Fréttablaðið - 29.07.2005, Page 53

Fréttablaðið - 29.07.2005, Page 53
41FÖSTUDAGUR 29. júlí 2005 Rokksveitin Astara spilar á þrennum tónleikum fyrir þá sem kjósa að vera í bænum um versl- unarmannahelgina. Fyrstu tónleikar sveitarinnar um helgina verða hluti af tón- leikasyrpu Grapevine & Smekk- leysu í kvöld á Bar 11 ásamt Haltri hóru. Á laugardag spilar Astara á Gajol-rokkhátíðinni á Bar 11 ásamt Lights on the Highway og síðustu tónleikarnir verða upphitun fyrir Brain Police á Gauki á Stöng á sunnudagskvöld. Þeir tónleikar verða einnig hluti af Gajol-hátíðinni sem Bar 11, Dillon og Gaukurinn standa fyrir um helgina. ■ ASTARA Astara spilar rokk af gamla skólanum og er þekkt fyrir líflega tónleika. Astara á flrennum tónleikum Hljómsveitin Nýdönsk verður með ball á Oddvitanum á Akur- eyri á föstudag og laugardag. Um síðustu verslunarmannahelgi spilaði sveitin einnig á Oddvitan- um en þá eingöngu á einu kvöldi. Seldust miðar á tónleikana eins og heitar lummur og komust færri að en vildu. Björn Jörundur Friðbjörns- son, söngvari Nýdanskrar, reikn- ar með miklu fjöri á Akureyri um helgina. „Til að bregðast við þessari aðsókn í fyrra, sem var meiri en við höfðum ætlað, höf- um við bætt við kvöldi þessa helgina. Síðan munum við leika úti á torgi á þeirra fjölskyldu- skemmtun fyrir utan að láta sjá okkur með reglulegu millibili í sparifötunum í miðbænum,“ segir Björn. „Í fyrra fór þetta allt saman mjög vel fram hjá okkur og öðrum og við urðum ekki varir við unglinga að leggja tjaldstæði í rúst.“ Þetta verður eina tækifærið til að sjá Nýdanska á tónleikum það sem eftir er af sumri og því má búast við fullu húsi í Oddvit- anum um helgina. Þess má geta að ný plata frá Nýdanskri er í undirbúningi og verður hún væntanlega tilbúin á næsta ári. ■ Nýdönsk á Akureyri NÝDÖNSK Hljómsveitin Nýdönsk spilar á Akureyri um verslunarmannahelgina. ■ ■ TÓNLEIKAR  17.00 Hin árlega upphitun fyrir Innipúkann haldin í garðinum við 12 Tóna. Þar munu koma fram Stór- sveit Nix Noltes ásamt Þóri. Léttar veitingar verða í boði og einnig verð- ur boðið upp á grillaðar pylsur ef veður leyfir.  22.00 Jonathan Richman hefur ákveðið að hita upp fyrir Innipúkann með tónleikum á Grand Rokk föstu- daginn 29. júlí kl. 22.00. Þórir mun sjá um upphitun. Miðaverð er 1.500 kr. ■ ■ OPNANIR  17.00 Tvær sýningar opna í Kling og Bang galleri, á afmælisdegi ekki ómerkari listamanns en Stanley Kubrick. Listamennirnir sem standa að sýningunum eru hjónin Ásmund- ur Ásmundsson og Gunnhildur Hauksdóttir.  17.00 Sigurður Mar Halldórsson opnar ljósmyndasýningu í landi Horns í Hornafirði. Sýningin verður á sandinum við Stokksnesveg og nefnist einfaldlega Sandur. Myndirn- ar voru teknar á svipuðum slóðum síðasta sumar og verður komið fyrir á sandinum. Þær falla því inn í um- hverfið og skera sig úr í senn. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. M IX A • fí t • 5 0 8 1 2 Ágrip af sögum nokkurra einstaklinga sem félagar Íslandsdeildar Amnesty International hafa átt þátt í að frelsa síðustu 30 árin. Þetta fólk var fangelsað fyrir þær sakir einar að tjá trú sína eða skoðanir, eða vegna kyns síns og uppruna. Þetta fólk kallar Amnesty International samviskufanga. „Á dimmustu tímum fangavistar minnar komu orð ykkar og bréf sem dropar af regni, sem lengi hefur verið beðið eftir í endalausri eyðimörk. Frelsi mitt í dag er ávöxtur þols ykkar og þreks, vinnu og hug- rekkis.“ Mohamed El Boukili frá Marokkó. Dropar af regni Amnesty International á Íslandi í 30 ár Sýning í Blöndustöð Áhugaverð sýning í Blöndustöð á Norðvesturlandi – 200 m ofan í jörðinni. Opið alla daga frá kl. 13 til 17. Amnesty International www.amnesty.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 26 27 38 29 30 31 1 Föstudagur JÚLÍ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.