Fréttablaðið - 08.08.2005, Side 64

Fréttablaðið - 08.08.2005, Side 64
Innan skamms verður tekinn í notkun nýr sparkvöllur á Húsavík. Gervigras um allt land Margir nýir sparkvellir í þorpum úti á landi. Nýir sparkvellir verða bráðlega teknir í notkun á Húsavík og Hofsósi. Tugir nýrra gervigrasvalla hafa verið lagðir síðustu mánuði sem hluti af útbreiðslu- átaki KSÍ og leggur sambandið til sjálft gervigrasið. Framkvæmdir standa yfir á lóð Borgar- skóla á Húsavík, eftir því sem fram kemur á fréttavef Húsavíkurbæjar, og stendur til að tveir sparkvellir líti dags- ins ljós norðan við skólann. Völlurinn á að nýtast vel yfir veturinn þar sem snjó- bræðslulagnir eru undir völlunum sem einnig verða flóðlýstir. Á Hofsósi hófust framkvæmdir við sparkvöll um miðjan maí og er verið að leggja lokahöld á verkið. Lagningu gervigrass er lokið en enn á eftir að helluleggja í kringum völlinn og setja upp lýsingu, ásamt öðru. Þetta kemur fram á vefnum skagafjordur.is. Búist er við að sparkáhugafólk geti reynt völlinn strax í skólabyrjun. SPURNING VIKUNNAR á fasteignavef Visis 51,9% Nei Já SPURNING SÍÐUSTU VIKU: Ertu á höttunum eftir nýju húsnæði? 48,1% Hver telur þú að þróun fasteignaverðs verði næstu mánuði? „Upp á staðsetningu að gera þá væri draumurinn að vera í Grjótaþorpinu eða Þingholtunum,“ segir Gunna Dís þegar hún er spurð um draumahúsið sitt. „Ég er rosalega hrifin af gömlu húsunum í mið- bænum, væri alveg til í að eiga eitt svo- leiðis, jafnvel kaupa hús og gera það upp sjálf þannig að það væri allt svona gamalt og náttúrulegt. Ég sé fyrir mér gamalt hús á tveimur hæðum með risi og stórum hvítum gluggum. Svo er alveg nauðsynlegt að hafa stórar svalir. Það er eiginlega mik- ilvægast. Ég er alin upp í sveit og þar var alltaf venjan að sitja úti á kvöldin. Þannig vil ég hafa það og svalirnar eiga að vera svona svæði fyrir fjölskylduna til að eiga góðar stundir saman,“ segir Gunna Dís og bætir því við að hún væri alveg til í hafa garð við húsið svo lengi sem hún gæti fengið einhvern annan til að sjá um hann. Gunna Dís vill hafa heimilislegt í kringum sig og er laus við allan glamúr. „Ég vil ekki hafa allt nýtt og kuldalegt. Það er ekki til mínimalismi í mér og ég vil sanka að mér alls konar dóti bæði nýju og gömlu. Ég er svona „allt mugligt“ manneskja.“ Gunna Dís sér þó ekki fram á að geta keypt draumahúsið í bráð. „Miðað við fasteignaverðið hugsa ég að þetta verði ekki í nánustu framtíð. Þangað til verð ég að láta mér nægja að leigja kannski bara íbúð í svona gömlu og góðu húsi,“ segir Gunna Dís sem er einmitt í húsnæðishug- leiðingum og sér fram á að flytja út af stúdentagörðunum með haustinu. DRAUMAHÚSIÐ MITT GUNNA DÍS ÚTVARPSKONA Gunna Dís lætur sig dreyma um að eign- ast gamalt hús í miðbæ Reykjavíkur. Gamalt hús með stórum svölum SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *Þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 16/6- 23/6 8/7- 14/7 130 190 15/7- 21/7 161 22/7- 28/7 153 24/6- 30/6 195 1/7- 7/7 145 Breiðholtslaug er staðsett í Austurbergi 3 í Breiðholtinu og er hluti af íþróttaaðstöðu nærliggjandi skóla: Fellaskóla, Hólabrekkuskóla og Fjöl- brautar í Breiðholti. Útilaugin er steinsteypt, 25 metra löng og 1,12 til 1,73 metra djúp. Laugin er alls 312 fermetrar. Við útilaugina eru þrír heitir pott- ar, þar af einn með nuddi, ein vaðlaug, tvö gufuböð, eitt eimbað, tvö sána, ein rennibraut og fimm stökkpallar. Innanhússlaugin er einnig steinsteypt og er 12,5 metra löng. Arkitekt bæði inni- og útilaugar er Guðmundur Þór Pálsson fyrir Arkhönnun sf. Innilaugin var byggð árið 1977 og endurbætt árið 1981 en útilaugin var byggð árið 1981. Forstöðumaður laugarinnar er Gísli Jensson. BREIÐHOLTSLAUG FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.