Fréttablaðið - 08.08.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.08.2005, Blaðsíða 6
6 8. ágúst 2005 MÁNUDAGUR Tveggja metra há stuðlabergssúla reist til minningar um fórnarlömb flugslyssins í Skerjafirði: Minnisvar›i í fjörukambinum MINNISVARÐI Minnisvarði um fórn- arlömb flugslyssins í Skerjafirði fyrir fimm árum var afhjúpaður í gærkvöld að viðstöddum aðstand- endum og öðrum gestum. Björgunarsveitarmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins heiðruðu aðstandendur fórnar- lambanna með nærveru sinni. Kristín Dýrfjörð hélt stutt þakk- arávarp við upphaf athafnarinnar og þakkaði björgunarsveitum, starfsfólki sjúkrahúsanna og þjóðinni allri fyrir stuðninginn sem aðstandendum fórnar- lambanna var sýndur. Í lokin var kveikt á kertum og þeim fleytt í fjörunni en minnisvarðinn er staðsettur í fjörukambinum til móts við slysstaðinn í Skerjafirði. Minnisvarðinn er rúmlega tveggja metra há stuðlabergssúla sem festur er við lítinn steinbekk þar sem hægt er að tylla sér. Á súluna er steypt koparskilti með nöfnum og fæðingardögum þeirra sem létust. Neðst á plattanum stendur: „Hér settist sólin í lífi þeirra en geislarnir lifa áfram með okkur.“ - sgi Benjamin Netanyahu segir af sér sem ráðherra: Ósáttur vi› brottfluttning JERÚSALEM, AP Benjamin Netanya- hu, fjármálaráðherra Ísraels og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt af sér sem ráðherra í ríkisstjórn Ariels Sharon. Hann segir ástæðuna vera að hann geti ekki samvisku sinnar vegna verið hluti af ríkisstjórn sem standi fyr- ir brottflutningi gyðinga af Gaza- svæðinu. Hann lagði inn afsögn sína á vikulegum ríkisstjórnarfundi í gær og fór í kjölfarið rakleitt á fund blaðamanna þar sem hann útlistaði ástæðurnar. Hann segir ólíklegt að afsögn sín komi til með að breyta áformum um brottflutn- inginn sem hann segir vera slæm. Hann vill meina að þegar gyðing- ar eru farnir frá Gaza þá verði svæðið gróðrarstía fyrir hryðju- verkamenn og íslamska öfga- menn. Hann segir það heimsku að virða að vettugi ábendingar leyni- þjónustunnar þar um. Netanyahu sagðist harma að honum gæfist ekki tækifæri til að ljúka við efnahagsumbætur þær sem hann hefði staðið fyrir und- anfarin ár en hann gegndi emb- ætti fjármálaráðherra í hálft þriðja ár. - oá Erilsamt hjá björgunarsveitum og lögreglu í hvassviðrinu á Suðvesturlandi: Bílar me› hjólh‡si í eftirdragi fuku út af VEÐUR Umhleypingasamt var víða á suðvesturhorni landsins í gær og höfðu lögregla og björgunarsveit- ir ærinn starfa við að bjarga laus- um hlutum í verstu hviðunum. Mikill vindstrengur var fyrir Hafnarfjall í Borgarfirði með þeim afleiðingum að þrír bílar með hjólhýsi og einn með tjald- vagn í eftirdragi fuku út af. Eitt hjólhýsið gjöreyðilagðist. Vindhraði fór yfir 30 metra á sekúndu þegar mest lét á nokkrum stöðum en þrátt fyrir smávægi- legt tjón víða bárust engar til- kynningar um slys á fólki. Björg- unarsveitarmenn voru kallaðir út á svæðum allt frá Vestmannaeyj- um í suðri til Borgarness í vestri. Þeir aðstoðuðu við að festa lausa muni á byggingasvæðum víða auk þess sem gæta þurfti að bátum í höfnum landsins. Veðurstofa Íslands segir lægð- ina sem þessu olli á leið yfir land- ið en dregið hefur úr vindstyrk hennar. Það sé ekki óvanalegt að slíkar lægðir fari yfir landið í ágúst og september en ekkert þessu líkt er þó framundan sam- kvæmt spám. Suðlægar áttir munu ríkja næstu daga með frem- ur stilltu veðri og vætu annars lagið. - aöe