Fréttablaðið - 08.08.2005, Page 12

Fréttablaðið - 08.08.2005, Page 12
Fimm aldra›ir slasast dag hvern Fimm aldraðir slasast dag hvern og verða eldri borgarar oftar fyrir slysum en aðrir hópar fullorðinna. Einkum er öldruðum hætt við að verða fyrir slysum á heimilum sín- um og í frítíma. „Við töldum ástæðu til þess að fara sérstaklega ofan í saumana á slysum aldraðra, sér í lagi vegna þess að hægt er að beita forvörnum til þess að koma í veg mörg slysanna,“ segir Matthías Halldórs- son aðstoðarlandlæknir en Land- læknisembættið gerði á dögunum úttekt á orsökum og eðli slysa aldr- aðra árið 2003. Komið í veg fyrir slys Fall er algengasta orsök slysa aldr- aðra og varð yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra á eða við heimili þess aldraða að því er fram kemur í út- tekt Landlæknis. Hægt er þó að búa þannig um hnútana að minni líkur séu á því að fólk detti heima hjá sér að sögn Matthíasar. „Gamla fólkið þarf eitt- hvað til þess að halda sér í, forðast sleipar mottur auk þess að vera með gleraugun sín,“ segir Matthías. „Góð lýsing hjálpar einnig mikið til.“ Slysum vegna falla aldraðra má í um helmingi tilfella rekja til ytri þátta. Má þar nefna hál gólf, lélega lýsingu og lausar mottur. Sjúkdómar valda hættu Hinn helming falla aldraðra má aftur á móti rekja til einstaklings- bundnari þátta að því er gögn Land- læknis gefa til kynna. Vandamál í neðri útlimum, erfiðleikar við göngu, áhrif lyfja og bráðir sjúk- dómar eru þeirra á meðal. Sumir sjúkdómar og lyf valda svima að sögn Matthíasar. Samfara því eykst hættan á því að gamalt fólk detti og slasi sig jafnvel. „Blóð- þrýstingslyf eru meðal þeirra lyfja sem valda svima, sérstaklega ef staðið er snöggt upp,“ segir Matthí- as. Þá hafi öldrunarlæknar bent á að aldraðir hérlendis noti meira af svefnlyfjum en þekkist víðast hvar annars staðar. Konur slasast frekar Eldri konur slasast frekar en jafn- aldrar þeirra úr hópi karla og má það rekja til þess að þær eru oft virkari á heimilinu að sögn Matthí- asar. „Konur eru oft að hengja upp gardínur og annað slíkt,“ segir Matthías. „Það gerar karlar síður, einkum af þessari kynslóð.“ Matthí- as bendir á að konum sé einnig hættara við beinbroti vegna bein- þynningar, sem algengari er meðal kvenna. Þróunin snýst þó við í elsta ald- urshópnum en körlum yfir 95 ára aldri er hættara við slysum en kon- um á sama aldri. Afleiðingar slysa oft alvarlegar Tæp tuttugu prósent aldraðra sem koma á slysadeild eru í kjölfarið lögð inn á sjúkrahús, og er það mun hærra hlutfall en í öðrum aldurs- hópum. Beinbrot eru oft ástæða innlagnar að sögn Matthíasar. „Beinbrot eru hættulegri en margir gera sér grein fyrir,“ segir Matthías og bendir á að dánartíðni fyrsta árið eftir beinbrot eykst um tíu til fimmtán prósent miðað við þá sem ekki brotna. Oft er um mjaðm- arbrot eða brot á lærlegg að ræða og getur aðgerð í kjölfarið reynst eldra fólki hættuleg. Lengur á sjúkrahúsi Bein gróa seinna eftir því sem fólk eldist og gamalt fólk getur því búist við því að glíma lengur við beinbrot en þeir sem yngri eru. „Gamalt fólk þarf því oft að liggja inni alllengi, einnig vegna þess að margir eru í þeirri stöðu að geta ekki verið heima hjá sér þegar eitthvað bjátar á,“ segir Matthías. „Því er fólki jafnvel komið fyrir á öldrunar- stofnunum í kjölfar slysa.“ Landlæknir bendir einnig á að sálræn áhrif falls séu oft töluverð og eldra fólk verði oft hrætt við að detta aftur. Það geti aftur leitt til þess að fólk hreyfi sig minna og missi í kjölfarið enn frekar styrk og þor. Slysavarnir besta leiðin Mikill kostnaður fylgir innlögnum á sjúkrahús vegna meiðsla eins og mjaðmarbrota, sem algengust eru í elstu aldurshópunum. Sem dæmi má nefna að meðalkostnaður vegna mjaðmarbrotsinnlagnar nemur tæplega sjö hundruð þúsund krón- um. Þá er ótalin sú skerðing á lífs- gæðum sem beinbrot hafa oft í för með sér fyrir eldra fólk. Miklum árangri er þó hægt að ná með einföldum aðgerðum sem stuðla að því að gera heimilið að ör- uggari verustað að sögn Matthías- ar. Það er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að öldruðum fjölgar sí- fellt og enn frekari breytinga á ald- urssamsetningu þjóðarinnar er að vænta á næstu árum. ■ GUÐMUNDUR SÆVAR GUÐJÓNSSON Forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Hér ver›ur alltaf útger› ÚTGERÐ Á BÍLDUDAL SPURT & SVARAÐ 12 8. ágúst 2005 MÁNUDAGUR Aldraðir eiga frekar á hættu að slasa sig en aðrir hópar fullorðinna. Landlæknir hefur gert úttekt á orsökum og eðli slysa aldraðra árið 2003 og komst að þeirri niðurstöðu að með fyrirbyggjandi aðgerðum mætti koma í veg fyrir mörg slysanna. Það sé einkum mikilvægt í ljósi þess að slys á borð við beinbrot geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir lífsgæði hins aldraða. Hvar eiga eldri borgarar helst á hættu að slasa sig? Tæplega tvö af hverjum þremur slysum verða á eða við heimili þess aldraða. Slys á umferð- arsvæðum, í verslunum eða á öðrum þjón- ustusvæðum, hjúkrunarheimilum og sjúkra- húsum eru mun færri. Innan veggja heimilis- ins verða flest slys í svefnherbergi eða stofu, þar sem flestir eyða hvað mestum tíma. Næstflest slysanna áttu sér stað í eldhúsi. Meirihluti aldraðra var á gangi eða hlaupum þegar slys átti sér stað. Hverjar eru helstu orsakir áverka? Algengasta orsök slysa hjá 65 ára og eldri er einhvers konar fall, en tvö af hverjum þremur slysum urðu með þeim hætti. Mikill meirihluti slysanna varð vegna falls á jafnsléttu en nokk- uð er um að aldraðir falli úr stiga. Eitt prósent fallslysanna er vegna falls úr meira en eins metra hæð. Tíðni fallslysa eykst með hækk- andi aldri. Tæp sextán prósent slysa urðu hins vegar við einhvers konar árekstra og er það næstal- gengasta orsök slysa. Hver urðu afdrif hinna slösuðu? Tæplega tuttugu prósent aldraðra sem leituðu til slysadeildar árið 2003 voru lagðir inn en aldraðir eru taldir tíu sinnum líklegri til þess að leggjast inn á sjúkrahús í kjölfar byltu en börn. Eftir því sem aldurinn færist yfir leggst stærri hluti þeirra sem slasast inn á sjúkrahús, með þeirri undantekningu þó að fólk í elsta aldurshópnum, níutíu ára og eldra, virðist síð- ur leggjast inn á sjúkrahús en fólk á aldrinum 85 til 89 ára. Slasast oftast innan veggja heimilisins FBL-GREINING: SLYS Á ÖLDRUÐUM fréttir og fró›leikur SVONA ERUM VIÐ Algengustu kvenmannsnöfnin Heimild: Hagstofan Eldri borgarar ver›a oftar fyrir slysum en a›rir hópar fullor›inna, einkum á heimilum sínum. Yfirleitt ver›a slysin af völdum falls og eru beinbrot algeng aflei›ing. Hægt er a› koma í veg fyrir mörg slysanna me› einföldum a›ger›um. ELDRI KONUM HÆTTARA VIÐ SLYSUM Konur eru oft virkari inni á heimilum sínum og lenda því oftar í slysum en jafnaldrar þeirra úr hópi karla. Myndin er sviðsett. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M G U N N AR SS O N Hvernig á að koma í veg fyrir slys? - Bæta aðbúnað á heimili - Koma fyrir handföngum eða öðru sem hægt er að halda í - Festa mottur vel - Grípa til gleraugna ef með þarf - Bæta lýsingu Fyrr í sumar hætti útgerðarfyrirtækið Bílddælingur ehf. starfsemi sinni en það er stærsti atvinnuveitandinn á Bíldudal. Guðmundur Sævar Guðjónsson er for- seti bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Er útséð með það að útgerð geti þrif- ist á Bíldudal? Hér verður alltaf útgerð, það er ósköp einfalt. Þetta hefur hins vegar gengið afar brösuglega síðustu ár en ástæðan er alltaf sú sama og hún er sú að aldrei hefur verið úr nægum veiðiheimildum að moða. Hvert er framhaldið í útgerðarmálum bæjarins? Þeir sem stóðu að Bílddælingi eru að reyna að tryggja betri rekstrarskilyrði. Við höfum rætt við þingmenn kjör- dæmisins og mætt miklum skilningi þar svo nú er Atvinnuþróunarfélag Vest- fjarða að greina rekstur Bílddælings og að því loknu verður brugðist við með viðeigandi hætti. G U Ð R Ú N 5 .2 3 9 A N N A 4 .2 6 4 S IG R ÍÐ U R 3 .9 0 5 Stafurinn besta forvörnin ÖRYGGI „Það hefur reynst mér best að ganga við staf, hann veitir góðan stuðning,“ segir Sigmundur Hansen ellilífeyrisþegi. Sigmund- ur er tæpra 77 ára og hefur ekki orðið fyrir slysi á fullorðinsárum sínum. Sigmundur segist meðvitaður um að gæta þess vel að verða ekki fyrir slysi. „Það er skylda okkar gömlu mannanna að gæta fóta okkar,“ segir hann. Sigmundur kveðst einnig hafa sett upp hand- rið við kjallaratröppur á heimili sínu til þess að koma í veg fyrir slys. Rannsóknir sýna að flest slys sem eldri borgarar verða fyrir eiga sér stað við eða nærri heimili þeirra. - ht HELGA TRYGGVADÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING SLYS Á ÖLDRUÐUM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.