Fréttablaðið - 20.08.2005, Side 2
2 20. ágúst 2005 LAUGARDAGUR
Sjö fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur strætisvagns og vörubifreiðar:
Dróst tuttugu metra me› vörubílnum
SLYS Sjö voru fluttir á slysadeild
eftir harðan árekstur strætis-
vagns og vörubifreiðar á gatna-
mótum Laugavegs, Suðurlands-
brautar og Kringlumýrarbrautar
á tíunda tímanum í gærmorgun.
Strætisvagnabílstjórinn slas-
aðist alvarlega á fótum og var
fluttur með sjúkrabíl á slysadeild
Landspítala - háskólasjúkrahúss.
Þar gekkst hann undir aðgerð í
gær og var í kjölfarið lagður inn á
gjörgæslu. Hann kastaðist út úr
strætisvagninum við áreksturinn
og dróst um tuttugu metra eftir
götunni með vörubifreiðinni.
Fimm farþegar strætisvagns-
ins voru fluttir með sjúkrabíl á
slysadeild en reyndust ekki alvar-
lega slasaðir. Eldri maður var þó
lagður inn til eftirlits vegna höf-
uðáverka en hinir fengu að fara
heim að lokinni skoðun.
Ökumaður vörubifreiðarinnar
var einnig fluttur með lögreglubíl
á slysadeild. Hann var ómeiddur
en mjög brugðið eftir áreksturinn
ekki síst þar sem hann reyndist
þekkja strætisvagnabílstjórann.
Tildrög slyssins eru í rann-
sókn. - ht
Brottflutningur landnema af Gaza er í fullum gangi:
Ná›ugur dagur hjá ísraelska hernum
GADID, AP Brottflutningi landtöku-
manna af Gaza-svæðinu miðar vel
áfram. Ekki kom til neinna alvar-
legra átaka á svæðinu í gær.
Miðað við róstusaman fimmtu-
daginn þegar mótmælendur
skvettu sýru á hermenn í sýna-
gógum í Neve Dekalim og Kfar
Darom landnemabyggðunum áttu
ísraelsku hermennirnir náðugan
dag í Gadid í gær. Þar voru nokkr-
ir mótmælendur saman komnir en
þeir samþykktu eftir viðræður
við lögreglumenn að yfirgefa
svæðið án mótþróa. Nokkrir klifr-
uðu þó upp á húsþök og hrópuðu
þaðan ókvæðisorð.
Í Kerem Atzmona-hverfinu
jöfnuðu jarðýtur Ísraela nokkur
hjólhýsi við jörðu. Þau eru fyrstu
híbýlin sem rifin eru í tengslum
við lokun byggðanna.
Palestínumenn í bænum Rafah
söfnuðust saman í hliði yfirgef-
innar landnemabyggðar og lofuðu
Guð fyrir að reka Ísraela á brott.
Nú hefur þorri landnema-
byggða á Gaza-ströndinni verið
rýmdur, fólk býr aðeins í fjórum
þeirra. Yfirmaður brottflutnings-
ins sagðist búast við að honum
yrði lokið á þriðjudaginn en það er
mun fyrr en í fyrstu var búist við.
- shg
Vegager›in rannsakar
leyfislausa leigubíla
Brög› eru a› flví a› leigubílum í höfu›borginni sé eki› um tilskilinna leyfa og
heimilda. Eftirlitsdeild Vegager›arinnar rannsakar nokkur slík mál. Allnokkur
mál tengd misnotkun á atvinnuleyfum bílstjóra eru í sko›un.
ATVINNUMÁL „Það eru nokkur mál
í skoðun hjá okkur í dag og slík
mál koma nokkuð reglulega
upp,“ segir Sigurður Hauksson
hjá eftirlitsdeild Vegagerðar-
innar. Sigurður vísar þar til
mála sem varða misnotkun á at-
vinnuleyfum leigubílstjóra en
nokkuð virðist um að óprúttnir
fari ekki að lögum og reglum
hvað þau varðar.
Viðurlög við misnotkun á
slíkum leyfum er aðvörun en
ekki er gengið ýkja hart fram
fyrr en sannað þykir að viðkom-
andi leyfishafi brjóti lögin ítrek-
að. Hefur það heft rannsókn
slíkra mála að andmælaréttur
leyfishafa er afar ríkur og hvert
mál getur tekið langan tíma.
Misnotkunin felst aðallega í
að leyfishafar, sem halda leyf-
um sínum til 71 árs aldurs,
framleigi þau og stundi jafnvel
allt aðra vinnu en leigubíla-
akstur á meðan. Slíkt er ekki
brot svo lengi sem leyfishafar
sjálfir skili 40 tíma vinnufram-
lagi í viku hverri en eftirlit með
slíku er afar erfitt og allt að því
vonlaust.
