Fréttablaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 61
LAUGARDAGUR 20. ágúst 2005 45 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 17 18 19 20 21 22 23 Laugardagur JANÚAR Gallerí húsgögn Glæsilegt opnunartilboð: Þriggja sæta hægindasófi og tveir hægindastólar (3+1+1) af bestu gerð. Sannkallaðir letistólar. Verð aðeins 209.900 Mikið úrval af borðstofusettum Úrval skilrúma, kommóða, borða. Sjón er sögu ríkari! Sá sem ríður á vaðið í galleríi okkar er Haukur Dór Verið velkomin að Dalvegi 18. Gallery Húsgögn Stofuborð. Listagripur úr kopar og gleri. Einn sá flottasti! Horn sófi með snúningi á endasætum. Opnunartilboð aðeins 221.800 Glæsileg húsgagnaverslun að Dalvegi 18 Opið alla virka daga frá 11-18, laugardaga 11-16 og sunnudaga frá 13-16 Hallgrímur Helgason rithöfundur mun senda frá sér skáldsögu fyrir jólin sem ber heitið Rokland. Þar mun vera á ferðinni mikil hörkubók sem lýst er sem samblandi af tveim- ur eldri bókum Hallgríms, 101 Reykjavík og Þetta er allt að koma. Rokland er saga Bödda Stein- gríms, reiðs bloggara á landsbyggð- inni sem snýr aftur heim á Krókinn eftir tíu ára náms- og hangsdvöl í Þýskalandi. Það reynist alltof lítill staður fyrir svo stóryrtan mann og á ýmsu gengur í samskiptum Bödda við bæjarbúa. Böddi fær útrás fyrir reiði sína á bloggsíðu sinni þar sem bæjarbúar fá það óþvegið frá honum sem og landsmenn allir því honum er mjög uppsigað við hið endalausa ís- lenska góðæri. Að hans mati er þjóð- félagið flugfélag sem flýgur í vit- lausa átt. „Of mikil velsæld skapar vesæld“ er eitt af hans slagorðum. Ásamt því að vera saga um þennan einmana uppreisnarmann er Rokland jafnframt snörp þjóðfélags- ádrepa og samtímaspegill sem gam- an verður að bera upp að íslensku samfélagi þegar þar að kemur. ■ Rokland Hallgríms HelgasonarJöklumyndir Ólafs Elíassonar HALLGRÍMUR HELGASON Sendir frá sér skáldsöguna Rokland sem fjallar um Bödda Steingríms, reiðan bloggara á landsbyggðinni. Í dag klukkan fjögur verður opn- uð sýning á Jöklumyndum Ólafs Elíassonar á Eiðum. Myndirnar á sýningunni eru 48 litljósmyndir teknar úr lofti. Ljósmyndirnar sýna Jökulsá á Dal frá upptökum framhjá Kárahnjúkum og niður í byggð en myndirnar hafa áður verið til sýningar hér á landi sem hluti af Listahátíð í Reykjavík. Í tengslum við listahátíðina birtust Jöklumyndir Ólafs Elíassonar í fylgiblaði Morgunblaðsins í vor og á sýningu í 101 Gallerí. Ólafur Elíasson er starfandi og búsettur í Berlín um þessar mundir. Frægastur er hann fyrir gervisólina sem var til sýnis í listasafninu Tate Modern í Lund- únum. Verk hans eru gjarnan stórar innsetningar þar sem áhorfandinn er á einhvern hátt þátttakandi í verkinu. Auk stórra innsetninga fæst Ólafur við að skapa skúlptúra og taka ljós- myndir en í myndum hans má sjá útfærslu á rannsókn eða skrásetn- ingu á náttúru og landslagi. ■ ÓLAFUR ELÍASSON Frá opnun á sýning- um Ólafs í 101 Gallerí á Jöklumyndum hans en myndirnar verða til sýnis á Eiðum frá og með deginum í dag. ■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Setning Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju. Flytjendur eru með- al annarra Mótettukór Hallgríms- kirkju, Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag og David Sanger orgel- leikari. Í framhaldi verður myndlistar- sýning Kirkjulistahátíðar opnuð, Salt jarðar og ljós heimsins borgarlista- maður 2005 Rúrí sýnir í forkirkju og kirkjuskipi.  16.00 Á elleftu tónleikum sumar- tónleikaraðar veitingahússins Jóm- frúarinnar við Lækjargötu, kemur fram gítarleikarinn Andrés Þor Gunnlaugsson og hljómsveit hans; Hummus. Auk Andrésar eru í hljóm- sveitinni þeir Sigurður Flosason á saxófón, Valdimar Kolbeinn Sigur- jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Tónleikarnir standa til kl. 18.  23.00 Geirmundur Valtýsson og hljómsveit mætir til höfuðborgarinn- ar í öllu sínu veldi og skemmtir gest- um Kringlukráarinnar. ■ ■ OPNANIR  16.00 Myndlistarmennirnir Carl Boutard og Dodda Maggý opna hvor sína einkasýninguna í Skaft- felli-Menningarmiðstöð á Seyðis- firði. 16.00 Hulda Stefánsdóttir opnar sýninguna Yfirlýstir staðir og Kristín Reynisdóttir opnar sýningu á inn- setningunni Yfirborð í Listasafni ASÍ. Sýningarnar standa til 11. sept- ember. Listasafn ASÍ er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00 til 17.00 Aðgangur er ókeypis. ■ ■ MENNINGARNÓTT  11.00 Borgarstjórinn í Reykjavík, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, setur Menningarnótt í miðborginni.  11.40 Skemmtidagskrá hefst í Lækjargötunni. Hljómsveitin Í svört- um fötum hvetur maraþonhlaupara og skemmtir stuðningsmönnum í Lækjargötu. Einnig skemmta í Karla- kórinn Fóstbræður, Götuleikhúsið - eldgleypar og Georg og Masi í verða í góðum gír.  14.00 Kaupmannahöfn á Menn- ingarnótt. Setning dagskrár frá Kaupmannahöfn á Menningarnótt 2005 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Við tekur fjölbreytt dagskrá frá Kaup- mannahöfn allan daginn.  14.30 Hrafnagaldur Óðins, Snjá- fjallavísur og annar kveðskapur fluttur af Steindóri Andersen kvæðamanni og Hilmari Erni Hilm- arssyni tónskáldi í Þjóðminjasafni Íslands. Aftur kl. 16:30.  15.00 Hiphop-tónleikar í Bíla- stæðaporti. Fram koma margar af ferskustu og efnilegustu Hiphop- hljómsveitum landsins og flytja nokkur lög. Eftir tónleikana verður opinn hljóðnemi. Sjá nánari dagskrá á www.hiphop.is.  18.00 Tónlistarveisla í Tjarnarbíói. Fram koma margar hljómsveitir sem skipaðar eru fólki í yngri kantinum. Meðal annars Mammút, Hermigerf- ill og Llama.  20.00 Reykjavík, Ríó!. Alþjóða- húsið blæs til karnivals í miðbænum á Menningarnótt. Fylkt verður liði í litskrúðugri göngu niður Hverfisgöt- una en tilgangur göngunnar er að fanga fjölbreytileika mannlífsins í Reykjavík. Frá Hlemmi.  20.45 Stórtónleikar Rásar 2 og Rauða krossins í samstarfi við Ís- landsbanka á Miðbakka Reykjavík- urhafnar. Fram koma meðal annars Todmobile, Hjálmar og Í svörtum fötum.  23.00 Glæsileg flugeldasýning í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.