Fréttablaðið - 20.08.2005, Qupperneq 61
LAUGARDAGUR 20. ágúst 2005 45
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
17 18 19 20 21 22 23
Laugardagur
JANÚAR
Gallerí húsgögn
Glæsilegt opnunartilboð:
Þriggja sæta hægindasófi og tveir
hægindastólar (3+1+1) af bestu gerð.
Sannkallaðir letistólar.
Verð aðeins 209.900
Mikið úrval af
borðstofusettum
Úrval skilrúma,
kommóða, borða.
Sjón er
sögu ríkari!
Sá sem ríður á vaðið í galleríi okkar er
Haukur Dór
Verið velkomin að Dalvegi 18.
Gallery Húsgögn
Stofuborð.
Listagripur úr kopar og gleri.
Einn sá flottasti!
Horn sófi með snúningi á endasætum.
Opnunartilboð aðeins 221.800
Glæsileg húsgagnaverslun að Dalvegi 18
Opið alla virka daga frá 11-18, laugardaga 11-16 og sunnudaga frá 13-16
Hallgrímur Helgason rithöfundur
mun senda frá sér skáldsögu fyrir
jólin sem ber heitið Rokland. Þar
mun vera á ferðinni mikil hörkubók
sem lýst er sem samblandi af tveim-
ur eldri bókum Hallgríms, 101
Reykjavík og Þetta er allt að koma.
Rokland er saga Bödda Stein-
gríms, reiðs bloggara á landsbyggð-
inni sem snýr aftur heim á Krókinn
eftir tíu ára náms- og hangsdvöl í
Þýskalandi. Það reynist alltof lítill
staður fyrir svo stóryrtan mann og á
ýmsu gengur í samskiptum Bödda
við bæjarbúa. Böddi fær útrás fyrir
reiði sína á bloggsíðu sinni þar sem
bæjarbúar fá það óþvegið frá honum
sem og landsmenn allir því honum er
mjög uppsigað við hið endalausa ís-
lenska góðæri. Að hans mati er þjóð-
félagið flugfélag sem flýgur í vit-
lausa átt. „Of mikil velsæld skapar
vesæld“ er eitt af hans slagorðum.
Ásamt því að vera saga um þennan
einmana uppreisnarmann er
Rokland jafnframt snörp þjóðfélags-
ádrepa og samtímaspegill sem gam-
an verður að bera upp að íslensku
samfélagi þegar þar að kemur. ■
Rokland Hallgríms HelgasonarJöklumyndir Ólafs Elíassonar
HALLGRÍMUR HELGASON Sendir frá sér
skáldsöguna Rokland sem fjallar um
Bödda Steingríms, reiðan bloggara á
landsbyggðinni.
Í dag klukkan fjögur verður opn-
uð sýning á Jöklumyndum Ólafs
Elíassonar á Eiðum. Myndirnar á
sýningunni eru 48 litljósmyndir
teknar úr lofti. Ljósmyndirnar
sýna Jökulsá á Dal frá upptökum
framhjá Kárahnjúkum og niður í
byggð en myndirnar hafa áður
verið til sýningar hér á landi sem
hluti af Listahátíð í Reykjavík. Í
tengslum við listahátíðina birtust
Jöklumyndir Ólafs Elíassonar í
fylgiblaði Morgunblaðsins í vor
og á sýningu í 101 Gallerí.
Ólafur Elíasson er starfandi og
búsettur í Berlín um þessar
mundir. Frægastur er hann fyrir
gervisólina sem var til sýnis í
listasafninu Tate Modern í Lund-
únum. Verk hans eru gjarnan
stórar innsetningar þar sem
áhorfandinn er á einhvern hátt
þátttakandi í verkinu. Auk stórra
innsetninga fæst Ólafur við að
skapa skúlptúra og taka ljós-
myndir en í myndum hans má sjá
útfærslu á rannsókn eða skrásetn-
ingu á náttúru og landslagi. ■
ÓLAFUR ELÍASSON Frá opnun á sýning-
um Ólafs í 101 Gallerí á Jöklumyndum
hans en myndirnar verða til sýnis á Eiðum
frá og með deginum í dag.
