Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 50
5. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR
Landslagið væri lít-
ils virði ef það héti
ekki neitt sagði
skáldið. Mér fannst
lítið til í þessu hér í
eina tíð, það var
mér nóg að horfa
út um bílgluggann
og horfa á fjöllin úr
fjarlægð og dást að firnindunum,
stöku sinnum leggjast í mosató.
En svo fór ég í mína fyrstu fjall-
göngu og þá varð ekki aftur snúið.
Ekki dugði að vita að ég hefði geng-
ið á eitthvert fjall fyrir norðan. Nei,
nafnið á fjallinu var nauðsynlegt að
þekkja. Eftir því sem fleiri fjöll
hafa verið gengin hefur örnefna-
þekking aukist. Fyrst þótti mér nóg
að vita nafnið á fjallinu sem var
undir fót. Nú þykir mér ferðin ekki
fullkomnuð nema gott kort sé með í
för til að hægt sé að átta sig á því er
við blasir á tindinum.
Ekki spillir fyrir að betri helm-
ingurinn er mikill kortafíkill, les
kort eins og aðrir lesa spennusögur
og því góður leiðsögumaður um
leyndardóma landsins. Það má með
sanni segja að mikið vatn sé runnið
til sjávar síðan móðir mín reyndi að
benda mér á helstu kennileiti á
ferðalögum um landið en fékk eng-
ar undirtektir frá dóttur sinni, sem
var annaðhvort sofandi eða of
niðursokkin í gæðabókmenntir á
borð við Ísfólkið til að meðtaka upp-
lýsingarnar.
Á síðasta ferðalagi fjölskyldunn-
ar um fjallabak var landið að sjálf-
sögðu skoðað með hjálp korta og ör-
nefni fest við fjöll. Gjátindur leit þá
svona út, Uxatindar blöstu við og
yfir öllu gnæfði Sveinstindur. Ekki
var hægt að sleppa því að ganga á
hann, enda ekki ský á himni. Útsýn-
ið sem við blasti var frábært og al-
deilis hægt að stúdera landið, jökla,
tinda og vötn. Í dagslok var svo
slegið upp tjöldum við Langasjó, við
vorum ein í heiminum.
Stöku steinn hrundi að vísu niður
úr Sveinstindi. Verk trölla héldum
við, þar til fréttir af jarðhræringum
á þessum slóðum bárust nokkrum
dögum síðar. Og þá var aldeilis
gaman að hlusta á Ómar Ragnars-
son flytja fréttir frá rótum
Sveinstinds og geta sagt, sjáið tind-
inn, þarna fór ég. ■
STUÐ MILLI STRÍÐA
SIGRÍÐUR B. TÓMASDÓTTIR TEKUR LANDAKORT MEÐ Í FERÐALAGIÐ.
Sjáið tindinnNýjasta æðið!
Engin trygging nauðsynleg
– flokkast sem reiðhjól.
Notist á gangstéttum.
Engin aldurstakmörk
Munið eftir
hjálmunum!
Salan er hafin!
Sími: 869 0898
Scooterhjól með mótor
í fyrsta sinn á Íslandi!
Baugur kaupir í Köben
Danir ánægðir með
íslensku innrásina
Eftir Patrick McDonnell
■ PONDUS
■ GELGJAN
■ KJÖLTURAKKAR
■ BARNALÁN
■ PÚ OG PA Eftir SÖB
Eftir Kirkman/Scott
Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
Eftir Frode Överli
Skattaðu!Bíí bíí bííí
Boppa díí dú bopp bí dittí dittí
wah wah
Hæ,
Pondus! Hver ert þú?
Já, það er nú
orðið langt
síðan síðast!
Hver ert þú?
Hver ert þú?
Hver ert þú?
Hver ert þú?
Mjög langt
síðan, já!
Langt
síðan....
Hver ert þú?
Hver ert þú?
Hver ert þú?
Hver ert þú?
Hann hlýtur að
hafa haldið að
ég væri eitthvað
sljór! Ég átti að
skila kveðju frá
honum!
Til mín?
Kannski!
Hver veit?
Viltu fá
íþróttasíð-
urnar?
Neih.....ég ætla bara
að tékka á tölvu-
póstinum mínum.
Síðan hvenær hafa þeir
borið út tölvupóstinn á
sunnudögum?
M
YN
D
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N