Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 56
36 5. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR ANDREAS ÖBERG Sænski djassgítarleik- arinn heldur ferna tónleika hér á landi um helgina. Fernir tónleik- ar Öbergs Sænski djassgítarleikarinn Andre- as Öberg heldur ferna tónleika á landinu um helgina. Þeir fyrstu verða í dag klukkan 21.30 á Café Rosenberg í Reykjavík en á morgun leikur Öberg í Ketil- húsinu á Akureyri klukkan 21.30. Öberg leikur djass af öllu tagi. en sígaunadjass og djass í anda Django Reinhardt er í miklu uppá- haldi hjá honum. Það er djasstríóið Hrafnaspark á Akureyri í samstafi við Djan- goJazz Festival Akureyri, sem fær Andreas Öberg til landsins og leik- ur Hrafnaspark með honum á tón- leikunum um helgina. Síðustu tveir tónleikarnir verða á sunnudaginn í Edenborgarhúsinu á Ísafirði klukkan 21.00 og að lok- um heldur Öberg tónleika á Café Rosenberg í Reykjavík klukkan 21.00 á mánudaginn. ■ Kynning á sporunum tólf Bandarísku fyrirlesararnir Joe M. og Charlie P. munu kynna AA-bók- ina, sem er grundvallarrit AA-sam- takanna (Alcoholics Anonymous), á ráðstefnu sem haldin verður í Borgarholtsskóla um helgina. Joe og Charlie eru þekktir fyrir- lesarar og hafa á síðustu 22 árum farið víða um heiminn og útli- stað á léttan og s k e m m t i l e g a n hátt bæði sögu AA-samtakanna og framkvæmdaáætlunina í AA- bókinni. Joe og Charlie eru ekki talsmenn AA-samtakanna og þiggja ekki laun fyrir fyrirlestra sína. Þeir fara markvisst í gegnum leiðbeiningar AA-bókarinnar um hvernig vinna beri reynslusporin tólf. Þessi ráðstefna er sögð sér- staklega áhugaverð fyrir félaga hinna ýmsu sjálfshjálparhópa sem byggja á tólf spora hugmynda- fræði AA-samtakanna, til dæmis Al-Anon, GA, OA, FBA og fleiri. Ráðstefnan er opin öllum og er aðgangur ókeypis. Borgarholts- skóli verður opnaður ráðstefnu- gestum í kvöld klukkan 18.30 og mun dagskráin standa frá 19.30 til 22. Á laugardeginum er dagskráin frá 9-17.30 með tilheyrandi hléum og á sunnudeginum frá 9 til 13. Nánari upplýsingar er að finna á http://this.is/joeandcharlie/ Sjötta plata Shaggy Reggípopparinn Shaggy gefur út sína sjöttu hljóðversplötu, Clothes Drop, hinn 19. september. Á með- al þeirra sem starfa með honum á plötunni eru Oli- via úr G-Unit, Ray- von, Brian Gold og Black Eyed Peas. Fyrsta smá- skífulag plötunnar, Wild 2nite, kom út í síðasta mánuði þar sem Shaggy syngur dúett með fyrrnefndri Oliviu. Shaggy, sem heitir réttu nafni Orville Richard Burrell, hefur gefið út mörg vinsæl lög í gegnum tíðina, meðal annars It Wasn’t Me, Boombastic, Oh Carolina og Angel. SHAGGY Annað slagið rísa upp á yfirborð- ið plötur sem maður bara veit að eiga eftir að skipta einhverju máli. Frumraun Mathangi Arul- pragasam, eða M.I.A. eins og hún kallar sig, er þannig plata. Hún var tilnefnd til Mercury- verðlaunanna um daginn og ef hún vinnur á mér eftir að finnast eins og réttlætið geti annars slag- ið sigrað, að minnsta kosti þegar kemur að tónlist. Foreldrar þessarar stúlku flúðu Srí Lanka og fengu pólitískt hæli í London þar sem pabbi hennar var djúpt sokkinn í sjálf- stæðisbaráttu tamíla á eyjunni. Stúlkan dregur áhrif frá æskuár- um sínum í Srí Lanka inn í tónlist sína, og berst líklegast fyrir sama markmiði og pabbi gamli. Það skiptir í rauninni engu máli hvort þið nennið að grafa dýpra í þenn- an uppreisnarboðskap stúlkunnar eða ekki. Sem tónlistarmaður er hún mögnuð, einstök með sína eigin rödd í flóru popplistar í dag. M.I.A. nær að beisla anda London í dag. Höfuðborg Bret- lands er hægt og rólega að stökk- breytast í fjölþjóðasamfélag og tónlist stúlkunnar er sándtrakkið. Bítin og elektróníkin eru beint af dansgólfum hörðustu klúbbanna þar en söngstíll hennar og áhrifa- valdar eru greinilega frá öðrum menningarheimi en birtist á póst- kortum frá London. Samt eru tón- ar hennar jafn viðeigandi og mynd af Big Ben, þegar kemur að því að gefa skýra mynd af því hvernig London er í dag. Þess vegna er þetta mikilvæg plata, og hún á eflaust eftir að leggja jarð- veginn fyrir margra listamenn sem hingað til hafa kannski ekki fundið leið til þess að vera þeir sjálfir, bara vegna þess að for- eldrar þeirra eru upprunalega frá öðru landi. Þessi plata hefur nægilega mikinn kraft til þess að rífa breska tónlistarmarkaðinn á hol. Svo er líka bara svo ótrúlega gaman að dansa við þessa tónlist. Spilist hátt, helst á stöðum þar sem má dansa á borðunum. Án efa ein af plötum ársins. Birgir Örn Steinarsson Mamma M.I.A.! M.I.A.: ARULAR NIÐURSTAÐA: Frumraun M.I.A. er með þeim magnaðri í áraraðir. Þessi plata er svo heit að hún á eftir að brenna harða diskinn ykkar. Ólíkt flestu sem þið hafið heyrt áður og algjör skyldueign. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN AA-BÓKIN Hefur vísað ótal alkóhól- istum og fíklum veginn til betra lífs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.