Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 2
2 5. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR Þúsundir lögreglumanna eru enn á götum úti til að verja íbúa bresku höfuðborgarinnar: Al-Kaída hótar frekari árásum í Lundúnum LONDON, AP Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á lestarstöðum í Lundúnum í gær í kjölfar þess að frekari árásum hafði verið hótað. Fjórar vikur eru liðnar síðan 52 létust í sjálfsmorðssprengingum í lestum og strætisvagni í Lundúnum. Næstráðandi al-Kaída, Ayman al-Zawahri, hótaði í gær frekari árásum í Lundúnum í ávarpi sem birt var á sjónvarpsstöðinni Al- Jazeera. Þá fagnaði hann árásinni fyrir fjórum vikum og sagði Tony Blair forsætisráðherra bera ábyrgðina, vegna þátttöku Breta í innrásinni í Írak. Al-Zawahri tók ekki fram hvort hann bæri ábyrgð á sjálfsmorðsárásunum í júlí. Þá sagði hann að tugþúsundir banda- rískra hermanna myndu láta lífið í Írak. Þrátt fyrir þessar hótanir og áberandi vopnaða lögreglumenn í miðborg London ferðuðust íbúar borgarinnar um eins og ekkert væri. Robert Allen, sem var að bíða eftir lestinni á King's Cross lestarstöðinni, sagðist þó vera svolítið óöruggur. Hann fylgdist betur með fólki sem væri í lest- inni til að sjá hvað það væru að gera. ■ Djöfulleg breyting fyrir gamla fólki› SAMGÖNGUR „Þetta er djöfulleg breyting fyrir gamla fólkið,“ segir Eggert Magnússon, íbúi í Árbæ, um breytt leiðakerfi Strætó bs. Eggert beið eftir strætisvagni í Rofabæ þegar Fréttablaðið hitti hann. Hann er níræður og segist vera algjörlega háður strætisvögn- unum til að komast leiðar sinnar. „Þetta nýja kerfi er svo margfalt verra heldur en það sem var áður, sérstaklega fyrir gamla fólkið,“ segir hann. Samkvæmt gamla leiðarkerfinu voru vagnar 10 og 11 hringleiðir um Árbæjarhverfi sem tengdu saman Selás og Breiðholt og enduðu á Hlemmi. Leið 110 tók Selásbrautina, Rofabæ, Bæjarháls, Ártúnsholt, Miklubraut, Hringbraut, Háskólann og endaði á Lækjartorgi. Með nýja kerfinu voru þessar leiðir lagðar niður en í staðinn kom leið 25 sem fer um Rofabæ í Norðlingaholt og leið 5 sem fer frá Selási um Bæjar- háls niður Vesturlandsveg, Miklu- braut, Hringbraut niður í Lækjargötu og þaðan upp á Hlemm. „Áður gat ég tekið vagninn í Ár- tún og þaðan gengu vagnar í allar áttir,“ segir Eggert. „Nú þarf ég að fara á skiptistöð, þar sem ég þarf að klifra þrjá stiga til að komast í vagninn niður í bæ. Ég sé ekki hvernig gamla fólkið og aðrir sem eru með skerta hreyfigetu eiga að komast þetta, sérstaklega eftir að fer að snjóa og svell sest í stigana. Ég kemst til að mynda ekki niður á Landspítala né í Skeifuna lengur.“ Á næstu biðstöð í Rofabænum beið Aðalsteinn Guðmundsson. Hann er líka óánægður með nýja leiðakerfið. „Ég er búinn að bíða hér í kort- er,“ segir hann. „Ég hefði heldur átt að labba þetta. Það var að öllu leyti miklu þægilegra að hafa gamla kerfið, bæði styttra á biðstöðina og svo þurfti ég ekki að ganga eins langt til að komast í vinnu og úr. Það finnst öllum í mínum kunningjahópi þetta alveg fáránlegar breytingar því við notum ekki strætó nema af því að við þurfum þess.“ jss@frettabladid.is Árásin í London: Heimatilbúnar sprengjur NEW YORK, AP Þeir sem stóðu að sjálfsmorðssprengingunum í London fyrir fjórum vikum notuð- ust við heimatilbúið sprengiefni, eftir því sem lögreglan í New York-borg segir. Lögreglustjórinn í New York sagði þetta á fundi í gær með háttsettum aðilum í við- skiptalífinu. Þar kom fram að í fyrstu hefði verið talið að sprengi- efnin sem notast var við hefðu verið svipuð þeim sem notuð eru í hernum. „Það er líklegra að þess- ir hryðjuverkamenn hafi farið í byggingavöruverslun eða apó- tek,“ sagði lögreglustjórinn. Einnig kom fram að sprengj- urnar hefðu verið fluttar í drykkj- arkæli frá Leeds til London og að farsímar hefðu líklega verið not- aðir til að virkja sprengjurnar. ■ Danmörk: fi‡skir fer›a- menn drukkna DANMÖRK, AP Tveir þýskir ferða- menn drukknuðu í gær, eftir að fimm meðlimir sömu fjölskyldu lentu í erfiðleikum vegna undir- öldu þar sem þeir voru að synda í Norðursjónum við strendur Jót- lands. Móðirin í fjölskyldunni er enn í lífshættu á sjúkrahúsi en tvö börn hennar, 10 og 16 ára, lifðu einnig af. Hin látnu eru sögð vera fjölskyldufaðirinn og amman en nöfn þeirra hafa ekki verið gefin upp. Slysið átti sér stað í Nymindegab, sem er 230 kíló- metrum vestan við Kaupmanna- höfn. ■ Alltaf hagstætt www.ob.is 14 stöðvar! SPURNING DAGSINS Magnús Tumi, skiptir stær›in máli? „Stundum og stundum ekki.