Fréttablaðið - 20.08.2005, Síða 28

Fréttablaðið - 20.08.2005, Síða 28
20. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Brekkustígur 10 og Kaplaskjóls- vegur 27, 1962 – 1966 Frumbernska. Of mikil fortíð til að ég muni eftir að hafa búið þarna. Þessar götur og þessi hús eru þó enn til. Miðbraut 10, Seltjarnarnesi,1966 – 1970 Skýrasta minningin frá þessum stað er að hafa verið í tindátaleik á stofugólfinu og hlustað á Þrjú á palli í útvarpinu syngja um Jörund Hundadagakonung á meðan ég renndi glerkúlum eftir gólfinu til að fella tindátana. Þarna lærði ég líka að hjóla á hjóli sem vinur minn stal fyrir mig í klukkustund eða svo, eða nógu lengi til að ég gæti lært á það. Mér tókst að hjóla nið- ur Miðbrautina en var ekki eins fljótur að læra að bremsa því ég rann alla leið ofan í fjöru og út í kaldan sjóinn við Suðurströndina. Tómasarhagi 22, Reykjavík, 1970 – 1975 Jarðhæðin. Þarna eignaðist ég fyrsta plötuspilarann minn, ein- hvers konar ferðaapparat. Fékk líka hamstur en hann hvarf á bak við ofninn undir glugganum og sást aldrei aftur. Ljósbláir veggir og eitthvað mjög appelsínugult í herberginu, eitthvað sem ekki hefur varðveist á ljósmyndum. Hagamelur 26, Reykjavík, 1975 – 1979 Efsta hæð. Mitt á milli Melabúð- arinnar og Melaskólans. Brúnir veggir í herberginu og svartmál- að loft. Þaðan á ég margar af mik- ilvægustu minningum mínum, enda held ég að ég hafi orðið til á þessum stað, ef mér leyfist að nota svo hástemmt orðalag. Tómasarhagi 22, Reykjavík, 1979 – 1981 Af sérstökum ástæðum, eins og sagt er, flutti ég aftur í sama hús- ið við Tómasarhagann, í þetta sinn á efstu hæðina. Stjarnan, verbúð, Neskaupstað, sumar 1981 Það var mjög sérstök tilfinning að standa í vinnugallanum í frystihús- inu og heyra spilað í útvarpinu lag sem maður hafði sjálfur tekið þátt í að hljóðrita á plötu fyrr um vorið. Það var eitt af einnar mínútu lög- um Purrks Pillnikk. Mér er líka mjög minnistætt þegar glansandi falleg Mercedes Benz-bifreið rann inn á frystihúsplanið og út úr henni steig Hjörleifur Guttormsson. Vesturgata 53b, Reykjavík, 1982 – 1983 Gamalt timburhús sem var rifið fyrir mörgum árum, eina húsið sem ég hef búið í sem hefur verið rifið. Á sama tíma og ég bjó þar var hljómplötuútgáfan Grammið í kjallaranum, og þar var ansi margt að gerast. Garðastræti 14, Reykjavík, 1983 – 1984 Steinhús á horni Bárugötu, beint á móti Unuhúsi. Sigtryggur Bald- ursson bjó á sömu hæð, í hinni íbúðinni á hæðinni. Við höfðum ekki miklar spurnir hvor af öðr- um á þessum tíma, enda tilheyrð- um við gjörólíkum menningaraf- kimum, hljómsveitunum Purrki Pillnikk og Þey, algerlega grun- lausir um að við myndum seinna stjórna saman hinni frægu Jazzhljómsveit Konráðs Bé, ein- hvern tíma í kringum 1990. Mánagata 14, Reykjavík, 1984 Á þeim stutta tíma sem ég bjó þarna fannst mér ég oft vera staddur í söngtexta eftir Megas, ekki síst textanum Komdu og skoðaðu í kistuna mína. Ég var áskrif- andi að Þjóðviljanum á þessum tíma og reykti Prince Albert. Ég finn enn þá ilminn af Prince Albert-reykn- um og man enn þá ým- islegt sem stóð í Þjóð- viljanum. Calle San Patricio 8 – 12, Salamanca, Spáni, haustið 