Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 58
Fengur a› fá Schneider í heimsókn Bandaríski gamanleikarinn Rob Schneider kemur til landsins þriðjudaginn 23. ágúst í tilefni af frumsýningu kvikmyndarinnar Deuce Bigalow: European Gigolo 9. september. Myndin er framhald Deuce Bigalow: Male Gigolo sem naut mikilla vinsælda fyrir sex árum. Rob Schneider er rísandi stjarna í heimalandi sínu. Hann hóf feril sinn sem uppistandari en gekk síðan til liðs við Saturday Night Live þar sem hann var leik- ari og handritshöfundur. Síðan þá hefur hann leikið í gamanmynd- um á borð við The Animal og The Hot Chick auk Bigalow-mynd- anna. Einnig hefur hann komið fram í smærri hlutverkum í myndum vinar síns Adam Sandler og hefur Sandler líka sést í mynd- um Schneiders. Þetta er í fyrsta sinn sem svo vinsæll leikari heimsækir land og þjóð markvisst til að kynna nýja kvikmynd og er Rob mjög spennt- ur fyrir því að koma til Íslands. „Þetta á sér langan aðdrag- anda. Þetta byrjaði hjá Jamie Kennedy, sem kom hingað um síð- ustu áramót. Þessir gamanmynda- leikarar eru allt sami vinahópur- inn og Jamie upplifði Ísland beint í æð og sagði vinum sínum frá því,“ segir Jón Gunnar Geirdal hjá Senu. „Síðan hittum við aðila frá Sony og Schneider á Cinema Expó og þá barst Ísland í tal. Hann sýndi áhuga á að koma og þar byrjaði þetta fyrir alvöru. Hann mun flakka mikið til að kynna myndina, meðal annars til Rússlands og Þýskalands og fer til Mexíkó eftir að hann kemur hing- að.“ Schneider dvelur hér á landi frá þriðjudegi fram á laugardags- morgun. Hann verður viðstaddur sérstaka boðssýningu í Smárabíói á Deuce Bigalow: European Gigolo 25. ágúst og fer í eftirpartí með aðdáendum sínum að sýningu lokinni. Einnig ætlar hann að gefa sér góðan tíma til að upplifa land og þjóð og skoða helstu ferða- mannastaði. Að sögn Jóns Gunnars er mikill fengur í að fá svo þekktan gaman- leikara til landsins. „Við höfum reynt ítrekað í gegnum árin að fá stjörnur hingað til að kynna myndirnar sínar. Þótt Schneider sé ekki stærsti gamanleikari í heimi er hann mjög vinsæll hérna heima og koma hans opnar pott- þétt dyrnar fyrir aðrar stjörnur hingað til lands.“ Deuce Bigalow: European Gigolo verður frumsýnd á Ís- landi föstudaginn 9. september í Smárabíói, Regnboganum, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri. ■ ROB SCHNEIDER Stillir sér upp við hlið föngulegra kvenna í nýjustu mynd sinni, Deuce Bigalow: European Gigolo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.