Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.07.2005, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 29.07.2005, Qupperneq 48
36 29. júlí 2005 FÖSTUDAGUR Þegar ég var „yngri“ var yfirleitt kom- inn fiðringur í magann á mér um þetta leyti. Ég hafði hringt fimm þúsund símtöl til allra sem ég þekkti og boðað þá á einhvern stað úti í guðs- grænni náttúrunni. Svo var skottið á græna Suzuki-jeppling- inum hans pabba, fylltum alls kyns nauðsynjarvörum, ekið upp í sveit. Við bræðurnir komumst í álnir þegar við fengum lánaðan tjaldvagninn hans afa tvær verslunarmanna- helgar í röð. Margir minnast hans með glampa í augunum. Það er kannski tímanna tákn að hugur minn stefnir frekar út á golfvöll en á einhverja fyller- íshátíð út á landi. Kannski þroskamerki, kannski er ég bara orðinn leiðinlegri. Kannski hef- ur mér tekist að bæla niður verslunarmannahelgareðlið. Það sama á ekki við um marga landa mína. Þeir áttu sumir hverjir í erfiðleikum með að bera allt brennivínið sem átti að torga um helgina í Smáralind- inni í gær. Það eina sem ég á eft- ir að burðast með þessa helgina er golfsett. Um þetta leyti fyrir nokkrum árum væri ég búinn að taka mér frí í vinnunni, panta miða í Herjólf, kaupa strengi í gítarinn og klár á Húkkaraball. Eða búinn að kaupa kúrekahatt fyrir tíu þúsund krónur og tjalda á Skaga- strönd. Orðinn ástfanginn á Flúð- um. Ég var vanur því að spila Sirkus Geira Smart-lagið á gítar- inn. Söng það einu sinni á jóla- skemmtun í tíunda bekk og það hefur fylgt mér alla tíð síðan. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki setið inni í tjaldvagn- inum hans afa með mikið af fullu fólki í stuði sem syngur Stál og hnífur eins og það eigi lífið að leysa. Ef til vill er þetta fylgihlutur þess að vera orðinn eldri. Eða bara leiðinlegri. STUÐ MILLI STRÍÐA FREYR GÍGJA GUNNARSSON RIFJAR UPP VILLTAR VERSLUNARMANNAHELGARNÆTUR Leiðinlegri eða eldri? 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Ooohh, guðminn- góður! Þessi er yndi! Hann hlýtur að hafa kostað sitt.... 200 kall í Tiger. Ég elska ykkur bæði. Ég elska ykkur fyrir það sem þið eruð og fyrir það sem þið gerið fyrir mig og aðra. Ég er stoltur af því að eiga ykkur fyrir foreldra. Og að þið veitið mér þá þjónustu að láta sem þið þekkið mig ekki þegar við erum á almenningsstöðum. MIÐBÆR 252 verslanir Þetta er „ekki abbast upp á mig“ -svipurinn minn. Ég þarf að vinna í honum. AAAAAGGHHH! NÚNA ER ÉG LÍKA KOMIN MEÐ VOGRIS! Hvernig stendur á því að við fáum þetta öll? Þetta er ekki sanngjarnt! Við lítum út eins og heil fjölskylda af Stjána Bláa – eftirhermum. Skutlaðu smá spínati til mín. M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.