Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 49
FÖSTUDAGUR 5. ágúst 2005 Í gær keypti Everton Phil Neville fráManchester United fyrir þrjár og hálfa milljón punda. Þessi 28 ára leikmaður hefur allan sinn feril verið í herbúðum United. Reynsla Phil gæti komið að góðum notum í Meistaradeild Evrópu þar sem spænska liðið Villarreal er fyrsta hindrun Everton. Phil getur spilað sem vinstri eða hægri bakvörður og einnig á miðjunni en Moyes hyggst helst nota hann í síðastnefndu stöð- unni. Phil lék 389 leiki fyrir Man- chester United og var þá reglulega í enska landsliðinu. Ítalski leikmaðurinn FrancescoCoco er þessa stundina í samn- ingaviðræðum við Newcastle. Coco er 28 ára og hefur verið í herbúðum Inter Milan en félagið hefur gefið honum leyfi til viðræðna við New- castle, enda er hann ekki í framtíð- aráætlunum þess. Knattspyrnustjór- inn Graeme Souness er ekki alveg fullkomlega sáttur við þá vinstri bak- verði sem hann hefur í sínu liði og má reikna með að hann hyggist nota Coco í þá stöðu. Keppni í ensku 1. deildinni hefstum helgina og á Stoke City fyrsta leik sinn gegn Sheffield Wednesday á morgun. Í gær fékk liðið góðan liðsstyrk þegar Luke Chadwick kom til þess á lánssamn- ingi út árið. Þessi 24 ára miðvallar- leikmaður kemur frá West Ham, nýlið- unum í úrvalsdeild- inni, en hann missti sæti sitt í byrjunar- liði Hamranna undir lok síðustu leiktíðar. Hann lék þó 32 leiki fyrir félagið síðasta tímabil en flestir muna eftir því þegar hann var í herbúðum Manchester United og var talinn einn efnilegasti leikmaður félagsins. Nánast er fullfrágengið að portú-galski miðjumaðurinn Luis Figo skrifi undir tveggja ára samning við ítalska liðið Inter Milan frá spænsku risunum í Real Madrid. Hann yfirgaf æfingabúðir Real í Austurríki og flaug til Mílanó til að binda endahnútinn á skipti sín. Um tíma leit allt út fyrir að Figo væri að ganga í raðir Evr- ópumeistara Liverpool en hann verður þriðji leikmaðurinn sem kemur til Inter frá Real Madrid í sumar. Hinir tveir eru Santiago Sol- ari og Walter Samuel. Í dag leikur U17-landslið Íslandssinn síðasta leik í A-riðli Norður- landamótsins þegar það mætir Nor- egi á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði en leikurinn hefst klukkan 14.40. Þetta er leikur um hvort liðið hafnar á botni riðilsins en bæði Ísland og Noregur eru án stiga eftir tvær um- ferðir af þremur. Ísland tapaði 4-0 fyrir Danmörku á þriðjudag og svo 2-0 fyrir Írlandi á miðvikudag. Þau tvö lið mætast í hinum leik riðilsins á Kópavogsvelli í dag. Franski miðjumaðurinn ZinedineZidane segist vera fullviss um að landi sinn, varnarmaðurinn Lilian Thuram, muni ákveða að spila á ný fyrir landsliðið. Zidane og Claude Makelele tilkynntu í vikunni að þeir hefðu ákveðið að taka landsliðsskóna fram á ný og leika fyrir Frakkland. Zid- ane segist ekki vera í nokkrum vafa um að bakvörðurinn Thuram feti í þeirra fótspor en hann er næstleikjahæsti landsliðsmaður Frakklands með 103 leiki. Frakkar eru í fjórða sæti síns riðils í undan- keppni HM og nú skal blása í her- lúðra enda er stefnan sett á að halda til Þýskalands á næsta ári. Síðar í þessum mánuði missir ÍAtvo af sínum helstu leikmönnum er þeir halda út til náms í Bandaríkj- unum. Þetta eru markvörðurinn Bjarki Guðmundsson og sóknar- maðurinn Hjörtur Hjartarson. Sam- kvæmt heimasíðu stuðningsmanna liðsins er reiknað með því að Bjarki geti spilað næstu fjóra leiki liðsins en Hjörtur næstu þrjá. Svo gæti farið að þeim verði flogið í einhverja leiki eftir brottför en ákvörðun hefur ekki verið tekin um það. Páll Gísli Jónsson mun væntanlega verja mark Skagamanna þegar Bjarki er farinn út. ÚR SPORTINU Sven segir Owen ómissandi fyrir England: Owen alltaf í byrjunarli›inu FÓTBOLTI Sven Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins í knatt- spyrnu, segir Michael Owen vera ómissandi fyrir England. „Ég get ekki annað en valið Owen í lands- liðið. Hann er frábær leikmaður sem hefur skorað mikið af mörk- um allan sinn feril og mun gera það fyrir England í nokkur ár til viðbótar, hvar sem hann spilar og hversu mikið.“ Sven sagðist einnig vona að Owen færi til Manchester United. „Owen myndi hitta fyrir Wayne Rooney hjá Manchester United en hann leikur vitaskuld með honum í framlínunni hjá Englandi. Það yrði virkilega gott fyrir England ef þeir félagar æfðu saman á hverjum degi. Þannig er lík- legra að þeir nái að leika vel í heimsmeistara- keppninni í Þýskalandi á næsta ári.“ F r a m t í ð Owen hjá Real Madrid er óljós eftir að félagið keypti tvo brasil- íska landsliðsframherja, Julio Baptista og Robinho, á sama deg- inum. Manchester United og Liverpool þykja líklegust til þess að fá hann í sínar raðir eins og staðan er nú, en Owen lék með Liverpool áður en hann fór til Real Madrid fyrir ári síðan. - mh Fuglar í náttúru Íslands Ný og heillandi bók sem veitir einstaka innsýn í heim íslenskra fugla. Fjallað er um lifnaðarhætti þeirra og lífsskilyrði, fæðuöflun, varp og uppeldi unga og hátterni þeirra er lýst á nýstárlegan hátt. Aldrei áður hafa birst í einni bók svo margar frábærar ljósmyndir af fuglum Íslands. edda.is Fuglar himinsins ... Fullt verð: 19.980 kr. Tímabundið kynningarverð: 17.980 kr. Varp og uppeldi Flug og fjaðrir Fæða og fæðuöflun Nýjustu rannsóknir í fuglafræðum Þjóðtrú og skáldskapur Búsvæði og útbreiðslukort Nýtt stórvirki í hinni glæsilegu ritröð Guðmundar Páls um náttúru Íslands E N N E M M / S ÍA / N M 17 5 0 0 KB bankamót Íslandsmóti› í holukeppni 2005 – kraftur til flín! Allir sterkustu kylfingar landsins keppa á Hvaleyrarvelli í Hafnarfir›i um helgina. Keppni hefst á föstudag og laugardag kl. 8.00 og sunnudag kl. 9.00. Vi› hvetjum alla a› mæta á völlinn og fylgjast me› spennandi keppni. MICHAEL OWEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.