BRAK FLUGVÉLARINNAR Hreyfill vélarinnar stöðvaðist örfáum sek- úndum áður en hún skall á haffletinum. Flugslysið við Sikiley: firiggja fórnar- lamba leita› PALERMO, AP Björgunarmenn leit- uðu í gær þriggja fórnarlamba flugslyssins á laugardag sem ekki hafa fundist enn. Á meðan voru tildrög flugslyssins rannsökuð og eftirlifendur spurðir út í atburð- ina. Að sögn þeirra sem lifðu slysið af hætti að heyrast í hreyflum vél- arinnar nokkrum sekúndum áður en hún skall á haffletinum og ekki gafst einu sinni tími til að klæðast björgunarvestum. Sextán létust í flugslysinu en 23 lifðu af. Enginn þeirra sem lifðu af er í lífshættu. ■ Styður þú réttindabaráttu sam- kynhneigðra? SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefurðu ferðast innanlands í sumar? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 44% 56% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN MINNISVARÐI Minnisvarðinn um fórnarlömb flugslyssins í Skerjafirði fyrir fimm árum er stuðlabergs- súla. Lítill steinbekkur er festur við hana þar sem hægt er að tylla sér. www.icelandair.is/stokkholmur Stokkhólmur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 29 01 3 0 8/ 20 05 Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 9-17, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16). VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Nú getur þú notað 10.000 Vildarpunkta sem 5.500 kr. greiðslu upp í fargjaldið. Ver› á mann í tvíb‡li á Birger Jarl 18.-20. nóv., 2.-4. des., 27.-29. jan. og 3.-5. mars. Innifali›: Flug, gisting, morgunver›ur, flugvallarskattar og fljónustugjöld. Verð frá 34.990 kr. Flug og gisting í tvær nætur Femínistafélag Íslands: Vi›horf KEA fornleg FÆÐINGARORLOF Femínistafélag Ís- lands telur viðhorf KEA um að fæðingarorlof eigi ekki að gilda um stjórnendur á háum launum vera fornlegt og þvert á allar jafn- réttishugsjónir. Í fréttatilkynningu frá Femínistafélaginu kemur fram að það furði sig á ákvörðun KEA um að neita Andra Teitssyni fram- kvæmdastjóra um fæðingarorlof. Einnig furði það sig á ummælum Benedikts Sigurðssonar, stjórnar- fomanns KEA, en af þeim megi skilja að lög um fæðingarorlof eigi ekki að gilda um þá sem gegna lykilstöðu í sínu fyrirtæki. - sgi Sprengjuhótunin í Leifsstöð: Enn óljóst me› sakhæfi LÖGREGLUMÁL Enn er allt óljóst með sakhæfi konu þeirrar er lög- regla telur hafa staðið fyrir sprengjuhótuninni í Leifsstöð fyrr í vikunni. Hún er ekki með sjálfræði og er undir umsjón tilsjónarfólks og ekki liggur fyrir hvernig lögin taka á slíkum einstaklingum. Mál- ið telst þó upplýst að öllu leyti en lögregluyfirvöld þurfa aðstoð annarra aðila áður en fyrir liggur hvernig farið verður með mál hennar. - aöe ALLT Á TJÁ OG TUNDRI Björgunarsveitir aðstoðuðu marga íbúa í Breiðholti í óveðrinu í gær. Lausir hlutir eins og blómaker, garðstólar og annað lauslegt í görðum fólks tókust á loft og fuku í verstu hviðunum. Allt gekk þó vel fyrir sig að lokum og engar tilkynningar bárust um stórtjón vegna þessa. FLJÚGANDI TRAMPÓLÍN Trampólín sem hafa án efa verið eitt vinsælasta leikfangið í görð- um fólks þetta árið ollu vandræðum enda létt og fuku auðveldlega um víðan völl. Lög- reglumenn í Kópavogi höfðu í nógu að snúast við að koma í veg fyrir að fljúgandi trampólín yllu ekki tjóni eða meiðslum. BENJAMIN NETANYAHU Hann hélt rakleitt á fund blaðamanna eftir að hafa tilkynnt afsögn sína og útlistaði ástæðurnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.