Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 48
5. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR > Við hlökkum til ... ... að sjá úrslitaleik Vals og Fram í bikarkeppninni en þessi fornu stórveldi munu mætast í síðasta leik tímabilsins þar sem allt verður undir. Staða liðanna í deildinni er þó mjög ólík þar sem Valsmenn eru þeir einu sem eiga raunhæfa möguleika á titlinum fyrir utan FH en Fram berst við botn deildarinnar. Fylgst með Bjarna Útsendarar frá norska úrvalsdeildarliðinu Odd Grenland voru viðstaddir leik Vals og Fylkis í gær en þeir voru þangað komnir til að fylgjast með Bjarna Ólafi Eiríkssyni, bakverði hjá Val, sem hefur verið með betri mönnum mótsins í sumar. Hann hefur einnig verið valinn í landsliðið í tvígang og kemur áhuginn því ekki á óvart. sport@frettabladid.is 28 > Við hrósum ... .... Garðari Gunnlaugssyni sem í gær skoraði sitt áttunda mark í bikarkeppninni í fjórum leikjum fyrir Valsmenn. Garðar hefur verið með eindæmum markheppinn en hann skoraði tvö mörk í gær, rétt eins og í síðustu viku er Valur mætti Fylki í Landsbankadeildinni. Gar›ar Gunnlaugsson var hetja Valsmanna er hann skora›i bæ›i mörk li›sins gegn Fylki í gær í undanúrslitum Visa-bikarkeppninnar. Hann hefur nú skora› átta mörk í keppninni. Garðar skaut Valsmönnum áfram VALUR–FYLKIR 2–0 1–0 Garðar Gunnlagusson 3. 2–0 Garðar Gunnlaugsson 80. FÓTBOLTI Garðar Gunnlaugsson skaut Valsmönnum í bikarúrslita- leikinn með því að skora bæði mörkin í 2-0 sigri á Fylkismönn- um. Garðar hefur svo sannarlega verið á skotskónum í keppninni. „Þetta virðist vera mín keppni. Það hefur alltaf gengið vel hjá mér að skora í bikarleikjum undanfarin ár. Með Skaganum var það yfirleitt bara í bikarleikjum sem ég skoraði. Nú er það bara að skora líka í úrslitaleiknum, það þýðir ekkert annað en að skora í hverri umferð,“ sagði Garðar Gunnlaugsson, hetja Valsmanna, eftir 2-0 sigurinn á Fylki í undan- úrslitum VISA-bikarsins í gær. Garðar hefur svo sannarlega verið á skotskónum í bikarkeppn- inni þetta sumarið og skorað í öll- um leikjum Vals í keppninni. Hann er kominn með átta bikar- mörk en auk þeirra hefur hann skorað fimm mörk í Landsbanka- deildinni. Leikurinn í gær var aðeins þriggja mínútna gamall þegar Valsmenn tóku forystuna á Laugardalsvelli en þá var Garðar réttur maður á réttum stað og skoraði eftir sendingu Bjarna Ólafs Eiríkssonar. Fylkismenn komust nálægt því að jafna þegar skot frá Björgólfi Takefusa úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig hafnaði í stönginni á 26. mínútu. Þeir sýndu fína spilamennsku á köflum en gekk ekki að skapa sér opin marktækifæri og Valsmenn fóru með forystu í leikhléinu. Eftir því sem mínúturnar liðu urðu Fylkismenn meira og meira pirraðir. Þeim fannst dómgæsla Garðars Hinrikssonar halla á sig og bekkurinn hjá þeim fékk að líta gult spjald. Daninn Christian Christiansen kom inn á 55.mínútu og það tók hann aðeins tíu mínút- ur að fá tvö gul spjöld og verða sendur í sturtu og því ljóst að lokakaflinn yrði erfiður fyrir Fylki. Eyjólfur Héðinsson átti frá- bært langskot á 70. mínútu sem fór hárfínt framhjá en lengra komst Fylkir ekki. Valsmenn léku vel, með Sigurbjörn Hreiðarsson og Garðar sem bestu menn. Sá síðarnefndi átti skot í stöngina rétt áður en hann bætti öðru marki við tíu mínútum fyrir leiks- lok. „Mér fannst Fylkismenn vera yfirspenntir í leiknum, þetta er í þriðja sinn sem við vinnum þá í sumar og það fór illa í þá. Það er frábært að vera kominn í bikar- úrslitin, það er stærsti leikur árs- ins og frábært að taka þátt í honum,“ sagði Garðar, sem er ákveðinn í að skora í sjálfum úr- slitaleiknum gegn Fram, sem verður lokaleikur sumarsins. Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, neitaði blaðmanni Frétta- blaðsins um viðtal eftir leikinn og strunsaði inn í búningsklefa. Maður leiksins: Garðar Gunnlaugsson, Val. elvar@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 2 3 4 5 6 7 8 Föstudagur ÁGÚST ■ ■ LEIKIR  19.00 Haukar taka á móti Fjölni á Ásvöllum í Hafnarfirði í 1. deild karla. ■ ■ SJÓNVARP  16.50 HM íslenska hestsins á RÚV.  19.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  19.30 Mótorsport 2005 á Sýn.  20.00 Motorworld á Sýn.  20.30 World Supercross á Sýn.  21.30 World Poker Tour 2 á Sýn.  23.00 K-1 á Sýn.  23.05 HM íslenska hestsins á RÚV. Guðjón Þórðarson undirbýr lið Notts County nú af kappi fyrir átökin í annarri deildinni ensku í knattspyrnu, en liðinu hefur gengið vel í æfingaleikjunum. „Ég er sáttur með frammistöðu okkar til þessa. Auðvitað er alltaf hægt að gera betur en ég get ekki gert kröfu um betri spilamennsku en þá sem við höfum sýnt til þessa.“ Vörnin hefur verið sterk í leikj- unum og segir Guðjón það vera mikilvægast af öllu að halda hreinu í leikjunum. „Ég myndi vilja vinna 1-0 í hverri viku ef það væri hægt. Það gefur liðinu mikið sjálfs- traust að fá ekki á sig mark og ég lít á það sem grundvöll fyrir stöðugri frammistöðu að halda markinu hreinu. Ég er ekki í nokkrum vafa um að við munum berjast um að komast upp um deild, ef leikmenn halda áfram að leggja sig fram eins og þeir hafa gert á æfingum að undanförnu.“ Kevin Pilkington, fyrrverandi mark- vörður Manchester United sem gekk til liðs við Notts County fyrir skömmu, verður örugglega einn af lykilmönnum liðsins, en Guðjón segir hann vera virkilega góðan markmann sem efli sjálfstraust varnar- manna liðsins. „Pilkington er markmaður sem hefur mikla reynslu og getu til þess að standa sig vel á komandi tímabili. Hann hefur verið frábær á undirbúningstíma- bilinu og ég efast ekki um hann verði einn af lykilmönnum liðsins á leiktíðinni sem hefst von bráðar.“ Emmet Friars, norður-írski U-21 lands- liðsmaðurinn sem gekk til liðs við Notts County á síðustu leiktíð, segir Guðjón vera virkilega góðan stjórnanda sem eigi eftir ná góðum árangri með liðið. „Undirbúningstímabilið hefur verið rosalega erfitt. Við erum búnir að vera mikið í líkamlegum æfingum og það er nauðsynlegt til þess að geta þolað leikjaálagið á tímabilinu betur.“ Guðjón skipaði nýlega Frakkann Julien Baudet fyrirliða Notts County en hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins í æfingaleikjunum. KEPPNISTÍMABILIÐ AÐ HEFJAST HJÁ NOTTS COUNTY: GUÐJÓN ÞÓRÐARSON BJARTSÝNN A›alatri›i› a› halda markinu hreinu SKÓLAVÖRÐUSTIG 2 Íslenska U-16 landsliðið: Tap fyrir Slóvenum KÖRFUBOLTI Íslenska körfubolta- landsliðið skipað leikmönnum 16 ára og yngri tapaði í gær fyrir Slóvenum í síðasta leik milliriðla- keppninnar. Leikar stóðu jafnir í hálfleik en íslenska liðið skoraði svo aðeins þrjú stig gegn 25 stigum Slóvena í þriðja leikhluta sem reyndist of dýrkeypt. Loka- tölur voru 68–50. Liðið mætir á morgun Belgum í hreinum úrslitaleik um hvort liðið haldi sæti sínu í A-deild Evrópukeppn- innar. - esá HETJA VALSMANNA Garðar Gunnlaugsson skoraði bæði mörk Vals í gær og var hetja liðsins er það tryggði sér sæti í úrslitum bikarkeppninnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.