“ Magnús Tumi Guðmundsson er formaður Jökla- rannsóknafélags Íslands. Í gær var tilkynnt að Hvannadalshnúkur er 2.110 metrar á hæð en ekki 2.119 eins og talið var. LÖGREGLUFRÉTTIR SAMGÖNGUR Lúðvík Bergvinsson, forseti bæjarstjórnar Vestmanna- eyjabæjar, útilokar ekki að bær- inn bjóði í rekstur Vestmanna- eyjaferju. Enn hafa þó engar ákvarðanir verið teknar í þeim efnum að hans sögn en málið verður skoðað. Vegagerðin hefur boðið út rekstur ferjunnar árin 2006 til 2010 og gerir ráð fyrir að ferð- um verði fjölgað í þrettán á viku milli lands og Eyja. Núgildandi sumaráætl- un gerir ráð fyrir þrettán ferðum á viku en færri ferðir hafa verið farnar yfir vetrartímann. „Verið er að auka og bæta samgöngur til Vestmanna- eyja og við erum ánægð með það,“ segir Lúðvík en árleg- um ferðum verður fjölgað úr 660 til 670 á ári í rúmlega sjö hund- ruð. „Þetta er skref í rétta átt,“ segir hann. Samskip hafa séð um rekst- ur Herjólfs síðastliðin ár og ætla að skila inn tilboði fyrir áfram- haldandi rekstur, að sögn Önnu Guðnýjar Aradóttur, markaðs- stjóra Samskipa. „Við erum mjög ánægð með hvernig tekist hefur til með reksturinn og höfum átt gott samstarf við Vestmannaeyinga,“ segir hún. - ht Vestmannaeyingar vilja fjölga ferðum Herjólfs: Bærinn gæti bo›i› í reksturinn HERJÓLFUR Samskip hafa séð um rekstur ferjunnar undanfarin ár og sækjast eftir að gera það áfram. Forsvarsmenn Vestmannaeyjabæjar hafa ekki ákveðið hvort boðið verði í reksturinn. Geimferjan Discovery: Frekari vi›ger›- ir ekki nau›syn HOUSTON, AP Ákveðið hefur verið að ekki sé nauðsynlegt að fara út í enn eina geimgönguna til að gera við hitateppi, undir glugga flugstjórnanda geimferjunnar Discovery, sem rifnaði þegar flauginni var skotið frá jörðu. Sérfræðingar NASA tilkynntu áhöfn geimferjunnar þetta í gær. Á miðvikudag var tækifærið notað til að kanna hvort hitatepp- ið krefðist viðgerða þegar gert var við hitahlíf undir geim- ferjunni og voru myndir af skemmdunum sendar til jarðar. „Við höfum góðar fréttir,“ sagði stjórnstöðin í Houston, þegar sérfræðingar NASA voru búnir að kanna myndirnar í þaula. „Þetta verður ekkert vandamál.“ Áhöfin um borð fagnaði þessum fréttum, en áætlað er að geimferjan snúi aftur til jarðar snemma á mánu- dagsmorgun. ■ VOPNAÐIR LÖGREGLUMENN Í LONDON Fjöldi vopnaðra lögreglumanna vaktaði helstu lestarstöðvar Lundúna í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Ellilífeyrisflegi í Árbæ segir a› me› n‡ju lei›akerfi Strætó bs. sé í raun búi› a› gera mörgum ófært a› taka strætisvagn fla›an og ni›ur í bæ. Hann segir fletta einkum bitna á gamla fólkinu og fólki me› skerta hreyfigetu. SKIPTISTÖÐIN Klífa þarf brattar tröppur til að komast á skiptistöðina við Vesturlandsveg. EGGERT MAGNÚSSON „Það er búið að gera þessar leiðir úr Árbænum ófærar fyrir marga.“ AÐALSTEINN GUÐMUNDSSON „Það finnst öllum fáránlegt að þurfa nú að labba meira og bíða lengur.“ SJÚKRAFLUG SJÓMAÐUR DATT ÚR STIGA Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, sótti slasaðan mann um borð í togarann Akureyrina í fyrra- kvöld, þar sem skipið var við veiðar á Halamiðum, 50 sjómílur norðvestur af Ísafirði. Eftir að læknir hafði fengið nánari upp- lýsingar um ástand mannsins, sem datt úr stiga, var ákveðið að sækja hann með þyrlu og var hann fluttur á Landspítala - há- skólasjúkrahús. ÓHULTIR EFTIR BÍLVELTU Enginn slasaðist þegar bíll valt seinni- partinn í gær á Vatnsfjarðarnesi í Ísafjarðardjúpi. Tveir voru í bíln- um og voru þeir báðir fluttir á sjúkrahús á Ísafirði, en fengu að fara heim eftir læknisskoðun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.