Fréttablaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 62
ÞYKKAR BÓMULL- ARSOKKABUXUR Verða ómissandi undir köflóttu pils- in. Sock shop. ÆÐISLEGA fallegur köfl- óttur skokkur úr Zöru. MJÖG SMART er að láta tíglasokka gægjast upp úr stígvélunum eða einfaldlega vera í þeim við háhælaða skó. Einn af kostunum við að búa í köldulandi er að þurfa ekki alltaf að vera ísandölum og hlírabol heldur geta smeygt sér í notalegar rúllukragapeysur og æðislegar ullarkápur þegar hausta tekur. Það er alltaf jafn gaman að skoða í tískubúð- irnar á þessum tíma þegar virkilega gerðar- legar flíkur eru í boði. Ef litið er yfir haust- tískuna í ár sést vel að rómantískur sveita- blær svífur yfir vötnum og að þessu sinni eru köflóttar flíkur hvað mest áberandi. Sköpunarverk hönnuða á borð við Marc Jac- obs, Önnu Sui og Karen Walker minna á þau föt sem hástéttarfólk klæddist á sveitasetr- um sínum fyrr á tím- um þar sem fallegar skyrtur með háum kraga og síð ull- arpils við upp- hneppt stígvél réðu ríkjum. Áhrifa gætir einnig frá hinum góðu þáttum um Húsið á sléttunni og fötin myndu sóma sér vel jafnt í fjallakofa í Ölpunum eða bara heima fyrir framan arininn. Af- slappað, kvenlegt og hástéttar-sveitó eru einkunnarorðin og ef pils eða kjólar eru í styttri kantinum er um að gera að skella sér í þykkar bómullarsokkabuxur og jafnvel köflótta sokka yfir þær. Líkt og fötin er fal- legast að hárið sé afslappað og náttúrulegt og förðunin í lágmarki. soleyk@frettabladid.is 46 20. ágúst 2005 LAUGARDAGUR MÓÐUR VIKUNNAR > MARTA SMARTA FER YFIR MÁLIN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A, G ET TY Sveitarómantík á köldum vetrarkvöldum SJAL ÚR ZÖRU Þegar vetrarhríðin hamast á gluggunum er fátt þægilegra en að kúra sig ofan í mjúkt sjal. SÆT OG SVEITALEG peysa úr Vero Moda. ANNA SUI Naomi Campbell í gamaldags skyrtu við fallegan köflóttan skokk. HLÝTT OG KÓSÍ Anna Sui sýndi stórar prjónaðar rúllukragapeysur við sveitaleg pils í haust- og vetrarlínu sinni. FLOTT að vera með gróf og þykk belti við vetrarfötin. ÆÐISLEG stígvél úr Vero Moda. TREFILL úr Zöru. SÍÐ OG VÍÐ Pils úr Vero Moda (t.v.) og Zöru (t.h.) Þegar ég var yngri fannst mér haustið alltaf svo dásamlegur tími. Ég hef reyndar ekki skipt um skoðun, áherslurnar hafa bara breyst. Áður en skólinn byrjaði kviknuðu margar góðar hugmyndir og var ég sérlega upptekin við að „pródúsera“ klæðnað komandi vetrar. Yfirleitt skutu þær hugmyndir upp kollinum að ég ætlaði að vera sérlega dömuleg. Eitt síðsumarið beit ég það í mig að flauel væri málið þann veturinn. Ég saum- aði mér flauelsbuxur sem voru nokkuð vel heppnaðar. Við þær klæddist ég tíglapeysu, rúllukragapeysu eða hneppri vínrauðri V-hálsmálspeysu frá Guðsteini. Þegar ég var komin í þennan dömulega klæðnað vantaði mig sárlega hælaskó og velti því fyr- ir mér vel og lengi hvort ég ætti að stökkva. Ég var 15 ára og gellugangur var í algjöru lágmarki í Árbænum nema náttúrlega hjá þröngu kráti sem ég tilheyrði ekki. Mér fannst ég því tefla heldur djarft að kaupa skóna sem voru nota bene með fimm sm háum kubbahæl. Ég lét þó vaða eftir langa umhugsun og sé ekki eftir því. Skórnir voru flottir þótt það hafi stundum verið svolít- ið erfitt að hlaupa í þeim eftir strætó í hvaða veðri sem var. Það sem er þó fyndið þegar maður lítur til baka er að þessi klæðnaður er allt annað en gellulegur. Hann er meira í átt við klæðaskáp vistmanna á Hrafnistu eða Hobbita sem reykja vindla og safna frímerkjum í sínum litlu holum. Þar sem ég var að vinna á Hrafnistu um sumarið hef ég því líklega orðið fyrir óáþreifanlegum innblæstri. Ég get ekki greint hvort innblástur- inn hafi komið frá A eða C-álmu eða bara úr matsalnum. Þessi tilfinning að langa í tíglapeysur og flauelsbuxur á haustin hefur þó elt mig síðan á Hrafnistutímanum. Öll tísku- slys sem ratað hafa í fataskápinn hafa yfirleitt gerst á þessum árstíma. Ég verð svo æst þegar haustvörurnar koma að ég missi mig stundum í einhverja vitleysu sem ég er langt frá því að vera stolt af. Það sem huggar mig er að ég er ekki eina manneskjan í alheiminum sem tapa mér stundum og því vil ég brýna fyrir þeim sem hafa þessa veikleika að fara hægt um gleðinnar dyr. Unglingur í dömufíling? GWEN er alltaf flott í tauinu og hér er hún í gamaldags skyrtu með háum kraga undir köflóttum jakka. LOÐFELDIR Koma alltaf sterkir inn á haustin. STÍGVÉL úr Vero Moda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.