Fréttablaðið - 08.08.2005, Síða 6

Fréttablaðið - 08.08.2005, Síða 6
6 8. ágúst 2005 MÁNUDAGUR Tveggja metra há stuðlabergssúla reist til minningar um fórnarlömb flugslyssins í Skerjafirði: Minnisvar›i í fjörukambinum MINNISVARÐI Minnisvarði um fórn- arlömb flugslyssins í Skerjafirði fyrir fimm árum var afhjúpaður í gærkvöld að viðstöddum aðstand- endum og öðrum gestum. Björgunarsveitarmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins heiðruðu aðstandendur fórnar- lambanna með nærveru sinni. Kristín Dýrfjörð hélt stutt þakk- arávarp við upphaf athafnarinnar og þakkaði björgunarsveitum, starfsfólki sjúkrahúsanna og þjóðinni allri fyrir stuðninginn sem aðstandendum fórnar- lambanna var sýndur. Í lokin var kveikt á kertum og þeim fleytt í fjörunni en minnisvarðinn er staðsettur í fjörukambinum til móts við slysstaðinn í Skerjafirði. Minnisvarðinn er rúmlega tveggja metra há stuðlabergssúla sem festur er við lítinn steinbekk þar sem hægt er að tylla sér. Á súluna er steypt koparskilti með nöfnum og fæðingardögum þeirra sem létust. Neðst á plattanum stendur: „Hér settist sólin í lífi þeirra en geislarnir lifa áfram með okkur.“ - sgi Benjamin Netanyahu segir af sér sem ráðherra: Ósáttur vi› brottfluttning JERÚSALEM, AP Benjamin Netanya- hu, fjármálaráðherra Ísraels og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt af sér sem ráðherra í ríkisstjórn Ariels Sharon. Hann segir ástæðuna vera að hann geti ekki samvisku sinnar vegna verið hluti af ríkisstjórn sem standi fyr- ir brottflutningi gyðinga af Gaza- svæðinu. Hann lagði inn afsögn sína á vikulegum ríkisstjórnarfundi í gær og fór í kjölfarið rakleitt á fund blaðamanna þar sem hann útlistaði ástæðurnar. Hann segir ólíklegt að afsögn sín komi til með að breyta áformum um brottflutn- inginn sem hann segir vera slæm. Hann vill meina að þegar gyðing- ar eru farnir frá Gaza þá verði svæðið gróðrarstía fyrir hryðju- verkamenn og íslamska öfga- menn. Hann segir það heimsku að virða að vettugi ábendingar leyni- þjónustunnar þar um. Netanyahu sagðist harma að honum gæfist ekki tækifæri til að ljúka við efnahagsumbætur þær sem hann hefði staðið fyrir und- anfarin ár en hann gegndi emb- ætti fjármálaráðherra í hálft þriðja ár. - oá Erilsamt hjá björgunarsveitum og lögreglu í hvassviðrinu á Suðvesturlandi: Bílar me› hjólh‡si í eftirdragi fuku út af VEÐUR Umhleypingasamt var víða á suðvesturhorni landsins í gær og höfðu lögregla og björgunarsveit- ir ærinn starfa við að bjarga laus- um hlutum í verstu hviðunum. Mikill vindstrengur var fyrir Hafnarfjall í Borgarfirði með þeim afleiðingum að þrír bílar með hjólhýsi og einn með tjald- vagn í eftirdragi fuku út af. Eitt hjólhýsið gjöreyðilagðist. Vindhraði fór yfir 30 metra á sekúndu þegar mest lét á nokkrum stöðum en þrátt fyrir smávægi- legt tjón víða bárust engar til- kynningar um slys á fólki. Björg- unarsveitarmenn voru kallaðir út á svæðum allt frá Vestmannaeyj- um í suðri til Borgarness í vestri. Þeir aðstoðuðu við að festa lausa muni á byggingasvæðum víða auk þess sem gæta þurfti að bátum í höfnum landsins. Veðurstofa Íslands segir lægð- ina sem þessu olli á leið yfir land- ið en dregið hefur úr vindstyrk hennar. Það sé ekki óvanalegt að slíkar lægðir fari yfir landið í ágúst og september en ekkert þessu líkt er þó framundan sam- kvæmt spám. Suðlægar áttir munu ríkja næstu daga með frem- ur stilltu veðri og vætu annars lagið. - aöe BRAK FLUGVÉLARINNAR