaðinn nægur og sið-
ferðislega rétt að segja af ykkur svo
hægt sé að koma á eðlilegu starfi
innan sóknarinnar? Í það minnsta
boðið til aðalsafnaðarfundar strax!
Höfundar eru sóknarbörn í
Garðasókn. ■
29. júlí 2005 FÖSTUDAGUR
BRÉF TIL BLAÐSINS
DAGBLAÐIÐ VÍSIR 167. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295
Helgarblað
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005
Bls. 39
Feimin og flytur
til New York
ÞAU LÉTUST ÖLL
Karl Frímann
Ólafsson,
35 ára.
Lést 7. ágúst 2000.
Gunnar Viðar
Árnason,
23 ára.
Lést 7. ágúst 2000.
Mohamed Jósef Daghlas,
29 ára.
Lést 7. ágúst 2000.
Heiða Björk
Viðarsdóttir,
20 ára.
Lést 10. ágúst 2000.
Jón Börkur
Jónsson,
18 ára.
Lést 16. júní 2001.
Sturla Þór
Friðriksson,
17 ára.
Lést 1. janúar 2001.
Yngstu milljóna-mæringar Íslands
Hvernig
ertu
í rúminu
Fimm ár frá
flugslysinu
hræðilega í
Skerjafirði
„Mamma, ég skila mér heilum heim”
?
7
Fann ilminn
af frægðinni
en berst nú
gegn kynferðisofbeldi
Ingibjörg Stefánsdóttir
Bls. 30-31
Bls. 32-33
Bls.8 og 20-23
Sigurður Bollason og Magnús Ármann í DV nærmynd
Bls.16-18
Þolir ekki
sviðsljósið og ávon á barni
Hreimur Örn Heimisson
Bls. 54
?
H blaelgar ›
Hefurflúsé›
DV í dag
DAGBLAÐIÐ VÍSIR 167. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295
l r l
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005
Bls. 39
Feimin og flytur
til New York
Karl Frímann
Ólafsson,
35 ára.
Lést 7. ágúst 2000.
Gunnar Viðar
Árnason,
23 ára.
Lést 7. ágúst 2000.
Mohamed Jósef Daghlas,
29 ára.
Lést 7. ágúst 2000.
Heiða Björk
Viðarsdóttir,
20 ára.
Lést 10. ágúst 2000.
Jón Börkur
Jónsson,
18 ára.
Lést 16. júní 2001.
Sturla Þór
Friðriksson,
17 ára.
Lést 1. janúar 2001.
t illj -i Í l
Hvernig
ertu
í rú inu
i f
fl l i
il í
j fi i
„ a a, ég skila ér heilu hei ”
Fann ilminn
af frægðinni
en berst nú
gegn kynferðisofbeldi
F ár rá
ugs ys nu
hr ð ega
ker a rð
Ingibjörg Stefánsdóttir
Bls. 30-31
Bls. 32-33
Bls.8 og 20-23
Sigurður Bollason og Magnús Ármann í DV nærmynd
Yngs u ónar ngar s ands
Bls.16-18
Þolir ekki
sviðsljósið og ávon á barni
Hrei ur Örn Hei isson
m
m
Bls. 54
m
ÞAU LÉTUST
Er Gar›asókn í gíslingu?
STUÐNINGSMENN Fundir hafa verið
haldnir í Garðasókn til stuðnings séra
Hans Markúsi Hafsteinssyni.
fiessir a›ilar ver›a a› fara a›
gera sér grein fyrir flví a›
Gar›asókn er ekki einkahluta-
félag flar sem fáir a›ilar
stjórna og rá›a ríkjum eftir
eigin ge›flótta heldur eru fleir
flar fyrir hönd fólksins sem b‡r
í bænum sem hefur l‡›ræ›is-
legan rétt til a› láta sko›un
sína í ljós.
HELENA GUÐMUNDSDÓTTIR
OG ODDNÝ ÞÓRA HELGADÓTTIR
SKRIFA UM DEILURNAR Í GARÐASÓKN
Í Fréttablaðinu 27. júlí er ágæt
grein um Surtseyjarrannsóknir.
Þar er einnig viðtal við Hjálmar
Árnason alþingismann, sem rétti-
lega tekur fram, að almenningur
eigi að fá aukna fræðslu um land-
nám lífvera og alla þessa stór-
brotnu þróun, sem á sér stað í
eynni. Ekki er ég þó sammála
Hjálmari um, að það fáist endilega
með því að hleypa öllum erlendum
og íslenskum ferðamönnum þang-
að í eyjuna, sem það vilja. Þá yrði
lífríki eyjarinnar fljótt raskað, og
rannsóknir þar yrðu lítils virði.
Viðvíkjandi spurningunni um
fræðslu á Surtsey og þróun lífsins
þar, er því við að bæta, að til eru
hátt í 600 vísindalegar ritgerðir um
eyna. Er hennar getið í fjölmörgum
tímaritum um allan heim, blaða-
menn sækjast eftir að skrifa um
Surtsey og margar heimildamyndir
hafa verið gerðar, og er enn verið að
vinna að, um þróun Surtseyjar og
rannsóknirnar þar.
Ég hef ritað fjórar bækur fyrir
almenning um framvindu lífs í
Surtsey. Fyrsta bókin kom út hjá
Butterworths í London 1975. Bók
fyrir almenning kom út á íslensku
1994. Var hún gefin út af Hinu ís-
lenska náttúrufræðifélagi og Surts-
eyjarfélaginu. Nú hef ég endur-
samið þessa bók og fært til nútíma
horfs. Hefur hún í ár, 2005, bæði
verið gefin út á þýsku og ensku. Sér
Háskólaútgáfan um dreifingu
þeirra bóka.
Þessar síðustu bækur mínar eru
einkum ætlaðar erlendum ferða-
mönnum. Skemmtiferðaskip koma
mörg til Vestmannaeyja. Síðan sigla
þau flest umhverfis Surtsey eða
lóna fyrir sunnan eyna. Er ferða-
mönnum þá gefinn kostur á að taka
myndir af Surtsey, sem þeir gera
óspart. Mér hefur verið boðið að
flytja erindi um Surtsey um borð í
þessum skipum. Geta ferðamenn nú
einnig fengið lesningu um hvað er
að sjá fróðlegast á eynni, en fáir
væru bættari þótt þeir kæmu þar í
land, og það væri illt fyrir lífið á
eynni, því hinu verndaða umhverfi
yrði þá fljótt raskað. Þessar fræði-
bækur mínar um Surtsey munu
vera fáanlegar í flestum bókaversl-
unum og almenningi til fróðleiks. ■
N‡jar fræ›ibækur um Surtsey
Surtseyjar er geti› í fjöl-
mörgum tímaritum um allan
heim, bla›amenn sækjast eftir
a› skrifa um Surtsey og
margar heimildamyndir hafa
veri› ger›ar, og er enn veri›
a› vinna a›, um flróun Surts-
eyjar og rannsóknirnar flar.
Ég get ekki orða bundist yfir
pistli sem Borghildur Gunnars-
dóttir skrifaði í Fréttablaðið
þann 27. júlí síðastliðinn. Takk!
Takk fyrir að vekja máls á
þessu! Ég hélt að ég væri ein í
heiminum með að hata þessar
kirkjuklukkur! Hvers á maður
að gjalda fyrir það eitt að búa
nálægt Hallgrímskirkju, alltaf
vakinn fyrir allar aldir á meðan
þessir kirkjumenn fara hamför-
um á kirkjuklukkurnar, finnst
alveg ógurlega sniðugt að spila
heilu lögin á heila, hálfa og
fjórðungstímanum. Og fyrst um
jólin tekur nú steininn úr. Ég
þarf að flýja heimilið mitt ef ég
á að ná að lesa fyrir jólaprófin,
ég veit ekki hvað á að vera snið-
ugt eða frábært við að spila
þessi endalausu jólalög alltaf á
kirkjuklukkurnar, vitiði, ef ég
vil hlusta á jólalög þá á ég
geislaspilara, takk fyrir.
Kirkjumenn Hallgrímskirkju,
slakið á. ■
Kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju
LILJA SIF ÞORSTEINSDÓTTIR NEMI
SKRIFAR:
STURLA FRIÐRIKSSON
SKRIFAR UM FRÆÐSLU UM SURTSEY
FRÁ SURTSEY Lífríki eyjarinnar yrði fljótt
raskað og rannsóknir þar lítils virði ef
ferðafólki yrði hleypt þangað hömlulaust,
segir greinarhöfundur.