Fréttablaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 6
6 20. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Reynt að loka fyrir gerlamenguð matvæli: Matvörur frá Taílandi banna›ar HEILBRIGÐISMÁL Umhverfisstofnun hyggst leggja til við Umhverfis- ráðuneytið að sett verði tíma- bundið innflutningsbann á allar kryddjurtir, aspas, laufgrænmeti, baunir og rætur frá Tælandi, að sögn Elínar Guðmundsdóttur for- stöðumanns matvælasviðs. Ástæðan er gerlamengun sem fundist hefur við mælingar á vör- um þaðan. „Við viljum ekki hafa gerla- menguð matvæli hér á markaði,“ segir Elín. „Salmonella, kólígerlar og saurkólígerlar hafa verið að greinast í óásættanlegu magni. Þetta er þó vonandi tímabundið.“ Nýverið tóku starfsmenn um- hverfissviðs Reykjavíkurborgar sýni af grænum smáspergli frá Taílandi sem var til sölu í verslun- um hér. Salmonella greindist í vörunni og var dreifing hennar stöðvuð og hún tekin úr sölu. Dreifingar- og sölubann er nú þegar á 21 tegund kryddjurta frá Taílandi vegna mengunar sem fundist hefur, að sögn Helgu G. Bjarnadóttur hjá Umhverfissviði. Má þar nefna kóríander, myntu- lauf og basilikum. - jss Deilt um breytingar á lei›akerfi Strætó Björk Vilhelmsdóttir dró til baka tvær tillögur sínar um breytingar á fljónustu strætisvagna á fundi stjórnar Strætó bs. í gær. Meirihluti stjórnarinnar horfir í flann kostna› sem breytingarnar hafa í för me› sér. SAMGÖNGUR Ágreiningur í stjórn Strætó bs. á fundi í gær varð til þess að Björk Vilhelmsdóttir stjórnarformaður dró til baka tvær tillögur sínar um breyting- ar á þjónustu strætisvagna. Meirihluti stjórnar telur að kostnaður við breytingar á þjón- ustutíma, leiðakerfi og tímatöfl- um verði of mikill. „Þarna var tekist á um hlut- ina,“ sagði Björk eftir fundinn. „Við vorum bæði að fara yfir reynsluna af nýja kerfinu, tillög- ur um lengdan þjónustutíma og breytingar á tímatöflum og leiðum. Ákveð- ið var að fela framkvæmda- stjóra að breyta tíma- töflunum eins og þyrfti og koma með til- lögur að breyt- ingum á leið- um.“ Áætlað er að lenging á akst- urstíma Strætó á öllum leiðum til miðnættis kosti 40 millj- ónir króna á ári. Spurð nánar út í efni tillagn- anna tveggja sem hún lagði fram, kvaðst Björk ekki get- að greint frá því að svo stöddu þar sem hún hefði dregið þær til baka á fundinum. Ákveð- ið hefði verið að fresta ákvörðun- um um viku, sem væri í sjálfu sér ásættanlegt. „En ég fell ekki frá því að ég tel að það eigi að breyta þjón- ustutímanum,“ ítrekar hún. Ármann Kr. Ólafsson, stjórn- armaður í Strætó bs., segir að stjórnin hafi viljað leyfa málinu „að anda aðeins,“ þannig að fyrst væri einu breytt, síðan öðru og svo koll af kolli með tilheyrandi kostnaði í hvert sinn. „Fyrir mitt leyti finnst mér að taka þurfi við öllum athuga- semdum, fara yfir þær og gera síðan heildstæðar breytingar,“ segir hann. „Nú er til dæmis að koma inn stór hópur notenda sem er skólafólkið. Mér finnst ekkert sjálfgefið að við lengjum þjónustutímann til 12 á mið- nætti. Við höfum úr ákveðnum fjármunum að spila. Spurningin er hvort breyting á einum lið kosti ekki endurskoðun á ein- hverju öðru.