Fréttablaðið - 20.08.2005, Síða 20

Fréttablaðið - 20.08.2005, Síða 20
Hafskip var stofnað 1958 ogvoru stofnendur 35 inn- ogútflytjendur alls staðar að af landinu. Hvatinn að stofnun þess voru höft á vöruinnkaupum og erfiðleikar við flutninga. Eim- skip var öflugasta skipafélag landsins á þessum tíma og skip þess, sem og önnur flutningaskip í eigu eða rekstri Íslendinga, voru oftar en ekki bundin í ákveðnum flutningum. Afréðu því inn- og út- flytjendurnir 35 að stofna eigið félag með eigin skip til að auð- velda sér flutninga til og frá land- inu. Rekstur Hafskipa gekk bæði vel og illa í 27 ára sögu félagsins, það sigldi ýmist úfinn eða lygnan sjó. Árið 1977 var staðan einkar erfið, skuldir við Útvegsbankann höfðu hrannast upp og af því höfðu margir áhyggjur, meðal annars bankastjórar Seðlabank- ans. Undir árslok 1977 var Björgólfur Guðmundsson ráðinn forstjóri Hafskipa og meðal hans fyrstu verka var að fá Ragnar Kjartansson sér við hlið. Saman hugðust þeir koma skútunni á réttan kjöl. Í ólgusjó Margt var gert til að styrkja Haf- skip í harðri samkeppni á flutn- ingamarkaði. Meðal annars var vörumeðferð breytt, skipastóllinn endurnýjaður og opnaðar voru skrifstofur í Bandaríkjunum og í nokkrum löndum Evrópu. Þessar aðgerðir kostuðu mikla peninga en skiluðu ekki tekjum í sama mæli. Það varð svo til að þyngja reksturinn að endurskipulagning Eimskipafélagsins þýddi harðari samkeppni, félagið missti flutn- inga fyrir Varnarliðið á Keflavík- urflugvelli, BSRB-verkfallið haustið 1984 og gengisfelling í kjölfarið vógu þungt á vogarskál- unum og útslagið gerði lækkað verðmætamat skipa á alþjóðavett- vangi. Hafði það þau áhrif að verðmæti veða hins ríkisrekna Útvegsbanka lækkaði, með til- heyrandi óróa. En áföllin féllu ekki bara af himnum ofan, margt í innra starfi Hafskipa orkaði tvímælis og rangar ákvarðanir voru dýrar. Dýrastar voru siglingar félagsins millli Evrópu og Bandaríkjanna, Norður-Atlantshafssiglingarnar svokölluðu. Ýmsir urðu til að vara við áformum um þær en æðstu stjórnendur voru vissir í sinni sök og héldu kúrsinum. Pólitíkin Þegar leið á árið 1985 var mörg- um ljóst að rekstur Hafskipa var þyngri en auðveldlega var við ráð- ið og þolinmæði bankastjóra Út- vegsbankans þrotin. 80 milljóna króna hlutafjáraukning í upphafi árs breytti litlu og heldur ekki bjartsýni Ragnars Kjartanssonar sem sagði í ræðu á hluthafafundi í febrúar að á meðan menn tryðu á gildi einkaframtaks og samkeppni myndi Hafskip lifa. Í nóvember sama ár var fyrirtækinu veitt greiðslustöðvun og það tekið til gjaldþrotaskipta tæpum þremur vikum síðar. Allar götur síðan hefur verið deilt um hvort Hafskip hafi í raun verið gjaldþrota. Vissulega gekk reksturinn illa, skuldir voru háar og aðstæður allar erfiðar. Hins vegar telja sumir að andrúmsloft- ið sem ríkti í samfélaginu á þess- um tíma hafi ekki síður haft sitt að segja. Stjórnendur og helstu eigendur Hafskips voru flestir nátengdir Sjálfstæðisflokknum. Andstæð- ingar flokksins höfðu unun af að fjalla um málið og leggja út af því á versta veg. Menn innan Sjálf- stæðisflokksins, andsnúnir Al- berti Guðmundssyni fyrrum stjórnarformanni Hafskips, sáu sér einnig leik á borði og gerðu sitt til að koma höggi á hann. Þeir sem stóðu Eimskipafélaginu ná- lægt lögðu sitt af mörkum til að koma Hafskipi á hafsbotn og jafn- vel er talið að menn sem sáu fram á tækifæri til sameiningar í bankakerfinu hafi kynt undir gjaldþrot fyrirtækisins sem kom sér afar illa fyrir Útvegsbankann. Albert þurfti síðar að segja af sér ráðherraembætti vegna Haf- skipsmálsins. Upp komst að hann hafði ekki talið greiðslur frá fé- laginu fram til skatts. Sjálfur sagði hann málið misskilning en var nauðugur einn kostur að víkja. Þáttur Helgarpóstsins „Er Hafskip að sökkva?