Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 5. ágúst 2005 13 NÍGERÍA PEKING, AP Bandaríkjamenn vilja fá nákvæmar upplýsingar um hvað Norður-Kóreumenn muni sam- þykkja í viðræðum um kjarnorku- afvopnun sem sex þjóðir taka þátt í. Bandaríkjamenn segjast hafa gert allt sem í þeirra valdi standi til að ná ásættanlegum markmið- um með viðræðunum en óttast að þær muni engu skila. Viðræðurnar hafa staðið yfir í tíu daga og Norð- ur-Kóreumenn hafa ekki enn sam- þykkt að undirrita samkomulag sem allar hinar fimm þjóðirnar hafa þegar undirritað. Ekki hefur enn verið gefið upp hvað sam- komulagið felur í sér. Viðræðurnar eru þær fjórðu í röðinni frá 2003 en enn hafa þær engan árangur borið. Kim Kye Gwan, aðstoðarutan- ríkisráðherra Norður-Kóreu og helsti fulltrúi landsins í kjarnorku- afvopnunarviðræðunum, sagði á þriðjudag að Norður-Kóreumenn myndu ekki eyða kjarnorkuvopn- um sínum fyrr en ekki væri lengur hætta á því að Bandaríkjamenn gerðu kjarnorkuárás á Norður- Kóreu. - sda AÐSTOÐARUTANRÍKISRÁÐHERRA NORÐUR- KÓREU Kim Kye Gwan, fulltrúi Norður- Kóreu í kjarnorkuafvopnunarviðræðunum. Norður-Kóreumenn eru ein sex þjóða sem ekki hafa enn undirritað samkomulag um kjarnorkuafvopnun. Viðræður um kjarnorkuafvopnun: Nor›ur-Kóreumenn flráast enn vi› Kona í flugvél: Reyndi a› opna dyr BANDARÍKIN, AP Kona var handtekin í Bandaríkjunum fyrir að gera til- raun til þess að opna dyr flug- vélar meðan hún var enn á flugi. Vélin var í fjögur þúsund feta hæð og á leið inn til lendingar í Seattle þegar atvikið átti sér stað, að því er AP-fréttastofan skýrir frá. Konunni tókst ekki að opna dyrnar en tókst að snúa handfanginu nægilega langt til að viðvörunarljós kviknaði í stjórnklefa flugvélarinnar. Flugþjóni tókst að sannfæra konuna um að snúa til sætis síns en farþegar sátu með beltin spennt það sem eftir var ferðar- innar. ■ Sprenging í Istanbúl: Tveir létust TYRKLAND, AP Tveir létust og fleiri slösuðust í sprengingu í Istanbúl í Tyrklandi skömmu eftir mið- nætti aðfaranótt fimmtudags. Fregnum um orsök spreng- ingarinnar ber ekki saman. Vitni segja að sprengingin hafi orðið í ruslatunnu í vegkanti en önnur að bíll hafi sprungið í loft upp. Nokkrar sprengjutilræði hafa verið gerð í Tyrklandi að undanförnu og kenna sumir kúrdískum öfgahópum um en aðrir segja að íslamskir öfga- hópar beri ábyrgðina. ■ debenhams debenhams S M Á R A L I N D Síðustu Nú eru allar útsöluvörur með a.m.k. 50% afslætti ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 90 68 08 /2 00 5 2 1fyrir Af allri útsöluvöru - greitt er fyrir dýrari vöruna Mun ið gö tuma rkað inn! dagar útsölu SKÓLAVÖRÐUSTIG 2 Bresk stjórnvöld: Seldu Ísraelum flungt vatn LONDON, AP Bretar seldu Ísraelum á sjötta áratugnum nauðsynleg efni til að smíða kjarnorku- sprengju. Þetta kemur fram í opinberum skjölum sem BBC hefur undir höndum. Í þættinum Newsnight í breska ríkissjónvarpinu kom fram að samkvæmt opinberum skjölum frá árinu 1959, sem geymd eru á þjóðskjalasafninu, sendu Bretar tuttugu tonn af þungu vatni til Ísrael. Vatnið var nauðsynlegt til þess að framleiða plútóníum fyrir Dimona-kjarnakljúfinn í Negev- eyðimörkinni. Þessar upplýsingar koma illa við bresk stjórnvöld, sem eru nú að reyna að semja við Írani um að hætta við kjarnorkuáætlun sína. ■ 11,5 TONN AF FÍKNIEFNUM BRENND Fíkniefnalögreglan í Nígeríu hefur brennt ellefu og hálft tonn af eiturlyfjum nærri alþjóðaflugvellinum í Lagos. Tilgangurinn er að sýna opin- berlega hvernig gengur í bar- áttu við eiturlyfjabarónana, en stór hluti fíkniefna í heiminum fer í gegnum Nígeríu á leiðinni til áfangastaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.