Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 10
NEYTENDUR „Ábyrgð Toyota helst óbreytt eins og verið hefur en viðurkennd breytingaverkstæði bera að sjálfsögðu ábyrgð á öllum breytingum sem gerðar eru,“ segir Bogi Sigurðsson, þjónustustjóri P. Samúelssonar, umboðsaðila Toyota á Íslandi. Nokkrir hafa sett sig í samband við Fréttablaðið og lýst yfir áhyggjum af því að ábyrgð öku- tækis falli úr gildi sé þeim breytt á einhvern máta en eins og mörgum er kunnugt seldi P. Samúelsson breytingafyrirtæki sitt Arctic Trucks fyrir skömmu. Bogi segir það af og frá. „Það er sem endranær þriggja ára ábyrgð á öll- um seldum bílum og hún helst hvað sem gert er. Hins vegar getur hún fallið niður ef verkstæði sem við viðurkennum ekki breytir bíln- um en það eru líka fjölmörg verk- stæði sem starfa í samstarfi við okkur og með okkar samþykki. Viðkomandi verkstæði taka þannig ábyrgð á breytingum sínum eins og eðlilegt er og á þessu hafa engar breytingar orðið.“ - aöe KVEIKT Á KERTI FYRIR ÞÁ LÁTNU Drengur frá Bosníu kveikti á kerti á minningarstund í Banja Luka þegar þess var minnst að tíu ár eru liðin frá átökum í borginni. 10 5. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR Fyrsti mánuður Neytendastofu og talsmanns neytenda: Hafa enn ekki fengi› nein erindi NEYTENDUR „Stefnumörkun stendur yfir þessa dagana og enn á eftir að ganga frá ýmsum lausum endum,“ segir Gísli Tryggvason, nýskipaður tals- maður neytenda. Rúmur mánuður er síðan Neytendastofa tók formlega til starfa en talsmaður neytenda heyrir undir hana. Að sögn Gísla hefur starf hans hingað til borið keim af því að um nýtt embætti er að ræða og í mörg horn að líta áður en tekið verður við beiðnum eða at- hugasemdum frá almenningi en engin slík erindi hafa enn borist. „Starfið snýst um að marka stefnu í samráði við Neytenda- stofu og eins munum við eiga samstarf við Neytendasamtökin þegar fram líða stundir.“ Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna, segir starfsemi sinna samtaka verða eins og verið hefur þrátt fyrir tilkomu Neytendastofu. „Það hefur farið fyrir brjóstið á okkur að hvorki Neytendastofa né embætti talsmanns neytenda munu leiðbeina eða aðstoða þá neytendur sem vita ekki rétt sinn en það er stór og dýr mála- flokkur hjá okkur þannig að við störfum ótrauð áfram.“ -aöe Sérfræðingar SÞ: Ísraelar brjóta mannréttindi GENF, AP Hópur sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna sagði í gær að tálminn sem Ísraelar reisa nú umhverfis Vesturbakkann væri brot gegn mannréttindaskuld- bindingum Ísraela. Því hvöttu þeir til að öll vinna við tálmann yrði stöðvuð og að Ísraelar borguðu Palestínumönnum skaðabætur fyrir skemmdir vegna hans. Itzhak Levanon, sendiherra Ísraels hjá Sameinuðu þjóðun- um, sagði það koma á óvart að sérfræðingarnir væru að leggja til pólitískar aðgerðir og með því væru þeir að fara út fyrir starfssvið sitt. ■ TALSMAÐUR NEYTENDA Verið er að skipu- leggja hvernig og hvaða mál talsmaður neytenda eigi að einbeita sér að í fram- tíðinni en embættið er aðeins mánaðar- gamalt. MÓTMÆLI Þrettán mótmælendur voru handteknir eftir að þeir fóru inn á byggingarsvæði ál- vers Alcoa í Reyðarfirði á ellefta tímanum í gærmorgun. Starfsmenn urðu varir við mótmælendurna laust fyrir klukkan hálf ellefu í gærmorg- un og var lögregla umsvifalaust kölluð til að sögn Björns S. Lár- ussonar, samskiptafulltrúa Bechtel, sem stendur að bygg- ingu álversins. Lögregla kom fljótlega á vett- vang og handtók í kjölfarið tíu mótmælendanna. Ein kona og tveir karlmenn klifruðu hins vegar upp í byggingarkrana og voru þar fram eftir degi. Kom sá síðasti ekki niður fyrr en eftir klukkan fjögur, en þá var komin hellirigning. Fólkið var vel búið og hafði með sér nesti að sögn Ólafs Páls Sigurðssonar, talsmanns mótmælenda. Þá höfðu þau með sér borða með áletruninni „Alcoa græðir - Ís- landi blæðir“ sem hengdur var uppi í kranann. Stöðva þurfti alla starfsemi á byggingasvæðinu um fjögurra klukkustunda skeið meðan leit- að var að mótmælendum, að sögn Björns. „Svæðið er hættu- legt og var því rýmt af öryggis- ástæðum,“ segir hann. Talsvert fjárhagstjón hlaust að sögn Björns af töfum á framkvæmd- um. Mótmælendur verða þó ekki kærðir, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Alcoa. Mótmælendur segja fleiri að- gerða að vænta, sem beinist gegn Alcoa og sambærilegum fyrirtækjum, bæði hérlendis og erlendis. Þeir krefjast þess að bygging álvers í Reyðarfirði verði stöðvuð. „Tilgangur mót- mælanna er að senda skýr skila- boð til álframleiðenda heimsins um að þeir séu óvelkomnir hing- að til lands,“ segir Ólafur Páll. Á annan tug lögregluþjóna tóku þátt í aðgerðunum. Lög- regluþjónar á Eskifirði og Nes- kaupstað fengu liðsstyrk frá Egilsstöðum og sérsveitarmönn- um frá Ríkislögreglustjóra. Einn Íslendingur var í hópi þeirra sem handteknir voru, en aðrir eru erlendir. Ekki lá ljóst fyrir í gær- kvöld hvað gert verður við mót- mælendurna, en þá voru þeir enn í haldi lögreglu. helgat@frettabladid.is Mótmælendur klifru›u upp í byggingarkrana MÓTMÆLENDUR Í BYGGINGARKRÖNUM Tveir karlmenn og ein kona klifruðu upp í bygg- ingarkrana. firettán mótmælendur voru handteknir í Rey›arfir›i í gærmorgun. firír fleirra klifru›u upp í byggingarkrana og dvöldu flar klukkustundum saman. Stö›va flurfti framkvæmdir á me›an leita› var a› mótmælendum. M YN D /H EI Ð U R Ó SK FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Sala Toyota á breytingafyrirtækinu Arctic Trucks: Breytir engu um ábyrg› á bílum BREYTTUR TOYOTA JEPPI Þriggja ára verksmiðjuábyrgð er á öllum nýjum bílum og fellur ekki úr gildi. Hins vegar bera breytingarverkstæði alla ábyrgð á breytingum sem gerðar eru síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.