Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 21
Mótmæli flutningabílstjóra á
föstudaginn (þó vitanlega ekki
allra flutningabílstjóra) voru al-
veg svakalega sniðug. Þeir mót-
mæltu hækkun á olíugjaldi með
því að eyða olíu, en mótmælin
gengu út á það eins og kunnugt er
að aka löturhægt um miklar um-
ferðargötur í Reykjavík og þá
einkum þær leiðir sem íbúar borg-
arinnar notuðu til að aka út úr
bænum á leið á útihátíðir eða eitt-
hvert annað sem þeir kusu að
halda um verzlunarmannahelgina.
Mótmælin voru því ekki bara
þannig úr garði gerð að þau bitn-
uðu á almennum borgurum, sem
ekkert höfðu til saka unnið, heldur
má gera ráð fyrir að þau hafi haf-
izt með því að mótmælendurnir
fylltu á olíutanka flutningabifreiða
sinna. Ýmsar yfirlýsingar tals-
manns mótmælendanna í fjölmiðl-
um voru síðan oftar en ekki væg-
ast sagt stórundarlegar. Allt frá
því að gera því skóna að fjármála-
ráðherra hefði skipað fulltrúum
mótmælendanna að koma til fund-
ar við sig (síðar kom í ljós að mót-
mælendur höfðu sjálfir óskað eftir
fundi með ráðherra en síðan af-
þakkað hann) yfir í að segja að það
yrði bara að hafa það ef mótmælin
leiddu til þess að slys yrðu á fólki
eða einhvers þaðan af verra. Sagði
talsmaðurinn í sjónvarpsfréttum
að slys yrðu í umferðinni og ef
fólk vildi forðast þau ætti það að
halda sig í rúminu.
Svona lagað nær auðvitað
engri átt. Það gildir einfaldlega
það sama um þessi mótmæli eins
og þau við Kárahnjúkavirkjun og
önnur slík að það er í góðu lagi að
fólk mótmæli svo lengi sem það
er gert á friðsaman og lýðræðis-
legan hátt og án þess að saklaust
fólk verði fyrir barðinu á þeim.
Hvort sem um er að ræða fólk á
leiðinni í sumarfrí eða fólk sem er
að sinna vinnunni sinni. Annað er
auðvitað ekkert annað en ofbeldi
sem er ekki bara algerlega
óásættanlegt heldur líka afskap-
lega ólíklegt til að vekja samúð
almennings með umræddum
aðgerðum. ■
21FÖSTUDAGUR 5. ágúst 2005
SENDIÐ OKKUR LÍNU
Við hvetjum lesendur til að senda
okkur línu og leggja orð í belg um
málefni líðandi stundar. Greinar og
bréf skulu vera stutt og gagnorð.
Eingöngu er tekið á móti efni sem
sent er frá Skoðanasíðunni á visir.is.
Þar eru nánari leiðbeiningar. Rit-
stjórn ákveður hvort efni birtist í
Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum
miðlunum að hluta eða í heild.
Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til
að stytta efni.
HJÖRTUR J. GUÐMUNDSSON
SAGNFRÆÐINEMI
UMRÆÐAN
MÓTMÆLI
FLUTNINGABÍLSTJÓRA
Mótmæli
látin bitna á
almenningi
Arna Schram, blaðamaður á
Morgunblaðinu og nýr formaður
Blaðamannafélags Íslands, svarar
Illuga Jökulssyni stuttlega í grein-
arkorni í Fréttablaðinu laugardag-
inn 30. júlí. Illugi hafði spurt Örnu
hvort skoðun hennar sé sú að fjöl-
miðlar eigi ekki að fjalla um sak-
borninga í dómsmálum fyrr en
„þar til bær yfirvöld“ hefðu kveð-
ið upp sinn dóm.
Arna segir svo vera: „Já, skoð-
un mín er óbreytt. Fjölmiðlar eiga
að fara varlega í mynd- og nafn-
birtingum eða að kveða upp
„dóma“ um fólk áður en sekt þess
er sönnuð fyrir dómstólum, það er
þar til bærum yfirvöldum. Fjöl-
miðlar eiga að taka tillit til meðal
annars laga, dóma og almennings-
álits.“
Við þetta er ýmislegt að athuga.
Ekki verður betur séð en Arna telji
fjölmiðla eins konar hluta dóms-
og refsikerfisins. Að vísu ekki til
þess bærir en engu síður á valdi
þeirra að kveða upp „dóma“. Fjöl-
miðlar hafa ekkert slíkt umboð.
Vont er ef almenningur telur þetta
viðhorf ríkjandi meðal blaða-
manna. Og verra ef blaðamenn
ganga um með slíka óra í kollinum.
Enda heldur þetta sjónarmið engu
vatni og brýtur til dæmis algerlega
í bága við það sem stundum er sagt
á tyllidögum að fjölmiðlar eigi að
veita hinu opinbera aðhald. Mynd-
og nafnbirting jafngildir á engan
hátt dómsorði. Hæpið er að vísa til
einhvers óskilgreinds hóps sem
enginn veit hver er og segja:
Fólkið er búið að dæma! Enginn
kannast við að geta ekki farið með
þessar upplýsingar en ýmsir virð-
ast þó ætla náunganum blinda
dómhörku.
Fjölmiðlar eiga ekki að taka til-
lit til laga, dóma og því síður ein-
hvers sem Arna kallar almenn-
ingsálits umfram aðra þætti þjóð-
lífsins.
Starf blaðamanna gengur fyrst
og fremst út á að safna upplýsing-
um og miðla til almennings. Þeir
sem starfa við þetta fag og vilja
skammta lesendum/áhorfend-
um/hlustendum upplýsingar með
tilliti til þess hvort þeir hafi gott
af því að vita þetta og hitt eru á
villigötum.
Í undirbúningi er nýtt fjöl-
miðlafrumvarp. Ekki hafa verið
færð nein rök fyrir nauðsyn þess
heldur byggir tilurðin á þeim mis-
skilningi stjórnmálamanna að
fjölmiðlar séu stjórnvaldstæki.
Stjórnarandstaðan fær að vera
með núna og því má búast við að
frumvarpið, sem byggir á mein-
gölluðum forsendum, fljúgi í
gegnum þingið. Persónuvernd
sendi nýverið frá sér óumbeðið
álit og vekur upp hauslausan
draug sem er Karólínu-dómurinn
frægi. Hér er verið að véla um af-
stæð hugtök á borð við „almanna-
persónur“ - það er hver er nógu
frægur til að um hann sé fjallað!
Eða hvort þessi frétt eða hin á er-
indi við almenning. Hver er „til
þess bær“ að kveða úr um það?
Að nýr formaður BÍ sé, að því
er virðist, sáttur við þessa þróun
veldur mér sem félaga í Blaða-
mannafélaginu áhyggjum.
Höfundur er félagi í Blaða-
mannafélagi Íslands.
Fjölmi›lar eru ekki hluti dóms- og refsikerfis
JAKOB BJARNAR GRÉTARSSON
BLAÐAMAÐUR
UMRÆÐAN
FJÖLMIÐLAR