“ Ármann segir skyldur stjórn- arinnar að fara vel yfir málið og gera síðan eina heildræna breyt- ingu sem gagnist sem flestum. jss@frettabladid.is Manntjón í eldsvoðum: Nær 50 látnir á 25 árum BRUNAVARNIR Meira manntjón varð vegna eldsvoða hér á landi á síðasta ári en sem nemur meðaltali síðustu tuttugu og fimm ára. Þrír fórust í eldsvoðum í fyrra en tveir að meðal- tali árlega frá 1979. Þó er eru banaslys af þessum völdum fátíðari hér en á öðrum Norðurlöndum. Þetta kemur fram í ársskýrslu Brunamálastofnunar fyrir árið 2004. Alls hafa fjörutíu og átta farist í eldsvoðum hér á landi frá því 1979 og þar af eru karlmenn í miklum meirihluta eða 75 af hundraði. Bætt brunatjón námu 1.240 millj- ónum í fyrra sem er rúmum tvö hundruð milljónum yfir meðaltali. - jse NOREGUR AMMA RÆKTAÐI KANNABIS Barnabörnum ríflega áttræðrar konu brá heldur betur í brún þeg- ar þau fundu kannabisplöntu í fullum blóma í beðinu hennar. Konan vissi ekki um hvers konar plöntu var að ræða og hlúði því að henni með grænum fingrum sínum. Lögregla gerði plöntuna upptæka en talið er að hún hafi sprottið upp af fuglafræi. BANKARÁN Í KROKSTADELVA Øst-bankinn í bænum Kroksta- delva var rændur í gærmorgun og leitar nú lögregla ræningjanna. Ekki er vitað hversu mikið fé þeim tókst að hafa á brott með sér. Er rétt að vísa mótmælendum Kárahnjúkavirkjunar úr landi? SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að flytja Reykjavíkurflugvöll út á Löngusker? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 39,2% 60,8% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN KÓRÍANDER Ein þeirra kryddjurtateg- unda frá Taílandi sem er í dreifingar- og sölubanni hér á landi. 20-80% Laugardag kl. 10:00 - 18:00 Sunnudag kl. 12:00 - 18:00 afsláttur af sýningarhúsgögnum og lítið útlitsgölluðum húsgögnum 2aðeins dagar 20.- 21. ágúst SALALAGER- FYRSTIR KOMA - FYRSTIR FÁ ÞJÓNUSTUTÍMI Lenging á aksturstíma strætisvagna stendur í meirihluta stjórnar Strætó bs. vegna aukins kostnaðar upp á 40 milljónir króna. ÁRMANN KR. ÓLAFS- SON Vill heildrænar breytingar á þjónust- unni. BJÖRK VILHELMS- DÓTTIR Vill breytingar á einstökum þáttum strax. MENNTUN Leiða má líkum að því að um 105 þúsund einstaklingar hefji nám í skólum landsins í næstu viku en þá hefja flestir skólar starfsemi sína eftir sumarfrí. Í fyrrahaust voru nemendur tæp- lega 104 þúsund talsins á öllum skólastigum en allmargir skólar hafa tilkynnt um fjölgun nemenda frá ári til árs. Hagstofa Íslands heldur utan um fjölda námsmanna sem og fjölda þeirra Íslendinga sem sækir nám erlendis. Samkvæmt þeirra tölum voru rúmlega 44 þúsund einstak- lingar í grunnskólum landsins á síð- ustu haustönn. Um 24 þúsund námu við mennta- og fjölbrautarskóla eða aðra sérskóla á menntaskólastigi. Tæp 17 þúsund börn voru í leikskól- um landsins og rúmlega tvö þúsund sóttu nám erlendis. Lítilleg aukning er fyrirsjáanleg í grunnskólum landsins miðað við fjölda barna á grunnskólaaldri og fjöldi þeirra er leggja stund á nám í mennta- og háskólum eykst einnig. Fjöldi nýnema við Háskólann í Reykjavík hefur aldrei verið meiri og sömu sögu er að segja af Háskól- anum á Akureyri. - aöe Nemendur snúa aftur í skóla í næstu viku eftir sumarfrí: Li›lega 100 flúsund á skólabekk RYKIÐ DUSTAÐ AF SKÓLABÓKUNUM Flestir skólar landsins verða settir í byrjun næstu viku og munu um 105 þúsund einstaklingar hefja nám af einhverju tagi þessa haustönn. DANMÖRK ÚLDNAR PYLSUR COOP, stærsta smásölufyrirtæki í Danmörku, hefur ákveðið að hætta pylsugerð í verslunum þess þar sem mis- brestur er á að heilbrigðiskröfur séu uppfylltar. Ástandið er sagt sérlega slæmt á Jótlandi þar sem pylsurnar eru oft úldnar. BRETLAND TÓLF ÁRA SAKAÐUR UM NAUÐG- UN Tólf ára gamall piltur frá Wigan, nærri Manchester í Englandi, hefur verið ákærður fyrir nauðgun og aðra kynferðis- lega misnotkun. Honum er gefið að sök að hafa þvingað átta ára gamlan pilt til samræðis við sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.