Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.07.2005, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 29.07.2005, Qupperneq 29
3FÖSTUDAGUR 29. júlí 2005 Fyrir mörgum kalla ferðalög út á landsbyggðina sjálfkrafa á að allur besti ásetningur og reglu- gerðir varðandi mataræði fjúki út um bílgluggann áður en komið er upp fyrir Elliðaár. En það þarf þó alls ekki að vera þannig og í raun- inni er með smá skipulagningu og aga hægt að halda sig við hollust- una án þess þó að fara í einhverja meinlætaútilegu. Venjulega lætur naslþörfin fyrst á sér kræla strax í bílnum. Þá er ráð að hafa með sér ávexti og hrátt grænmeti, sneiða það niður í litla bita, setja í box og narta í það á leiðinni. En það er líka allt í lagi að grípa með sér tilbúna hollustu í poka sem fæst í stærri verslunum við þjóðveginn. Þar má fá mun hollara nasl en hið hefðbundna, kartöfluflögur og súkkulaði, eins og til dæmis allskonar hnetur, þurrkaða ávexti og fræ. Til að viðhalda hollustunni er líka ráð að borða ekki á bensínstöðvum eða þjónustumiðstöðvum heldur gera frekar skemmtun úr því að borða nestið sitt úti undir berum himni, sitja á teppi og snæða hollar sam- lokur og speltkökur með ávaxta- safa eða kaffi af brúsa á einhverj- um fallegum áningarstað ekki fjarri þjóðveginum, til dæmis við fallegan foss eða í litlu gili. Í heilsubúðunum er hægt að fá alls kyns girnilega hollustu sem hentar vel í ferðalagið, bæði holl- ustubrauð, kex og hrökkbrauð og svo ýmis heilsustykki sem eru einstaklega ljúffeng. Þá eru ótald- ar alls konar kæfur og álegg svo það ætti ekki að vera mikið mál að halda hollustuveislu við veg- kantinn, að maður tali nú ekki um þegar á áfangastað er komið. ■ Ítölsku Mastino-víninn frá Veneto eru búin að vera í sumar á sérstöku tilboði í reynslubúðum ÁTVR sem svo eru nefndar, Vínbúðunum Heiðrúnu og Kringlunni. Mastino kemur frá héraðinu Valpolicella og nefnist svæðið þar sem vínið er ræktað Classico. Víngerðin er í eigu hinnar frægu víngerðarfjölskyldu Tommasi. Mastino dregur nafn sitt af Mastino Della Scala, einna hinna goðsagnakenndu fornu höfðingja Veróna. Aðal- þrúgurnar í vínunum eru corvina, rondinella og molinera. Víninn verða til 31. ágúst áfram á þessu sér- staka kynningarverði og eru vínáhugamenn hvattir til þess að bera saman verð og gæði þessara vína við önn- ur sambærileg ítölsk vín. Verðlækkunin nemur allt frá 200-500 krónum og verður að segjast að leitun er að jafn hagstæðu Amarone-víni í árgangi 2000 svo dæmi sé tekið. Mastino Valpolicella: Lækkar úr 1.290 kr. í 990 kr. Mastino Ripasso: Lækkar úr 1.490 kr. í 1.290 kr. Mastino Amarone: Lækkar úr 2.990 í 2.490 kr. MASTINO: Ítölsk vín á tilboði Íslenskir kaffisælkerar geta nú keypt kaffibaun- ir frá Galapagoseyjum. Eyjarnar eru ekki þekkt- ar fyrir kaffið sem þar er framleitt heldur mikla náttúrufegurð og fjöl- skrúðugt og framandi dýralíf. Á Galapagoseyj- um eru þó úrvalsað- stæður fyrir kaffirækt en kaffið þar er framleitt í miklum gæðum þrátt fyrir að ræktunin sé ekki stunduð af miklum móð. Baunirnar fá Galapagos- eyjum eru fáanlegar í verslunum Te og kaffi og eru sérstaklega stórar og fallegar. Kaff- ið er í frábæru jafnvægi, með fyllingu, sérlega góðu eftirbragði og er á til- boði það sem eftir er mánaðarins. Fyrir þá sem halda uppi á slíkt má nefna að kaffið telst til lífrænna af- urða enda er með öllu bannað að nota kemísk efni á eyjunni. Kaffi frá Galapagoseyjum TE OG KAFFI BÝÐUR UPP Á KAFFIBAUNIR ÚR MIÐJU KYRRAHAFINU. Frá Galapagoseyjum. Hollusta við þjóðveginn Margir missa tökin á mataræðinu þegar lagt er upp í ferðalag en hollusta á þjóðveginum er ekki mikið mál. Seljalandsfoss er einn skemmtilegasti nestisstaður á landinu og ekki leiðinlegt að tylla sér þar með hollustubitann sinn. Í Manni lifandi við Borgartún er hægt að fá ýmislegt hollt til að narta í á ferðalag- inu. UPPSKRIFT JÓNS GUNNARS Humarpasta Góð ólífuolía Nokkur hvítlauksrif Sterkt chilli Þurrt hvítvín Svart blekpasta Gróft sjávarsalt Safi úr sítrónu Góður humar Fersk steinselja Á pönnunni er eru tvö til þrjú hvít- lauksrif og chilli steikt upp úr ólívu- olíu. Þurru hvítvíni er síðan hellt yfir. Í pottinum er blekpastað soðið „al dente“ og saltað með grófu sjávar- salti. Á grillið fer humarinn sem er smurður með olíu, hvítlauk og sítrónu áður en hann er grillaður í örskamma stund. Pastað er sett í fat og stein- seljan klippt yfir. Hvítvínssafanum er síðan hellt yfir pastað og humarnum raðað snyrtilega ofan á. Hollráð Hrátt fuglakjöt Notið plastskurðarbretti þegar hrátt fuglakjöt er skorið. Það er auðveldara að hreinsa það en viðarskurðarbretti. Skurðarbretti sem er ekki hreinsað nógu vel getur borið með sér skaðlega gerla sem geta spillt öðrum mat og valdið matareitrun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.