Hreyfill vélarinnar stöðvaðist örfáum sek- úndum áður en hún skall á haffletinum. Flugslysið við Sikiley: firiggja fórnar- lamba leita› PALERMO, AP Björgunarmenn leit- uðu í gær þriggja fórnarlamba flugslyssins á laugardag sem ekki hafa fundist enn. Á meðan voru tildrög flugslyssins rannsökuð og eftirlifendur spurðir út í atburð- ina. Að sögn þeirra sem lifðu slysið af hætti að heyrast í hreyflum vél- arinnar nokkrum sekúndum áður en hún skall á haffletinum og ekki gafst einu sinni tími til að klæðast björgunarvestum. Sextán létust í flugslysinu en 23 lifðu af. Enginn þeirra sem lifðu af er í lífshættu. ■ Styður þú réttindabaráttu sam- kynhneigðra? SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefurðu ferðast innanlands í sumar? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 44% 56% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN MINNISVARÐI Minnisvarðinn um fórnarlömb flugslyssins í Skerjafirði fyrir fimm árum er stuðlabergs- súla. Lítill steinbekkur er festur við hana þar sem hægt er að tylla sér. www.icelandair.is/stokkholmur Stokkhólmur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 29 01 3 0 8/ 20 05 Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 9-17, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16). VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Nú getur þú notað 10.000 Vildarpunkta sem 5.500 kr. greiðslu upp í fargjaldið. Ver› á mann í tvíb‡li á Birger Jarl 18.-20. nóv., 2.-4. des., 27.-29. jan. og 3.-5. mars. Innifali›: Flug, gisting, morgunver›ur, flugvallarskattar og fljónustugjöld. Verð frá 34.990 kr. Flug og gisting í tvær nætur Femínistafélag Íslands: Vi›horf KEA fornleg FÆÐINGARORLOF Femínistafélag Ís- lands telur viðhorf KEA um að fæðingarorlof eigi ekki að gilda um stjórnendur á háum launum vera fornlegt og þvert á allar jafn- réttishugsjónir. Í fréttatilkynningu frá Femínistafélaginu kemur fram að það furði sig á ákvörðun KEA um að neita Andra Teitssyni fram- kvæmdastjóra um fæðingarorlof. Einnig furði það sig á ummælum Benedikts Sigurðssonar, stjórnar- fomanns KEA, en af þeim megi skilja að lög um fæðingarorlof eigi ekki að gilda um þá sem gegna lykilstöðu í sínu fyrirtæki. - sgi Sprengjuhótunin í Leifsstöð: Enn óljóst me› sakhæfi LÖGREGLUMÁL Enn er allt óljóst með sakhæfi konu þeirrar er lög- regla telur hafa staðið fyrir sprengjuhótuninni í Leifsstöð fyrr í vikunni. Hún er ekki með sjálfræði og er undir umsjón tilsjónarfólks og ekki liggur fyrir hvernig lögin taka á slíkum einstaklingum. Mál- ið telst þó upplýst að öllu leyti en lögregluyfirvöld þurfa aðstoð annarra aðila áður en fyrir liggur hvernig farið verður með mál hennar. - aöe ALLT Á TJÁ OG TUNDRI Björgunarsveitir aðstoðuðu marga íbúa í Breiðholti í óveðrinu í gær. Lausir hlutir eins og blómaker, garðstólar og annað lauslegt í görðum fólks tókust á loft og fuku í verstu hviðunum. Allt gekk þó vel fyrir sig að lokum og engar tilkynningar bárust um stórtjón vegna þessa. FLJÚGANDI TRAMPÓLÍN Trampólín sem hafa án efa verið eitt vinsælasta leikfangið í görð- um fólks þetta árið ollu vandræðum enda létt og fuku auðveldlega um víðan völl. Lög- reglumenn í Kópavogi höfðu í nógu að snúast við að koma í veg fyrir að fljúgandi trampólín yllu ekki tjóni eða meiðslum. BENJAMIN NETANYAHU Hann hélt rakleitt á fund blaðamanna eftir að hafa tilkynnt afsögn sína og útlistaði ástæðurnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.