Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 63,16 63,46 112,33 112,87 77,89 78,33 10,44 10,50 9,91 10,96 8,32 8,37 0,57 0,57 92,53 93,09 GENGI GJALDMIÐLA 04.08.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 108,5595 4 5. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR Hvannadalshnúkur er níu metrum lægri en áður var talið: Hæsti tindurinn er 2110 metrar LANDMÆLINGAR Hvannadalshnúkur á Öræfajökli, hæsti tindur landsins, er níu metrum lægri en áður var talið. Niðurstaða GPS-mælinga á honum er sú að hnúkurinn sé 2109,6 metra hár, en ekki 2119 metrar eins og lengst af var talið. Hann er þó enn hæsti tindur landsins. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra kynnti þessa niðurstöðu ásamt Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra á blaðamanna- fundi á tröppum Stjórnarráðsins í gær. Magnús Guðmundsson, for- stjóri Landmælinga, segir stefnt að því að mæla hæðina með reglulega héðan í frá, en áætlað er að gera það á tíu ára fresti. - grs Saka Bandaríkjamenn um leynilegar pyntingar Amnesty International segir a› frásögn tveggja Jemena bendi til fless a› Bandaríkjamenn starfræki leynileg ne›anjar›arfangelsi flar sem mönnum sé haldi› án ákæru. Bandaríkjamenn hafa ekki svara› ásökununum. PYNTINGAR Tveir Jemenar halda því fram að þeim hafi verið haldið föngnum í leynilegum bandarísk- um neðanjarðarfangelsum í eitt og hálft ár án ákæru. Mannréttinda- samtökin Amnesty International skýra frá þessu og skora jafn- framt á Bandaríkjamenn að veita upplýsingar um fangelsin, hætta að nota þau og gefa upp nöfn þeirra sem eru í haldi. Fréttavefur BBC skýrir frá því að talsmenn Amnesty óttist að málið sé mun stærra og að Banda- ríkjamenn reki víða leynileg fang- elsi. Bandaríkjamenn hafa ekki svarað ásökununum. Jemenarnir tveir voru hand- teknir hvor í sínu lagi en frásögn þeirra er nánast samhljóma. Annar segist hafa verið tekinn til fanga í Jórdaníu árið 2003 og hinn í Indónesíu sama ár, en sá segist hafa verið fluttur flugleiðis til Jórdaníu. Báðir segja jórdanska leyniþjónustumenn hafa pyntað sig í fjóra daga. Þá hafi þeir verið fluttir í neðanjarðarfangelsi þar sem þeim hafi verið haldið í einangrun í sex til átta mánuði. Bandarískir fanga- verðir hafi yfirheyrt þá daglega um ferðir þeirra í Indónesíu og Afganistan en síðan hafi þeir verið fluttir í annað neðanjarðarfang- elsi. Mennirnir tveir voru fluttir í maí til Jemen, þar sem þeir eru enn í haldi án ákæru. Sharon Critoph, sem ræddi við mennina í Jemen á vegum Am- nesty, segir: „Við óttumst að það sem við höfum heyrt frá þessum tveimur mönnum sé aðeins lítill hluti miklu stærra máls og að Bandaríkjamenn starfræki leyni- leg fangelsi víða um heim.“ Amnesty hefur haldið því fram að Bandaríkjamenn beiti ítrekað pyntingum við yfirheyrslur fanga sem þeir hafa í haldi vegna gruns um tengsl við hryðjuverkahópa. Yfirmaður bandarísku leyniþjón- ustunnar, CIA, vísaði þessu þó á bug nýlega og sagði stofnunina ekki beita ofbeldi við yfirheyrsl- ur. Frásagnir fanga og fanga- varða í bandarísku fangelsunum í Guantanamo-flóa á Kúbu og Abu Ghraib í Írak benda hins vegar eindregið til þess að fangaverðir beiti fanga ofbeldi, andlegu sem líkamlegu. - sda Hlutabréfamarkaður: Sjaldan meiri vi›skipti VIÐSKIPTI Rúmlega nítján milljarða viðskipti voru með hlutabréf í Kauphöllinni í gær. Eru það þriðju mestu viðskipti á einum degi frá opnun Hallarinnar. Langmest viðskipti voru með bréf í Íslandsbanka, upp