“ var fyr- irsögn forsíðugreinar Helgar- póstsins, fimmtudaginn 6. júní 1985 en það var Halldór Halldórs- son, blaðamaður og ritstjóri sem skrifaði greinina. Í henni var fjall- að um skuldastöðu fyrirtækisins og hún sögð mun verri en for- svarsmenn þess hefðu gefið til kynna. Greinin vakti mikla at- hygli, ekki síst í ljósi þess að hún birtist degi fyrir aðalfund félags- ins. Hallldór hélt skrifum sínum áfram og naut aðstoðar ónafn- greinds heimildarmanns úr her- búðum Hafskipa. Umfjöllunin var óvenjuleg á þeim tíma enda kennd við rannsóknarblaðamennsku sem var lítt þekkt á Íslandi á níunda áratugnum. Helgarpóstsgreinarnar urðu til að kynda enn undir ófriðarbálinu og í kjölfar þeirra sigldu umræð- urnar inn á Aþingi. Þar lét hvað hæst í Jóni Baldvini Hannibals- syni í Alþýðuflokknum og Ólafi Ragnari Grímssyni í Alþýðu- bandalaginu. Hafskip í gjaldþrot Fljótlega eftir aðalfundinn í júní þar sem bjartsýni gætti um góða afkomu Norður-Atlantshafssigl- inganna reið brotsjórinn yfir. Milliuppgjör sýndi stórfellt tap af siglingunum og staða Hafskips hafði aldrei verið verri. Sáu stjórnendur að þrot blasti við og voru fyrstu aðgerðir þeirra að leita eftir sameiningu við Eim- skipafélagið til að bjarga verð- mætum. Slíkar viðræður höfðu áður farið fram en án árangurs. Eftir nokkra yfirlegu slitnaði upp- úr viðræðunum við Eimskip og við tóku viðræður við Sambandið sem síðar sigldu í strand. Gjaldþrot blasti því við þessu 28 ára gamla skipafélagi sem hafði skekið ís- lenskt samfélag svo um munaði. Átta árum eftir að Hafskip fór í þrot lauk uppgjöri á búi þess. Í ljós kom að eignir voru til fyrir um 65 til 70 prósent krafna en þá var fáheyrt að svo mikið væri til upp í skuldir – og þykir raunar enn. Eimskipafélagið keypti helstu eigur Hafskips úr þrotabúinu og deilt hefur verið um hvort verðið hafi verið sanngjarnt eða óeðli- lega lágt. Í krafti þessa velta menn fyrir sér enn þann dag í dag hvort staða Hafskips hafi í raun verið svo slæm að til gjaldþrots hafi þurft að koma. Gæsluvarðhald og ákærur Öfugt við flest gjaldþrotamál lauk Hafskipsmálinu ekki með úr- skurði skiptaráðenda og skiptum búsins. Nýr kafli málsins hófst í kjölfar erindis skiptaráðenda til rannsóknarlögreglustjóra en þeir töldu, eftir athugun á gögnum fé- lagsins, að ekki væri nóg með að fyrirtækið hefði verið illa rekið heldur hefðu stjórnendur þess hugsanlega gerst brotlegir við lög. Upphófst umfangsmikil lög- reglurannsókn sem varð alþjóð ljós þegar fréttir voru fluttar af handtökum og gæsluvarðhaldsúr- skurðum yfir fimm stjórnendum Hafskips og endurskoðanda fé- lagsins. Þetta var í maí 1986. Gæsluvarðhaldið og yfirlýs- ingar rannsóknarlögreglustjóra í fjölmiðlum um gang rannsóknar- innar vöktu vitaskuld þjóðarat- hygli. Fullyrti hann að rannsókn- inni miðaði vel og jafnvel voru höfð eftir honum orð um að játn- ingar lægu fyrir. Hvort tveggja voru veikar fullyrðingar því eng- ar voru játningarnar og rannsókn- in gekk ekki betur en svo að ákær- ur lágu ekki fyrir fyrr en næstum ári síðar. Var þeim svo vísað frá vegna vanhæfis ríkissaksóknara. ■ 6. júní 1985 Helgarpósturinn birtir grein um Hafskip undir fyrirsögninni „Er Hafskip að sökkva?