Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 22
Mig rak í rogastans þegar ég las grein í Fréttblaðinu föstudaginn 29. júní sl. undir fyrirsögninni „Er Garðasókn í gíslingu?“. Ég varð kjaftstopp. Þvílíkar og aðrar eins rangfærslur hefi ég aldrei áður séð. Hvernig hægt er að setja svona pistil saman er fjarri mínum skilningi. Áður hafa ýms- ar greinar birst frá svokölluðum stuðningsmönnum sr. Hans Mark- úsar Hafsteinssonar, sóknar- prests í Garðasókn, og eru með endemum, en þessi síðasta slær öll met. Þetta er allt ein sorgarsaga. Í umræðu stuðningsmanna sr. Hans Markúsar Hafsteinssonar er sannleikanum snúið við. Staðreynd málsins er sú að það var sóknar- presturinn, sr. Hans Markús Haf- steinsson, sem kærði samstarfs- fólk sitt og það var hann, sem krafðist þess að djákninn yrði rek- inn þegar djákninn kallaði á hjálp og bað sóknarnefndina um aðstoð, eftir að sóknarpresturinn hafði ít- rekað hindrað djáknann í störfum sínum og gripið fram fyrir hend- urnar á djáknanum. Sóknarnefnd, prófastur Kjalarnesprófastsdæm- is og Biskup Íslands hafa allir ít- rekað reynt sættir, sem sr. Hans Markús Hafsteinsson hefur í hvert sinn hafnað. Allir aðilar, sem að málinu hafa komið, hafa komist að sömu niðurstöðu, sem er að vandinn liggi hjá sr. Hans Markúsi Haf- steinssyni. Hann virðist ekki sjá galla í eigin ranni. Allir sem hafa komið að málinu, eru sammála því að eina lausn málsins sé sú að sr. Hans Markús Hafsteinsson verði færður til í starfi. Ef um einelti er að ræða þá er það einelti af hálfu sr. Hans Markúsar Hafsteinsson- ar á hendur samstarfsfóki sínu. Það er hreint með ólíkindum hvernig sannleikanum er snúið við í þessu máli öllu. Hafi allir skömm af, sem með framferði sínu eru að kljúfa Garðasöfnuð í herðar niður og eyðileggja safn- aðarstarfið með slíku framferði. Þessu máli öllu hefði verið hægt að ljúka fyrir löngu síðan, ef um eðlilegt samstarf og samvinnu úr hendi sóknarprestsins hefði verið að ræða. Það kann ekki góðri lukku að stýra að setja ávallt eigin hags- muni í forgang og koma ekki auga á galla í eigin fari og slá stöðugt á útrétta sáttarhönd. Ég ítreka það og fullyrði, í ljósi þess að ég þekki málið frá fyrstu hendi, að allir, sem að málinu komu, vildu sættir og að því yrði lokið á eðlilegan hátt. Sóknarpresturinn sr. Hans Markús Hafsteinsson neitaði öll- um sáttum og handleiðslu og kærði samstarfsfólk sitt. Það var sr. Hans Markús Hafsteinsson, sem kærði samstarfsfólk sitt til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar þegar Biskup Íslands var að vinna að lausn málsins og hafði boðið honum tilfærslu í starfi. Það var sr. Hans Markús Hafsteinsson, sem kærði málið áfram til áfrýj- unarnefndar þjóðkirkjunnar þeg- ar úrskurðarnefndin hafði komist að þeirri niðurstöðu að leggja til við Biskup Íslands, að sr. Hans Markús Hafsteinsson yrði færður til í starfi. Þegar áfrýjunarnefnd þjóðkirkunnar kvað upp sinn úr- skurð um að sr. Hans Markús Haf- steinsson skyldi færður til í starfi, þá neitar hann enn og kær- ir málið nú til íslenskra dómstóla. Mér er það gjörsamlega hulin ráðgáta hvernig sr. Hans Markús Hafsteinsson ætlar að starfa, sem sóknarprestur, áfram í Garða- sókn, eftir allt það sem á undan hefur gengið. Ástæðan fyrir að aðalsafnaðarfundur var ekki hald- inn í mars var, að í samráði við Biskup var ákveðið að ljúka til- færslu sr. Hans Markúsar Haf- steinssonar og ljúka öllu því máli áður en fundurinn yrði haldinn. Það var ekkert verið að fela. Það er engum haldið í gíslingu. Það er ekki um neina geðþóttaákvörðun að ræða. Allt er unnið samkvæmt réttum lands og kirkjulögum og langlundargeð sóknarnefndar og allra aðila sem að málinu koma hefur verið teygt til hins ýtrasta. Svo svarið við spurningunni „Er Garðasókn í gíslingu?“ er jú ef til vill en ekki af þeim sem greinar- höfundar gefa í skyn heldur sr. Hans Markúsi Hafsteinssyni og stöku stuðningsmanni hans, sem eru á villigötum. Höfundur er gjaldkeri sóknarnefndar. 5. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR22 HELGI K. HJÁLMSSON SKRIFAR UM DEILUR Í GARÐASÓKN Orku- og vatnsöflun auk veitu- starfsemi er og verður grunn- starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Í því felst öflun raforku, heits og kalds vatns til heimila og fyrirtækja. En undir veituhlutann fellur lagning og rekstur vatns- og rafmagnslagna, gagnaveitu og á næstunni fráveitu. Það er stefna OR eins og margoft hefur komið fram að tryggja eigendum sínum, það er almenningi á eigendasvæði sínu, þjónustu fyrirtækisins á sem hagkvæmustu verði. Orkuveita Reykjavíkur er í al- mannaeigu, Reykjavíkurborg á 93,539%, Akranesbær 5,525%, Borgarbyggð 0,761% og Borgar- fjarðarsveit 0,172%. Engar fyrir- ætlanir eru um að einkavæða fyr- irtækið. Gagnaveita er í nútíma- þjóðfélagi ein af grunnveitum samfélaga og ætti því að vera í al- mannaeigu. Aðgangur að hag- kvæmri gagnaveitu er samfélagi nútímans mjög nauðsynlegur og getur skipt sköpum um sam- keppnishæfni einstaklinga, fyrir- tækja og þjóða. Framkvæmdarlega og rekstr- arlega fer rekstur gagnaveitu mjög vel saman við aðra veitu- starfsemi, mikil samlegðaráhrif eru af lagningu ljósleiðara sam- fara öðrum veitulögnum hvort sem um er að ræða nýlagnir eða lagnir vegna viðhalds. Rekstur rafmagnslagna og ljósleiðara er heldur ekki svo ólíkur, annars vegar fer um leiðslurnar rafmagn og hinsvegar upplýsingar. Rétt eins og OR selur ekki eldavélar og þurrkara mun OR ekki selja efni inn á ljósleiðarann, heldur selja smásöluaðilum að- gang að kerfinu, síma og netfyrir- tækjum, sjónvarpsstöðvum og hverjum þeim öðrum sem vilja selja þjónustu sína í gegnum ljós- leiðara. Ef menn eru á annað borð á því að gagnaveita samræmist starfs- sviði OR, vaknar spurningin um það hvort ljósleiðari sé heppileg- asta form slíkrar gagnaveitu. Vís- indum fleygir fram og einhverjir kunna að óttast að tæknin úreldist fljótt. Ljósleiðari hefur gríðarlega flutningsgetu auk þess sem upp- lýsingar berast þar á hraða ljóss- ins og hraði ljóssins er mesti hraði sem við þekkjum. Þörfin fyrir bandbreidd er sívaxandi og til dæmis er reiknað með að hvert heimili fái 100 MB tengingu með ljósleiðara Orkuveitunnar. Eina fyrirtækið á Íslandi annað en OR sem hefur lagt út í lagningu ljósleiðara í verulegum mæli er Síminn. Eins og allur almenningur veit er Síminn á flestum ef ekki öllum sviðum í samkeppni við þá smásöluaðila sem hugsanlega vildu kaupa sig inn á gagnaveitu um ljósleiðara. Síminn rekur símaþjónustu, Síminn rekur inter- netþjónustu, Síminn rekur breið- bandið og Síminn á stóran hlut í Skjá einum. Af þessum sökum finnst mér ljóst að OR sé mun betur til þess fallin en Síminn að reka grunnnet sem allir hafa jafnan aðgang að og viðskiptavinir geta treyst. Nú liggur það fyrir að búið er að selja Símann með öllum grunnkerf- um fyrir 66,7 milljarða króna og er fyrirtækið eftir það einkarekið fyrirtæki. Eigendurnir þurfa að fá arð af þessari miklu fjárbindingu sinni og því má búast við að arð- semiskrafa af gagnaveitu þeirra verði hærri en hjá fyrirtæki sem er í eigu almennings. OR hefur sýnt það og sannað með lágu verði á rafmagni og heitu og köldu vatni til almennings að fyrirtækið tekur þá stefnu sína mjög alvarlega að selja á sem hag- stæðustum kjörum til almennings. Verð á þessari þjónustu er eitt það lægsta sem gerist í heiminum á þjónustusvæði OR. Það sama verður ekki sagt um símakostnað, sérstaklega ekki þegar Landssím- inn sat einn að framboði á þeirri þjónustu. Þess ber þó að geta að við eigum alveg eftir að sjá hvern- ig nýir eigendur Símans munu standa sig í þessum efnum og vona ég svo sannalega að von sé á verð- lækkunum á þjónustu Símans. Gagnrýnisraddir hafa verið uppi um að óhagkvæmt sé að bæði þessi fyrirtæki standi í lagningu ljósleiðara. Auðvitað má