á rúma 8,5 milljarða króna, verslað var með hlutabréf í KB banka fyrir tæpa fjóra milljarða og þá voru tæplega 2,5 milljarða viðskipti með bréf í Landsbankanum. „Viðskipti með hlutabréf hafa vaxið mikið fyrri hluta árs og hafa verið að meðaltali 3,3 milljarðar á dag. Það voru mikil viðskipti í dag en metið stendur þó enn óhaggað í 24,8 milljörðum“, sagði Magnús Harðarson, forstöðumaður mark- aðssviðs Kauphallarinnar. Úrvalsvísitalan hækkaði um rúm tvö prósent í gær og stendur í sögulegu hámarki. - jsk Hátíð samkynhneigðra: Hinsegin dagar hófust í gær HÁTÍÐ Hinsegin dagar í Reykja- vík, Gay Pride, hófust með opn- unarhátíð á skemmtistaðnum NASA í gærkvöldi. Hátíðin er nú haldin í sjöunda skipti og er há- punktur hennar sem fyrr gleði- ganga og skemmtun á morgun. Gleðigangan fer frá Hlemmi klukkan 15 á morgun og að henni lokinni klukkan 16.15 verða skemmtiatriði í Lækjar- götu. Í fyrra komu rúmlega 40.000 manns á hátíðina og framkvæmdastjóri Hinsegin daga, Heimir Már Pétursson, gerir sér von um að enn fleiri fylgist með göngunni í ár. Fjöldi listamanna, íslenskra og er- lendra, kemur fram á ýmsum viðburðum hátíðarinnar, sem lýkur á sunnudag. ■ SÍÐUSTU DAGAR ÚTSÖLUNNAR Enn meiri verðlækkun Allir barnaskór á 995.- MIKIÐ ÚRVAL Kringlunni • Sími 553 2888 VEÐRIÐ Í DAG HALLDÓR OG SIGRÍÐUR ANNA KYNNA NIÐURSTÖÐUNA Ráðherrarnir stigu út úr Stjórnar- ráðinu í fáeinar mínútur til að kynna blaðamönnum niðurstöðuna. Björgun seglskútu: Mastur Svölu brotna›i af BJÖRGUN Mastur seglskútunnar Svölu brotnaði af í fyrrinótt þegar báturinn Ársæll, sem kom að skút- unni þar sem hana rak milli Fær- eyja og Íslands, dró hana í land. Að sögn Finnboga Ólafssonar stýrimanns á Ársæli hrundi mastrið í kröftugri vindhviðu og tók það skipverja tvær klukkustundir að koma því um borð í fiskibátinn. Garðar Jóhannsson, einn af eig- endum skútunnar, segir að þegar skútan hafi verið skilin eftir á reki hafi bóma sem er aftan á mastrinu brotnað. Hann hafði þó ekki vit- neskju um hvort mastrið hefði brotnað þar eða hvort það hefði losnað og hrunið. - jse HINSEGIN DAGAR 2004 Í fyrra mættu yfir 40.000 manns til að berja gleðigönguna augum og samgleðjast samkynhneigðum. NORÐUR-ÍRLAND STANDIÐ VIÐ LOFORÐIN Tony Blair hvatti IRA í gær til þess að standa við loforð sitt frá því í síð- ustu viku um að hætta vopnaðri baráttu. Orð Blairs féllu á blaða- mannafundi eftir að hafa rætt við stjórnmálamenn á Norður-Írlandi um möguleika á því að endur- reisa norður- írska stjórn. Einnig varði hann ákvörðun Breta um að fækka hermönnum á Norður- Írlandi eftir yfirlýsingu IRA. RÚSSLAND TÍU LÉTUST ÞEGAR BÍLSTJÓRI SOFNAÐI Að minnsta kostu tíu létust, þar af fimm Þjóðverjar, þegar vörubíll skall á rútu á þjóð- vegi í Síberíu í gær. Skyggni var mjög slæmt á þeim tíma sem slysið varð vegna þoku. Lög- regluyfirvöld segja að líklega hafi bílstjóri vörubílsins sofnað við stýrið. Þá lést annar Þjóðverji í umferðarslysi í Moskvu í gær. FRÁ GUANTANAMO-FLÓA Á KÚBU Samtökin Amnesty International hafa gagnrýnt fangelsi Bandaríkjamanna á Kúbu. Nú hafa þau skýrt frá því að ástæða sé til að ætla að Bandaríkjamenn starfræki leynileg neðanjarðarfangelsi víða um heim. KAUPHÖLL ÍSLANDS Viðskipti með hluta- bréf í Kauphöll Íslands námu í gær rúmum nítján milljörðum króna. Eru það þriðju mestu viðskipti á einum degi frá upphafi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N M YN D /A P FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.