Fréttablaðið - 05.08.2005, Side 58

Fréttablaðið - 05.08.2005, Side 58
Fengur a› fá Schneider í heimsókn Bandaríski gamanleikarinn Rob Schneider kemur til landsins þriðjudaginn 23. ágúst í tilefni af frumsýningu kvikmyndarinnar Deuce Bigalow: European Gigolo 9. september. Myndin er framhald Deuce Bigalow: Male Gigolo sem naut mikilla vinsælda fyrir sex árum. Rob Schneider er rísandi stjarna í heimalandi sínu. Hann hóf feril sinn sem uppistandari en gekk síðan til liðs við Saturday Night Live þar sem hann var leik- ari og handritshöfundur. Síðan þá hefur hann leikið í gamanmynd- um á borð við The Animal og The Hot Chick auk Bigalow-mynd- anna. Einnig hefur hann komið fram í smærri hlutverkum í myndum vinar síns Adam Sandler og hefur Sandler líka sést í mynd- um Schneiders. Þetta er í fyrsta sinn sem svo vinsæll leikari heimsækir land og þjóð markvisst til að kynna nýja kvikmynd og er Rob mjög spennt- ur fyrir því að koma til Íslands. „Þetta á sér langan aðdrag- anda. Þetta byrjaði hjá Jamie Kennedy, sem kom hingað um síð- ustu áramót. Þessir gamanmynda- leikarar eru allt sami vinahópur- inn og Jamie upplifði Ísland beint í æð og sagði vinum sínum frá því,“ segir Jón Gunnar Geirdal hjá Senu. „Síðan hittum við aðila frá Sony og Schneider á Cinema Expó og þá barst Ísland í tal. Hann sýndi áhuga á að koma og þar byrjaði þetta fyrir alvöru. Hann mun flakka mikið til að kynna myndina, meðal annars til Rússlands og Þýskalands og fer til Mexíkó eftir að hann kemur hing- að.“ Schneider dvelur hér á landi frá þriðjudegi fram á laugardags- morgun. Hann verður viðstaddur sérstaka boðssýningu í Smárabíói á Deuce Bigalow: European Gigolo 25. ágúst og fer í eftirpartí með aðdáendum sínum að sýningu lokinni. Einnig ætlar hann að gefa sér góðan tíma til að upplifa land og þjóð og skoða helstu ferða- mannastaði. Að sögn Jóns Gunnars er mikill fengur í að fá svo þekktan gaman- leikara til landsins. „Við höfum reynt ítrekað í gegnum árin að fá stjörnur hingað til að kynna myndirnar sínar. Þótt Schneider sé ekki stærsti gamanleikari í heimi er hann mjög vinsæll hérna heima og koma hans opnar pott- þétt dyrnar fyrir aðrar stjörnur hingað til lands.“ Deuce Bigalow: European Gigolo verður frumsýnd á Ís- landi föstudaginn 9. september í Smárabíói, Regnboganum, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri. ■ ROB SCHNEIDER Stillir sér upp við hlið föngulegra kvenna í nýjustu mynd sinni, Deuce Bigalow: European Gigolo.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.