Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 52
32 5. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR
EKKI MISSA AF…
...tónleikum sænska djassgítar-
leikarans Andreas Öberg klukkan
21.30 á Café Rosenberg í
Reykjavík í kvöld.
...tónleikum pólska orgelleikar-
ans Zygmunt Strzep í Hallgríms-
kirkju á morgun klukkan 12.00.
...gleðigöngunni á Hinsegin
dögum sem farin verður frá
Hlemmi klukkan 15.00 á morgun
og endar með skemmtiatriðum á
Lækjartorgi.
Í tilefni af hundrað ára
afmæli Unnar Briem
teiknikennara hafa syst-
urbörn hennar tínt
saman brot af þeim
listaverkum sem hún
lét eftir sig. Verkin
verða til sýnis í list-
munasölunni Smíðar
og skart á Skólavörðu-
stíg 16a frá 5. ágúst.
Um er að ræða mál-
verk, leirverk, skúlptúra,
glerverk og fleiri gerðir
listaverka en Unnur var
afar fjölhæf á listasvið-
inu.
„Unnur byrjaði fyrst að
blómstra sem listamað-
ur eftir að hún hætti að vinna árið 1959 en
var aldrei mikið fyrir að selja því að hún tímdi
því ekki. Hún tók þátt í
einhverjum sýningum
en ég veit ekki í hversu
miklum mæli það var.
Verkin hennar komu í
hlut okkar systkinanna
þegar móðir okkar dó.
Við systurnar litum svo
á verkin hennar og átt-
uðum okkur á því
hversu mikill listamað-
ur hún frænka okkar
var og fannst tilvalið að
halda sýningu á þeim
til að minnast þess að
það eru hundrað ár
síðan hún fæddist,“
segir Hildur Bjarnadótt-
ir, sem er einn af
skipuleggjendum sýningarinnar en hún er
systurdóttir Unnar.
Um helgina verður dagskrá síðustu
helgar Sumartónleika í Skálholti. Dag-
skrá sumarsins hefur tekist vel
og hefur nánast verið fullt á hverja ein-
ustu tónleika. Um helgina verða flytj-
endur í Skálholtskirkju hinn nýstofnaði
djúpstrengjahópur Lilja og Skál-
holtskvartettinn. Frekari upplýsingar
má finna á netsíðunni www.sumartón-
leikar.is.
menning@frettabladid.is
List Unnar Briem!
Yfir tuttugu listamenn ætla
að framkalla sannkallaða
listasprengju á sýningunni
Tívolí sem opnar með hátíð
á sunnudaginn. Sýningunni
er ætlað að rifja upp gleðina
sem fylgdi tívolíinu sem var
þar í bænum um árabil.
Á sunnudaginn klukkan 16.00 opnar
samsýning fleiri en tuttugu lista-
manna á Listasafni Árnesinga í
Hveragerði. Sýningin ber yfir-
skriftina Tívolí og er ætlað að
minna á tívolíið sem var í Hvera-
gerði á sínum tíma. Hugmyndin er
að búa til listasprengju þar sem
ægir saman listaverkum, gjörning-
um og uppákomum.
„Við höfðum lengi verið að velta
því fyrir okkur að halda sýningu í
Listasafni Árnesinga í Hveragerði.
Safnið stendur á móti grunninum
þar sem gamla tívolíið stóð. Við
fengum því þá hugmynd að kalla
sýninguna Tívolí og fá hóp af lista-
mönnum til að vinna út frá hug-
myndinni um tívolíið í Hveragerði
sem lifir í minningu margra sem
mikill ævintýrastaður,“ segir Mark-
ús Þór Andrésson sem er annar af
sýningarstjórum Tívolís.
Markús segir að hann og hinn
sýningarstjóri Tívolís Þuríður Sig-
urðardóttir hafi komið að máli við
listamenn á öllum aldri og beðið þá
að vinna verk fyrir sýninguna. Elsti
listamaðurinn sem tekur þátt í sýn-
ingunni er Þorbjörg Pálsdóttir sem
er á níræðisaldri en sá yngsti er rétt
um tvítugt og nýskriðinn út úr lista-
skóla.
Meðal þeirra sem taka þátt í sýn-
ingunni eru Birgir Andrésson, Egill
Sæbjörnsson, Gabríela Friðriks-
dóttir, Gjörningaklúbburinn, Mar-
grét H. Blöndal, Ragnar Kjartans-
son og JBK Ransu.
