Fréttablaðið - 05.08.2005, Síða 13

Fréttablaðið - 05.08.2005, Síða 13
FÖSTUDAGUR 5. ágúst 2005 13 NÍGERÍA PEKING, AP Bandaríkjamenn vilja fá nákvæmar upplýsingar um hvað Norður-Kóreumenn muni sam- þykkja í viðræðum um kjarnorku- afvopnun sem sex þjóðir taka þátt í. Bandaríkjamenn segjast hafa gert allt sem í þeirra valdi standi til að ná ásættanlegum markmið- um með viðræðunum en óttast að þær muni engu skila. Viðræðurnar hafa staðið yfir í tíu daga og Norð- ur-Kóreumenn hafa ekki enn sam- þykkt að undirrita samkomulag sem allar hinar fimm þjóðirnar hafa þegar undirritað. Ekki hefur enn verið gefið upp hvað sam- komulagið felur í sér. Viðræðurnar eru þær fjórðu í röðinni frá 2003 en enn hafa þær engan árangur borið. Kim Kye Gwan, aðstoðarutan- ríkisráðherra Norður-Kóreu og helsti fulltrúi landsins í kjarnorku- afvopnunarviðræðunum, sagði á þriðjudag að Norður-Kóreumenn myndu ekki eyða kjarnorkuvopn- um sínum fyrr en ekki væri lengur hætta á því að Bandaríkjamenn gerðu kjarnorkuárás á Norður- Kóreu. - sda AÐSTOÐARUTANRÍKISRÁÐHERRA NORÐUR- KÓREU Kim Kye Gwan, fulltrúi Norður- Kóreu í kjarnorkuafvopnunarviðræðunum. Norður-Kóreumenn eru ein sex þjóða sem ekki hafa enn undirritað samkomulag um kjarnorkuafvopnun. Viðræður um kjarnorkuafvopnun: Nor›ur-Kóreumenn flráast enn vi› Kona í flugvél: Reyndi a› opna dyr BANDARÍKIN, AP Kona var handtekin í Bandaríkjunum fyrir að gera til- raun til þess að opna dyr flug- vélar meðan hún var enn á flugi. Vélin var í fjögur þúsund feta hæð og á leið inn til lendingar í Seattle þegar atvikið átti sér stað, að því er AP-fréttastofan skýrir frá. Konunni tókst ekki að opna dyrnar en tókst að snúa handfanginu nægilega langt til að viðvörunarljós kviknaði í stjórnklefa flugvélarinnar. Flugþjóni tókst að sannfæra konuna um að snúa til sætis síns en farþegar sátu með beltin spennt það sem eftir var ferðar- innar. ■ Sprenging í Istanbúl: Tveir létust TYRKLAND, AP Tveir létust og fleiri slösuðust í sprengingu í Istanbúl í Tyrklandi skömmu eftir mið- nætti aðfaranótt fimmtudags. Fregnum um orsök spreng- ingarinnar ber ekki saman. Vitni segja að sprengingin hafi orðið í ruslatunnu í vegkanti en önnur að bíll hafi sprungið í loft upp. Nokkrar sprengjutilræði hafa verið gerð í Tyrklandi að undanförnu og kenna sumir kúrdískum öfgahópum um en aðrir segja að íslamskir öfga- hópar beri ábyrgðina. ■ debenhams debenhams S M Á R A L I N D Síðustu Nú eru allar útsöluvörur með a.m.k. 50% afslætti ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 90 68 08 /2 00 5 2 1fyrir Af allri útsöluvöru - greitt er fyrir dýrari vöruna Mun ið gö tuma rkað inn! dagar útsölu SKÓLAVÖRÐUSTIG 2 Bresk stjórnvöld: Seldu Ísraelum flungt vatn LONDON, AP Bretar seldu Ísraelum á sjötta áratugnum nauðsynleg efni til að smíða kjarnorku- sprengju. Þetta kemur fram í opinberum skjölum sem BBC hefur undir höndum. Í þættinum Newsnight í breska ríkissjónvarpinu kom fram að samkvæmt opinberum skjölum frá árinu 1959, sem geymd eru á þjóðskjalasafninu, sendu Bretar tuttugu tonn af þungu vatni til Ísrael. Vatnið var nauðsynlegt til þess að framleiða plútóníum fyrir Dimona-kjarnakljúfinn í Negev- eyðimörkinni. Þessar upplýsingar koma illa við bresk stjórnvöld, sem eru nú að reyna að semja við Írani um að hætta við kjarnorkuáætlun sína. ■ 11,5 TONN AF FÍKNIEFNUM BRENND Fíkniefnalögreglan í Nígeríu hefur brennt ellefu og hálft tonn af eiturlyfjum nærri alþjóðaflugvellinum í Lagos. Tilgangurinn er að sýna opin- berlega hvernig gengur í bar- áttu við eiturlyfjabarónana, en stór hluti fíkniefna í heiminum fer í gegnum Nígeríu á leiðinni til áfangastaðar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.