Sigurður segir að misjafnir
menn finnist í öllum greinum en
tekur fram að 95 prósent leigu-
bílstjóra eru til fyrirmyndar og
almennt séu engin vandamál af
þeirra hálfu. „Svo eru aðrir sem
reyna að fara á sveig við lög og
reglur en enginn hefur þó misst
leyfið sitt vegna brota á þeim
þremur árum sem við höfum séð
um eftirlit með þessu.“
Lög kveða einnig á um að all-
ir leigubílstjórar skuli vera með
atvinnuleyfi sín í bílum sínum
en Fréttablaðið hefur sannreynt
að því er ekki að heilsa í öllum
tilvikum. Víða erlendis mega
bílstjórar ekki aka leigubílum
nema akstursleyfi þeirra sé á
áberandi stað í bílum þeirra þar
sem viðskiptavinir geta séð
mynd, nafn og leyfisnúmer við-
komandi. Er það talið sjálfsagt
öryggisatriði fyrir farþega enda
ljóst að tryggingar ná ekki til
þeirra sem aka leigubíl undir
fölsku flaggi. Vegagerðin hefur
vitneskju um að í höfuðborginni
séu notaðir leigubílar sem til-
heyra engri leigubílastöð og er
því allur varinn góður.
albert@frettabladid.is
SAMGLEÐJAST YFIR FLUGBRAUTINNI
Ingólfur Bjarni Svafarsson er ekki hár í loft-
inu en hann var í skýjunum með nýju flug-
brautina og hér óskar hann samgöngu-
ráðherra til hamingju með hana.
Ný flugbraut:
Allir kátir í
Grímsey
SAMGÖNGUR „Það var sól og blíða
að þessu sinni og allir Grímsey-
ingar afar kátir,“ segir Brynjólfur
Árnason, flugvallarvörður í
Grímsey, en Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra vígði þar í
gær nýja flugbraut og véla-
geymslu.
Nýja flugbrautin er rúmur
kílómetri að lengd og hún leysir af
hólmi gamla malarbraut sem oft
var ófær á vorin þegar þiðna tók í
jörðu.
Til stóð að vígja flugbrautina
fyrir viku en fresta varð athöfn-
inni vegna mikillar þoku sem lá
yfir eynni og hamlaði flugsam-
göngum. - jse
LÖGREGLUMAÐUR STENDUR VÖRÐ Yfir-
maður Lundúnalögreglunnar neitar að
hafa reynt að hafa áhrif á rannsókn á
dauða Brasilíumannsins Menezes.
Yfirmaður Lundúnalögreglunnar:
Vísar ásökun-
um á bug
LUNDÚNIR Yfirmaður Lundúna-
lögreglunnar, Ian Blair, neitar
því staðfastlega að hafa reynt að
hafa áhrif á rannsókn á dauða
Brasílíumannsins Jean Charles
de Menezes, sem lögreglumenn
skutu til bana á neðanjarðar-
lestarstöð í Lundúnum í júlí.
Hann neitar því jafnframt al-
farið að hafa á nokkurn hátt
reynt að breiða yfir málið.
Breska blaðið The Guardian
segir frá því að Blair hafi lagt
það til í febrúar að lögreglumenn
sem bana einhverjum á meðan
þeir eru við störf ættu að njóta
friðhelgi. ■
SPURNING DAGSINS
Siggi, hvernig ver›ur flú
klæddur á Menningarnótt?
Eftir veðri.
Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, einnig
þekktur sem Siggi stormur, spáir ágætu veðri í
dag þó að smá skúrir verði fyrrihluta dags en
vindasamara með kvöldinu.
MÓTMÆLT Í GADID Nokkrir landtökumenn komu sér fyrir á húsþökum í Gadid-byggðinni og
létu hermenn fá það óþvegið. Þeir veittu þó litla mótspyrnu þegar hermenn fjarlægðu þá.
HARÐUR ÁREKSTUR Strætisvagn og vöru-
bifreið eru mikið skemmd eftir árekstur á
mótum Laugavegs og Suðurlandsbrautar í
gærmorgun.
Leigubílar:
Gjaldskrá
hækku›
NEYTENDUR Gjaldskrá leigubifreiða
hækkaði um rúm átta prósent í
gær og er startgjald leigubíla þá
orðið 470 krónur en var 430 áður.
Sú breyting hefur orðið eftir að
olíugjald var sett á í stað þunga-
skatts í sumar að svokölluð vísitala
bifreiða er lögð til grundvallar
þegar hugað er að breytingum á
gjaldskrá leigu-, vöru- eða sendi-
bíla en sú breyting kom einna
harðast niður á leigubílstjórum.
Þótti því ástæða til hækkunar sem
nú hefur tekið gildi. - aöe
EKKI ER ALLT SEM SÝNIST Langstærstur hluti leigubílstjóra fylgir settum lögum og reglum
en dæmi eru um bílstjóra sem aka með farþega án þess að hafa til þess nokkur leyfi.
Skákþing Íslands:
Hannes Hlífar
enn í forystu
SKÁK Hannes Hlífar Stefánsson
stórmeistari heldur forystunni á
Skákþingi Íslands eftir skákir
gærdagsins. Hann lagði Sigurð
Pál Steindórsson næsta örugglega
og sama er að segja um Jón Viktor
Gunnarsson sem vann Snorra G.
Bergsson. Hannes hefur sjö og
hálfan vinning að loknum níu um-
ferðum á Skákþinginu en Jón
Viktor fylgir fast á hæla honum
með sjö vinninga. Þriðji er Stefán
Kristjánsson með sex og hálfan
vinning. Tvær umferðir eru eftir
af Skákþinginu. - ssal