Fréttablaðið - 05.08.2005, Blaðsíða 56
36 5. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR
ANDREAS ÖBERG Sænski djassgítarleik-
arinn heldur ferna tónleika hér á landi um
helgina.
Fernir tónleik-
ar Öbergs
Sænski djassgítarleikarinn Andre-
as Öberg heldur ferna tónleika á
landinu um helgina.
Þeir fyrstu verða í dag klukkan
21.30 á Café Rosenberg í Reykjavík
en á morgun leikur Öberg í Ketil-
húsinu á Akureyri klukkan 21.30.
Öberg leikur djass af öllu tagi.
en sígaunadjass og djass í anda
Django Reinhardt er í miklu uppá-
haldi hjá honum.
Það er djasstríóið Hrafnaspark
á Akureyri í samstafi við Djan-
goJazz Festival Akureyri, sem fær
Andreas Öberg til landsins og leik-
ur Hrafnaspark með honum á tón-
leikunum um helgina.
Síðustu tveir tónleikarnir verða
á sunnudaginn í Edenborgarhúsinu
á Ísafirði klukkan 21.00 og að lok-
um heldur Öberg tónleika á Café
Rosenberg í Reykjavík klukkan
21.00 á mánudaginn. ■
Kynning á
sporunum tólf
Bandarísku fyrirlesararnir Joe M.
og Charlie P. munu kynna AA-bók-
ina, sem er grundvallarrit AA-sam-
takanna (Alcoholics Anonymous), á
ráðstefnu sem
haldin verður í
Borgarholtsskóla
um helgina.
Joe og Charlie
eru þekktir fyrir-
lesarar og hafa á
síðustu 22 árum
farið víða um
heiminn og útli-
stað á léttan og
s k e m m t i l e g a n
hátt bæði sögu
AA-samtakanna
og framkvæmdaáætlunina í AA-
bókinni. Joe og Charlie eru ekki
talsmenn AA-samtakanna og
þiggja ekki laun fyrir fyrirlestra
sína.
Þeir fara markvisst í gegnum
leiðbeiningar AA-bókarinnar um
hvernig vinna beri reynslusporin
tólf. Þessi ráðstefna er sögð sér-
staklega áhugaverð fyrir félaga
hinna ýmsu sjálfshjálparhópa sem
byggja á tólf spora hugmynda-
fræði AA-samtakanna, til dæmis
Al-Anon, GA, OA, FBA og fleiri.
Ráðstefnan er opin öllum og er
aðgangur ókeypis. Borgarholts-
skóli verður opnaður ráðstefnu-
gestum í kvöld klukkan 18.30 og
mun dagskráin standa frá 19.30 til
22. Á laugardeginum er dagskráin
frá 9-17.30 með tilheyrandi hléum
og á sunnudeginum frá 9 til 13.
Nánari upplýsingar er að finna
á http://this.is/joeandcharlie/
Sjötta plata
Shaggy
Reggípopparinn Shaggy gefur út
sína sjöttu hljóðversplötu, Clothes
Drop, hinn 19. september. Á með-
al þeirra sem
starfa með honum
á plötunni eru Oli-
via úr G-Unit, Ray-
von, Brian Gold og
Black Eyed Peas.
Fyrsta smá-
skífulag plötunnar,
Wild 2nite, kom út
í síðasta mánuði þar sem Shaggy
syngur dúett með fyrrnefndri
Oliviu. Shaggy, sem heitir réttu
nafni Orville Richard Burrell,
hefur gefið út mörg vinsæl lög í
gegnum tíðina, meðal annars It
Wasn’t Me, Boombastic, Oh
Carolina og Angel.
SHAGGY
Annað slagið rísa upp á yfirborð-
ið plötur sem maður bara veit að
eiga eftir að skipta einhverju
máli. Frumraun Mathangi Arul-
pragasam, eða M.I.A. eins og hún
kallar sig, er þannig plata.
Hún var tilnefnd til Mercury-
verðlaunanna um daginn og ef
hún vinnur á mér eftir að finnast
eins og réttlætið geti annars slag-
ið sigrað, að minnsta kosti þegar
kemur að tónlist.
Foreldrar þessarar stúlku
flúðu Srí Lanka og fengu pólitískt
hæli í London þar sem pabbi
hennar var djúpt sokkinn í sjálf-
stæðisbaráttu tamíla á eyjunni.
Stúlkan dregur áhrif frá æskuár-
um sínum í Srí Lanka inn í tónlist
sína, og berst líklegast fyrir sama
markmiði og pabbi gamli. Það
skiptir í rauninni engu máli hvort
þið nennið að grafa dýpra í þenn-
an uppreisnarboðskap stúlkunnar
eða ekki. Sem tónlistarmaður er
hún mögnuð, einstök með sína
eigin rödd í flóru popplistar í dag.
M.I.A. nær að beisla anda
London í dag. Höfuðborg Bret-
lands er hægt og rólega að stökk-
breytast í fjölþjóðasamfélag og
tónlist stúlkunnar er sándtrakkið.
Bítin og elektróníkin eru beint af
dansgólfum hörðustu klúbbanna
þar en söngstíll hennar og áhrifa-
valdar eru greinilega frá öðrum
menningarheimi en birtist á póst-
kortum frá London. Samt eru tón-
ar hennar jafn viðeigandi og
mynd af Big Ben, þegar kemur að
því að gefa skýra mynd af því
hvernig London er í dag. Þess
vegna er þetta mikilvæg plata, og
hún á eflaust eftir að leggja jarð-
veginn fyrir margra listamenn
sem hingað til hafa kannski ekki
fundið leið til þess að vera þeir
sjálfir, bara vegna þess að for-
eldrar þeirra eru upprunalega frá
öðru landi. Þessi plata hefur
nægilega mikinn kraft til þess að
rífa breska tónlistarmarkaðinn á
hol.
Svo er líka bara svo ótrúlega
gaman að dansa við þessa tónlist.
Spilist hátt, helst á stöðum þar
sem má dansa á borðunum. Án
efa ein af plötum ársins.
Birgir Örn Steinarsson
Mamma M.I.A.!
M.I.A.:
ARULAR
NIÐURSTAÐA: Frumraun M.I.A. er með þeim
magnaðri í áraraðir. Þessi plata er svo heit að
hún á eftir að brenna harða diskinn ykkar. Ólíkt
flestu sem þið hafið heyrt áður og algjör
skyldueign.
[ TÓNLIST ]
UMFJÖLLUN
AA-BÓKIN Hefur
vísað ótal alkóhól-
istum og fíklum
veginn til betra lífs.