“ ■18. nóvember 1985 Hafskipi veitt greiðslustöðvun. ■ 6. desember 1985 Hafskip tekið til gjaldþrotaskipta. ■ 20. maí 1986 Fimm forráðamenn Hafskips og endurskoðandi félagsins handteknir. Daginn eftir eru sexmenn- ingarnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. ■ 18. júní 1986 Forstjóri og stjórnar- formaður Hafskips látnir lausir úr gæsluvarðhaldi að undangengnum úr- skurði Hæstaréttar. Áður höfðu aðrir verið látnir lausir. ■ 9. apríl 1987 Ríkissaksóknari gefur út ákærur á hendur þremur forráða- mönnum Hafskips, endurskoðanda fé- lagsins og sjö starfandi og fyrrverandi bankastjórum Útvegsbankans. Alls ellefu manns. ■ 4. og 24. júní 1987 Hæstiréttur vís- ar ákærunum frá dómi þar sem ríkis- saksóknari taldist vanhæfur í málinu því bróðir hans sat í bankaráði Útvegs- bankans. ■ 6. ágúst 1987 Jónatan Þórmunds- son lagaprófessor skipaður sérstakur saksóknari í Hafskipsmálinu. ■ 11. nóvember 1988 Sérstakur sak- sóknari gefur út ákærur á hendur sex starfsmönnum Hafskips, endurskoð- anda félagsins og níu starfsmönnum og bankaráðsmönnum Útvegsbank- ans. Alls sextán manns. Síðar í mán- uðinum bætist einn bankaráðsmaður við hópinn. ■ 5. júlí 1990 Kveðinn er upp dómur í Sakadómi Reykjavíkur yfir þremur ákærðu. Fjórtán voru sýknaðir. Sekir voru fundnir Björgólfur Guðmundsson forstjóri, sem hlaut fimm mánaða skil- orðsbundið fangelsi, Páll Bragi Krist- jónsson, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs, sem hlaut tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, og Helgi Magnússon endurskoðandi, sem hlaut 100 þúsund króna sekt. ■ 13. júlí 1990 Jónatan Þórmunds- son, sérstakur saksóknari, leystur frá málinu að eigin ósk. Páll Arnór Páls- son, aðstoðarmaður Jónatans, var skipaður í hans stað. ■ 17. desember 1990 Málum hinna dæmdu og Ragnars Kjartanssonar að auki áfrýjað til Hæstaréttar. ■ 5. júní 1991 Kveðinn er upp dómur í Hæstarétti yfir fjórmenningunum. 20 20. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Hafskipsmáli› hlaut fljó›arathygli á sínum tíma enda óvenjulegt fyrir margra hluta sakir. Skrif Helgarpósts- ins, stóryrtar umræ›ur á Alflingi, handtökur og gæsluvar›hald sex manna, ákærur á hendur sautján mönnum í vi›skiptalífinu og afsögn rá›herra voru ekki – og eru ekki – daglegt brau› í íslensku samfélagi. Málinu lauk me› dómum Hæstaréttar yfir fjórum mönnum sem fló voru a›eins sakfelldir fyrir hluta fleirra saka sem fleim voru gefnar á hendur. Björn fiór Sigbjörnsson stiklar á stóru í Hafskips- málinu, tuttugu árum eftir gjaldflrot fyrirtækisins. VIÐTAL VIÐ HALLDÓR Á morgun birtist viðtal við Halldór Halldórsson, ritstjóra og blaðamann Helgarpóstsins, en skrif hans um Haf- skip ollu straumhvörfum í Hafskipsmál- inu. Í viðtalinu segist Halldór standa við hvern staf sem hann skrifaði fyrir tutt- ugu árum. „Það hefur aldrei hvarflað að mér að ég ætti nokkra sök á því að þessir menn voru fangelsaðir. Ég skrif- aði bara fréttir af málinu,“ segir hann meðal annars. Þá útilokar hann ekki að forsvarsmenn Hafskips hafi átt sinn þátt í að Helgarpósturinn fór á hausinn. HAFSKIP – hátt reitt til höggs BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON FORSTJÓRI 12 mánaða fangelsi skil- orðsbundið. Sat í gæsluvarðhaldi í 28 daga. RAGNAR KJARTANSSON STJÓRN- ARFORMAÐUR 5 mánaða fangelsi skilorðsbundið. Sat í gæsluvarðhaldi í 28 daga. PÁLL BRAGI KRISTJÓNSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI FJÁR- MÁLA- OG REKSTRARSVIÐS 2 mánaða fangelsi skilorðsbundið. Sat í gæsluvarðhaldi í 17 daga. HELGI MAGNÚSSON ENDUR- SKOÐANDI 500 þúsund króna sekt. Sat í gæsluvarðhaldi í 20 daga. ÞEIR VORU DÆMDIR TÍMARÖÐ ATBURÐA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.