■ ■ TÓNLEIKAR
16.00 Setning Kirkjulistahátíðar í
Hallgrímskirkju. Flytjendur eru með-
al annarra Mótettukór Hallgríms-
kirkju, Alþjóðlega barokksveitin í
Den Haag og David Sanger orgel-
leikari. Í framhaldi verður myndlistar-
sýning Kirkjulistahátíðar opnuð, Salt
jarðar og ljós heimsins borgarlista-
maður 2005 Rúrí sýnir í forkirkju og
kirkjuskipi.
16.00 Á elleftu tónleikum sumar-
tónleikaraðar veitingahússins Jóm-
frúarinnar við Lækjargötu, kemur
fram gítarleikarinn Andrés Þor
Gunnlaugsson og hljómsveit hans;
Hummus. Auk Andrésar eru í hljóm-
sveitinni þeir Sigurður Flosason á
saxófón, Valdimar Kolbeinn Sigur-
jónsson á kontrabassa og Scott
McLemore á trommur. Tónleikarnir
standa til kl. 18.
23.00 Geirmundur Valtýsson og
hljómsveit mætir til höfuðborgarinn-
ar í öllu sínu veldi og skemmtir gest-
um Kringlukráarinnar.
■ ■ OPNANIR
16.00 Myndlistarmennirnir Carl
Boutard og Dodda Maggý opna
hvor sína einkasýninguna í Skaft-
felli-Menningarmiðstöð á Seyðis-
firði.
16.00 Hulda Stefánsdóttir opnar
sýninguna Yfirlýstir staðir og Kristín
Reynisdóttir opnar sýningu á inn-
setningunni Yfirborð í Listasafni
ASÍ. Sýningarnar standa til 11. sept-
ember. Listasafn ASÍ er opið alla
daga nema mánudaga frá kl. 13.00
til 17.00 Aðgangur er ókeypis.
■ ■ MENNINGARNÓTT
11.00 Borgarstjórinn í Reykjavík,
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, setur
Menningarnótt í miðborginni.
11.40 Skemmtidagskrá hefst í
Lækjargötunni. Hljómsveitin Í svört-
um fötum hvetur maraþonhlaupara
og skemmtir stuðningsmönnum í
Lækjargötu. Einnig skemmta í Karla-
kórinn Fóstbræður, Götuleikhúsið -
eldgleypar og Georg og Masi í verða
í góðum gír.
14.00 Kaupmannahöfn á Menn-
ingarnótt. Setning dagskrár frá
Kaupmannahöfn á Menningarnótt
2005 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Við
tekur fjölbreytt dagskrá frá Kaup-
mannahöfn allan daginn.
14.30 Hrafnagaldur Óðins, Snjá-
fjallavísur og annar kveðskapur
fluttur af Steindóri Andersen
kvæðamanni og Hilmari Erni Hilm-
arssyni tónskáldi í Þjóðminjasafni
Íslands. Aftur kl. 16:30.
15.00 Hiphop-tónleikar í Bíla-
stæðaporti. Fram koma margar af
ferskustu og efnilegustu Hiphop-
hljómsveitum landsins og flytja
nokkur lög. Eftir tónleikana verður
opinn hljóðnemi. Sjá nánari dagskrá
á www.hiphop.is.
18.00 Tónlistarveisla í Tjarnarbíói.
Fram koma margar hljómsveitir sem
skipaðar eru fólki í yngri kantinum.
Meðal annars Mammút, Hermigerf-
ill og Llama.
20.00 Reykjavík, Ríó!. Alþjóða-
húsið blæs til karnivals í miðbænum
á Menningarnótt. Fylkt verður liði í
litskrúðugri göngu niður Hverfisgöt-
una en tilgangur göngunnar er að
fanga fjölbreytileika mannlífsins í
Reykjavík. Frá Hlemmi.
20.45 Stórtónleikar Rásar 2 og
Rauða krossins í samstarfi við Ís-
landsbanka á Miðbakka Reykjavík-
urhafnar. Fram koma meðal annars
Todmobile, Hjálmar og Í svörtum
fötum.
23.00 Glæsileg flugeldasýning í
boði Orkuveitu Reykjavíkur.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.