Fréttablaðið - 08.08.2005, Side 71

Fréttablaðið - 08.08.2005, Side 71
MÁNUDAGUR 8. ágúst 2005 LEIKIR GÆRDAGSINS Samfélagsskjöldurinn: CHELSEA–ARSENAL 2–1 1–0 Didier Drogba (8.), 2–0 Didier Drogba (57.), 2–1 Fabrice Fabregas (65.). Sænska úrvalsdeildin: ÖRGRYTE–HALMSTAD 2–1 Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék allan leikinn fyrir Halmstad og skoraði mark liðsins í leiknum. Norska úrvalsdeildin: BRANN–AALESUND 0–0 Kristján Örn Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Brann og Haraldur Guðmundsson sömuleiðis fyrir Aalesund. Ólafur Örn Bjarnason var í leikbanni hjá Brann. MOLDE–LYN 1–3 Stefán Gíslason lék allan leikinn fyrir Lyn. HM í frjálsum: Justin Gatlin varð í gær heimsmeistari í 100 metra hlaupi karla þegar hann hljóp á 9,88 sekúndum. Drogba stal senunni Chelsea vann fyrsta opinbera leik tímabilsins og átti Didier Drogba mesta hei›urinn a› sigrinum. K O R T E R HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 5 6 7 8 9 10 11 Mánudagur ÁGÚST ■ ■ LEIKIR  20.00 Fram og Valur mætast á Laugard.velli í Landsbankadeild karla. ■ ■ SJÓNVARP  14.20 Landsbankadeildin á Sýn.  16.10 US PGA á Sýn.  19.10 Landsbankamörkin á Sýn.  19.40 Landsbankadeildin á Sýn. Bein útsending frá leik Fram og Vals.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.30 Ensku mörkin á Sýn.  23.45 Landsbankadeildin á Sýn. FÓTBOLTI Tvö mörk frá Didier Drogba tryggðu Chelsea sigurinn gegn Arsenal í leiknum um samfé- lagsskjöldinn. Spánverjinn ungi Francesc Fabregas skoraði fyrir Arsenal, en leikurinn endaði 2-1 fyrir Chelsea „Ég er mjög ánægður með að vera byrjaður að skora strax. Ég er í fínu formi og frískari en í fyrra eftir að hafa átt gott sumarfrí,“ sagði Drogba eftir leikinn, en hann var valinn maður leiksins. Arsenal var meira með boltann í leiknum en gekk illa að skapa sér opin marktækifæri þar sem varn- armenn Chelsea stóðu vaktina vel. Miðjumennirnir ungu, Francesc Fabregas og Mathieu Flamini, náðu ágætis tökum á miðjunni í fyrri hálfleik og áttu Frank Lampard og Eiður Smári Guðjohn- sen, sem lék í stöðu fremsta miðju- manns, í erfiðleikum með að halda boltanum innan liðsins. Drogba kom Arsenal yfir með góðu marki á áttundu mínútu. Spánverjinn Asier Del Horno, sem var að spila sinn fyrsta opinbera leik fyrir Chelsea, gaf langa send- ingu fram, og tók Drogba við bolt- anum niður með brjóstkassanum, hljóp síðan framhjá Philippe Send- eros, varnarmanni Arsenal, og skaut boltanum í hornið með vinstri fæti. Leikmenn Arsenal gáfust ekki upp og héldu áfram að spila ágæta knattspyrnu þrátt fyrir að erfið- lega gengi að skapa góð marktæki- færi. Drogba bætti síðan við öðru marki fyrir Chelsea eftir að Eiður Smári Guðjohnsen hafði skallað boltann laglega inn fyrir vörnina. Á sextugustu og fimmtu mínútu tókst Francesc Fabregas að minnka muninn með góðu skoti úr vítateignum, en lengra komst liðið ekki. Chelsea vann því fyrsta opin- bera leik nýs keppnistímabils og virðist sem bæði lið komi vel und- irbúin til leiks eftir sumarfrí. - mh SIGRI FAGNAÐ Leikmenn Chelsea höfðu ástæðu til að fagna í gær eftir að hafa unnið Arsenal í fyrsta opinbera leik keppnistímabilsins.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.