„Við viljum færa gleðina og æv-
intýrið aftur til Hveragerðis en þó
er ekki svo að einungis minningar
um gleði og grín séu tengd gamla
tívolíinu því í huga margra var
tívolíið hrylllilegur staður. Menn
fóru í hringekjuna og ældu úr sér
lungunum eða í draugahúsið og
urðu svo hræddir að þeir gleyma
því aldrei. Þess vegna eru líka
hryllileg verk á sýningunni því upp-
lifun fólks af tívólíinu var ekki eins-
leit,“ segir Markús.
Mikið er lagt upp úr opnun sýn-
ingarinnar á sunnudaginn en á
henni verða mikil hátíðabrigði,
gjörningar og alls kyns uppákomur.
Sumir listamennirnir taka aðeins
þátt í opnuninni og því skorar Mark-
ús á fólk að mæta á svæðið á sunnu-
daginn og rifja upp gömlu tívolí-
stemninguna og um leið að kynna
sér samtímalist þar sem áherslan er
á myndlist sem sækir innblástur
meðal annars í heim afþreyingar og
dægurmenningar, leikja, tilrauna og
skemmtunar.
Sýningin Tívolí stendur yfir í
Listasafni Árnesinga í Hveragerði
fram til 25. september. ■
Ævintýraheimur
Tívolís í Hveragerði
GRUNNUR GAMLA TÍVOLÍSINS Þar
sem áður var draumastaður íslenskra
barna stendur nú hráslagalegur húsgrunn-
ur einn eftir. Yfir tuttugu listamenn ætla
um helgina að opna samsýningu í Hvera-
gerði sem ber heitið Tívolí þar sem ætlað
er að rifja upp þessa gömlu góðu tívolí-
stemningu sem svo margir muna eftir úr
bænum.
UNNUR BRIEM Í tilefni af því að hundrað ár eru síð-
an Unnur fæddist hafa systurbörn hennar tekið lista-
verk hennar saman og eru þau til sýningar í listmuna-
sölunni Smíðar og skart á Skólavörðustígi 16a frá og
með deginum í dag.
Næstu sýningar eru:
5. sýn. laug. 6/8 kl. 14 sæti laus
6. sýn. sun. 7/8 kl. 14 sæti laus
7. sýn. fim. 11/8 kl. 19 sæti laus
frá kl. 9.00 til 17.00 alla virka daga.
Laugardag 6. ágúst
Föstudag 12. ágúst
Hjá Máli og menningu kom út í
gær bókin Fuglar í náttúru Ís-
lands eftir náttúrufræðinginn og
náttúruljósmyndarann Guðmund
Pál Ólafsson.
Í bókinni er lesandinn leiddur
inn í heillandi heim íslenskra
fugla. Fjallað er um lifnaðarhætti
þeirra og lífsskilyrði, sagt frá
flugi, fæðuöflun, varpi og uppeldi
unga, og lýst kjörlendi þeirra.
Hér er í fyrsta sinn fjallað ítar-
lega á íslensku um hátterni fugla
og þá er brotið blað með skipu-
lagðri umfjöllun um sjálfa undir-
stöðu allrar fuglaverndar: bú-
svæðavernd. Í bókinni er jafn-
framt lýst sérhverri tegund ís-
lenskra varpfugla í máli og mynd-
um, og inn í þá frásögn er fléttað
efni úr þjóðtrú og skáldskap.
Bókin er prýdd fjölda skýringa-
mynda, teikninga og korta, en ekki
síst eru ljósmyndir bókarinnar ein-
stakar í sinni röð og má fullyrða að
aldrei áður hafi birst í einni bók svo
margar frábærar ljósmyndir af
fuglum í leik og starfi.
Bókin tilheyrir rómaðri ritröð
Guðmundar Páls Ólafssonar, en
aðrar bækur í röðinni eru Perlur í
náttúru Íslands, Ströndin í nátt-
úru Íslands og Hálendið í náttúru
Íslands, en fyrir þá bók hlaut höf-
undur Íslensku bókmenntaverð-
launin árið 2000.
Bókin er 383 blaðsíður í stóru
broti og er nú seld tímabundið á
sérstöku kynningarverði sem er
17.980 krónur. ■
Fuglar í náttúru Íslands
DÍLASKARFAR Þessa mynd má finna í nýrri bók úr ritröð náttúrufræðingsins og náttúru-
ljósmyndarans Guðmundar Páls Ólafssonar sem kom út hjá Máli og menningu í gær.
MARKÚS ÞÓR ANDRÉSSON Annar af
sýningarstjórunum.