halda því fram um alla skapaða hluti að hag- kvæmast sé að samnýta allt. Hafa bara eitt af öllu, eitt flugfélag, eitt skipafélag, eitt dagblað, einn flokk og einn ljósleiðara. Slíkar hug- myndir hafa þó fram til þessa verið á hröðu undanhaldi. Mér er því ekki ljóst hvaðan þessi ótti við sam- keppni á þessu sviði er sprottinn. Ég tel OR mjög vel í stakk búna að mæta ljósleiðarasamkeppni frá Símanum og að þeir sem vilja selja þjónustu sína í gegnum ljós- leiðara muni líta hýru auga til OR sem ekki er í samkeppni við við- skiptavini sína í smásölu líkt og Síminn er. OR á í dag ljósleiðaragrunnnet í borginni sem nýtist stærri fyrir- tækjum, stjórnsýslustofnunum, heilbrigðis- og menntastofnunum í borginni og reyndar í öðrum sveitarfélögum líka. Þar sem ljós- leiðari OR hefur staðið til boða hefur verð á gagnaflutningi til fyrirtækja og stofnana lækkað verulega og er margfalt ódýrari í dag en hann var fyrir tilkomu ljósleiðara OR. Þá er engin spurn- ing að tilkoma ódýrari leiðar til mikilla gagnaflutninga hefur hraðað allri framþróun á þjónustu eins og hýsingu, sjálfsafgreiðslu yfir internetið ofl. Jafnframt hefur OR lagt ljósleiðara í ný- byggingarhverfi borgarinnar og gert samninga við Seltjarnarnes- bæ og Akranesbæ um lagningu ljósleiðara í þeim bæjarfélögum. Nú í haust verður svo Fossvogur- inn ljósleiðaravæddur og munu önnur eldri íbúahverfi borgarinn- ar fylgja í kjölfarið. ■ Heppileg samkeppni SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR VARAFORMAÐUR STJÓRNAR OR UMRÆÐAN LJÓSLEIÐARA- VÆÐING M IX A • fí t • 5 0 8 1 5 Grímsævintýri Hátíð í Grímsnes- og Grafningshreppi laugardaginn 6. ágúst Hátíð á Borg hefst kl. 13.00 – aðgangur ókeypis. Uppsveitarvíkingurinn 2005 Sterkustu menn landsins takast á. Tombóla, hoppukastali og útimarkaður með handverki, grænmeti o.fl. „Matur og menning“ í Þrastalundi. Tveggja rétta helgartilboð í tilefni Grímsævintýris. Myndlist og tónlist á laugardagskvöldi. Ferðaþjónustan á Minniborg er með kynningu á fyrsta Skógarþorpinu – spennandi viðbót við gistimöguleika í Grímsnesi. Allir velkomnir á staðinn kl. 14.00-18.00 Kaffi, heimabakaðar kökur og myndlistarsýning sveitunga á Gömlu Borg. Írafossvirkjun Opið hús frá kl. 10.00-12.00. Gestum boðið að skoða virkjunina undir leiðsögn starfsmanna. Ljósafosstöð „Ár og kýr“ Jóns Eiríkssonar komnar suður. 365 kúamyndir sem hlotið hafa verðskuldaða athygli. „Oft er í holti heyrandi nær“ Ljósmyndasýning Guðmundar frá Efri-Brú. Mér er fla› gjörsamlega hulin rá›gáta hvernig sr. Hans Markús Hafsteinsson ætlar a› starfa, sem sóknar- prestur, áfram í Gar›asókn, eftir allt fla› sem á undan hefur gengi›. Rangfærslur í skrifum um prestamál Gar›asóknar Spurning ítreku› Arna Schram, formaður Blaða- mannafélags Íslands, fer þá bil- legu leið í svari við spurningu minni hér í Fréttablaðinu að láta eins og spurningin hafi snúist um nafn- og myndbirtingar í fjöl- miðlum. Og það þótt ég hafi tekið sérstaklega fram að spurningin snerist EKKI um það. Spurningin snerist einfaldlega um hvort það væri skoðun formannsins að úr- skurðir og/eða álit einhverra „þar til bærra yfirvalda“ ættu að hafa áhrif á hvernig blaðamenn haga störfum sínum. Því hún hafði í að minnsta kosti tvígang tekið svo til orða. Fyrst þegar hún sagði að fjöl- miðlar ættu ekki að birta nöfn sak- aðra manna fyrr en „þar til bær yfirvöld“ væru búin að segja sína skoðun á því hvort þeir væru sekir eða ekki. Og síðan er hún sagði það „ekki við hæfi“ að hún segði skoðun sína á álitamáli varðandi störf blaðamanna fyrst málið væri – að sögn – komið í hendur „þar til bærra dómsvalda“. Mér finnst einfaldlega brýnt að frétta um skoðun formanns Blaða- mannafélagsins á þessu mikils- verða atriði. Fyrst svar fékkst ekki ítreka ég spurninguna. ■ ILLUGI JÖKULSSON ÚTVARPSSTJÓRI TALSTÖÐVARINNAR UMRÆÐAN FJÖLMIÐLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.