1984 Mikil upplifun að verða allt í einu há- skólaborgari í einn mánuð, og búa í íbúð með þremur systrum frá Maldíveyjum. Vallarbraut 7, Sel- tjarnarnesi, 1984 – 1985 Á Seltjarnarnesinu, af öllum stöðum, heyrði ég Heaven knows I’m miserable now í fyrsta sinn. Það er ógleymanleg stund, sérstaklega vegna þess að á þess- um tíma hafði maður lært að njóta þess að vera miserable. Poeta Manuel de Góngora 12og Calle Oidores 15, Albaicínhverf- inu, Granada, Spáni 1985-6 Ég skrifaði megnið af fyrstu ljóðabókinni minni Dragsúgi í þessum húsum, aðallega á Oidor- es í gamla Márahverfinu, í hvít- kölkuðu húsi þar sem leðurblökur tístu fyrir mig á kvöldin í rökkr- inu úti fyrir svölunum. Lengi vel skildi ég ekki hvers vegna þessar leðurblökur rötuðu ekki inn í ljóðabókina mína. Veghúsastígur 9, Reykjavík, 1989 -1995 Mikið að gerast. Uppteknir tímar í alls konar skilningi. Veghúsastíg- urinn er ein af skemmtilegri göt- um borgarinnar, henni tilheyra ekki nema fjögur eða fimm hús en samt er þetta aðalgata Skugga- hverfisins. Beauchamp Lane í Cowley, Ox- ford, og Walton Street, Oxford, sumrin 1999 – 2000 Skrifaði meginhluta fyrstu skáld- sögu minnar í 350 ára gömlu prestssetri í Cowley. Hinum meg- in götunnar var pínulítil kirkja Hvítasunnusafnaðarins þar sem ég fór í messu einn sunnudaginn, meira af forvitni en öðrum hvöt- um, og litlu munaði að ég gengi í söfnuðinn óviljugur. Laufásvegur 25, 1998 – 2004 Frábær staður í þorp- inu Þingholtunum. Í raun og veru eru húsin númer 25 og 27 á miðri skólalóð Kvennaskól- ans, svo eru þau líka mitt á milli bandarísku og bresku sendiráð- anna. Ægisíða 60, Reykjavík, 2004 Tveir mánuðir í risíbúð á horni Ægisíðu og Dunhaga, á meðan Suð- urgata 31 var sett í stand. Útsýni yfir til Ólafs Ragnars og Dor- ritar á Álftanesinu, og æskustöðvarnar fyrir augunum á hverjum degi, þar á meðal gömlu grásleppuskúr- arnir og grasbletturinn undir áramótabrenn- unni, þar sem göngu- stígurinn liggur núna. Suðurgata 31, 2004 - Hinum megin götunnar eru Benedikt Gröndal, Sigurður Breiðfjörð, Theódóra Thorodd- sen og fleiri. Í hverjum einasta glugga er útsýnið íslenskur him- inn og þykkur trjágróður. Það eina sem hægt er að kvarta yfir í augnablikinu er sú furðulega ákvörðun borgaryfirvalda að mjókka götuna til að gera hana að einstefnu en breikka hana ekki aftur þegar ákveðið var að hafa hana áfram tvístefnugötu með strætisvagnaumferð. BRAGI ÓLAFSSON Bragi hefur búið víða í Reykjavík, á Spáni og á Englandi. Hér er hann á Suðurgötunni þar sem hann býr í dag. GÖTURNAR Í LÍFI MÍNU > BRAGI ÓLAFSSON RITHÖFUNDUR Brekkustígur Kaplaskjólsvegur Miðbraut Tómasarhagi Stjarnan, verbúð Vesturgata Garðastræti Mánagata Calle San Patricio Vallarbraut Poeta Manuel de Góngora Calle Oidores Veghúsastígur 9 Beauchamp Lane Walton Street Laufásvegur Ægisíða Suðurgata Reykjavík, pönk og skáldskapurinn Rithöfundurinn hefur búi› á Íslandi, Spáni og á Englandi. Hann man fyrst eftir sér í tindátaleik á stofugólfi en telur sig samt vita hvar hann var› til. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E IN AR Ó LA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.