Fréttablaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 63,87 64,17 114,66 115,22 77,72 78,16 10,424 10,484 9,739 9,797 8,317 8,365 0,5775 0,5809 93,34 93,9 GENGI GJALDMIÐLA 19.08.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 108,9703 -0,01% 4 20. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Marokkói dæmdur fyrir að vera félagi í al-Kaída: S‡kna›ur af hlutdeild í hry›juverkum HAMBORG, AP Dómstóll í Hamborg dæmdi í gær Mounir el Motassa- deq, marokkóskan mann sem bú- settur er í Þýskalandi, í sjö ára fangelsi fyrir að vera félagi í al- Kaída hryðjuverkasamtökunum. Hann var hins vegar sýknaður af þátttöku í hryðjuverkaárásunum 11. september 2001. Motassadeq var á sínum tíma fundinn sekur um öll ákæruatriði, þar á meðal 3.000 ákærur vegna þeirra sem létust í hryðjuverka- árásunum 11. september. Áfrýj- unardómstóll vísaði hins vegar málinu aftur heim í hérað þar sem talið var að Motassadeq hefði ekki hlotið sanngjarna málsmeðferð. Dómararnir í Hamborg kom- ust að þeirri niðurstöðu í gær að Motassadeq hefði verið félagi í al-Kaída sellunni í borginni þar sem flugmennirnir Mohammad Atta, Marwan al-Shehhi og Ziad Jarrah voru einnig. Þeir töldu hins vegar ekki hafa verið sýnt fram á að hann hefði haft ein- hverja vitneskju um árásirnar mannskæðu. Dómararnir gagn- rýndu bandarísk stjórnvöld fyr- ir að hafa einungis látið þeim í hendur samantekt á yfirheyrsl- um yfir al-Kaída liðum í Banda- ríkjum vegna málsins, en ekki sjálfar frumskýrslurnar. -shg Mannekla hefur slæm áhrif á leikskólastarfi› LEIKSKÓLAR „Vandamálið er ekki nýtt og ástandið hefur raunar var- að lengi,“ segir Jódís Hlöðvers- dóttir, textílhönnuður og leiðbein- andi á leikskólanum Sjónarhóli í Grafarvogi. Tíu börn verða send heim úr leikskólanum á hádegi dag hvern frá og með mánudegi vegna manneklu. „Við erum of fáar og getum þarafleiðandi ekki byggt upp jafn gott starf né stundað þá mark- vissu vinnu sem við vildum,“ segir Jódís sem telur af og frá að hægt sé að leysa vandamálið með því að fá eldri borgara eða for- eldra til starfa inni á leikskólun- um. „Það vill brenna við að höfuð- máli skiptir hverjir sjá um börnin stóran hluta dagsins,“ segir Jódís. „Leikskólaárin eru helstu mótun- arár barnanna og leikskólar eru menntastofnanir eins og aðrir skólar í borginni.“ Jódís segir einu færu leiðina að hækka launin að fá hæft fólk til starfa inn á leikskólana. „Mjög margir hafa áhuga á því að starfa á leikskóla enda eru þeir yndislegir vinnustaðir. Fólk hefur hins vegar einfaldlega ekki efni á því,“ segir Jódís. Nína Margrét Grímsdóttir, for- eldri þriggja ára barns á Sjónar- hóli, segir foreldra alla af vilja gerða til að skilja aðstöðu starfs- fólks leikskólans. Hún lýsir þó undrun sinni á að vandamálið komi upp á nær hverju ári og telur það helgast af því að launin séu of lág. „Framtíðarlausn á málinu væri að hækka laun faglærðra leikskóla- kennara en ekki að ráða fleira ófaglært starfsfólk,“ segir Nína Margrét. „Það skiptir miklu máli hver sér um börnin á daginn, ef einhvers staðar þarf að vanda til verka er það til starfa með börnun- um.“ Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, segir kjarasamninga ófaglærðs starfsfólks lausa í haust. Ekki komi til greina að bregðast við manneklu með því að hækka launin á öðrum grundvelli en kjarasamningum. „Það er auðvitað mjög slæmt mál að mannekla skuli koma upp á hverju hausti,“ segir Stefán Jón. „Þegar til lengri tíma er litið er hins vegar ljóst að krafan snýr að því að mennta fleiri leikskólakenn- ara. Þannig þyrftum við ekki að reiða okkur á ófaglært starfsfólk.“ helgat@frettabladid.is Disney gagnrýnt: Sagt grei›a smánarlaun HONG KONG Walt Disney-fyrirtækið hefur fyrirskipað rannsókn á ásök- unum á hendur verksmiðjum í Kína sem framleiða ýmsan varning fyrir fyrirtækið. Verksmiðjurnar eru sakaðar um að borga verkamönnum brot af lágmarkslaunum, auka á þá vinnuálag og falsa launaseðla til að villa um fyrir verkalýðsfélögum. Ásakanirnar komu fram í skýrslu samtaka í Hong Kong sem berjast fyrir bættari kjörum verka- manna. Þar kemur fram að starfs- menn verksmiðjanna fá greitt sem nemur tuttugu krónum á tímann. Disney hefur þegar heitið því að lagfæra þau atriði sem misbrestur er á. ■ Grundfos-fyrirtækið: Fengu verk eftir mútur DANMÖRK Rannsóknarnefnd Sam- einuðu þjóðanna hefur krafið yfir sjötíu dönsk fyrirtæki um skýringar á samskiptum sínum við Íraksstjórn meðan á olíu- söluáætlun Sameinuðu þjóðanna stóð. Grundfos, eitt stærsta fyrir- tæki Danmerkur, hefur þegar viðurkennt að tveir starfsmenn þess mútuðu íröskum embættis- mönnum til að fá samninga um framleiðslu á olíudælum. Ekki er ljóst um hvaða fjár- hæðir er að ræða en þær eru taldar miklar þar sem dönsk fyrirtæki gerðu samninga fyrir 30 milljarða íslenskra króna á þessum tíma við Íraka. Olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna í Írak var í gildi á ár- unum 1991-2003 en hún ein- kenndist öðru fremur af mikilli spillingu. ■ Boranir í Norðursjó: Hydro fann risagaslind NOREGUR Norska orku- og iðnfyr- irtækið Hydro staðfesti í gær að það hefði fundið miklar gaslind- ir undan ströndum Noregs. Tímaritið Upstream, sem fjallar um olíumál, sagði frá fundinum og áætlaði að gasið sem vinna mætti úr lindunum væri í það minnsta 300 milljarða króna virði. Gaslindirnar eru í norðanverðum Norðursjó, 687 metra undir sjávarmáli og 384 metra undir hafsbotninum. „Við erum mjög ánægð með niðurstöður tilraunaborananna. Umfangsmiklar lindir hafa fundist og við áformum að hefja vinnslu sem fyrst. Nú verðum við hins vegar að meta gögnin,“ sagði Lars Christian Alsvik, hjá Hydro. ■ MO MOWLAM Fyrrum Írlandsmálaráðherra í ríkisstjórn Tonys Blair sem lést í gær. Fyrrum breskur ráðherra: Mo Mowlam fallin frá LUNDÚNIR, BBC Fyrrverandi Írlands- málaráðherra Bretlands Mo Mowlam lést í gær, 55 ára að aldri. Hún hafði verið veik um tíma og þjáðst af völdum heilaæxlis. Hún var hins vegar flutt á spítala eftir að hafa dottið á heimili sínu fyrr í mán- uðinum. Hún komst aldrei aftur til meðvitundar eftir fallið. Mowlam var einn vinsælasti stjórnmálamaður Verkamanna- flokksins og er einna þekktust fyrir hlut sinni í friðarviðræðunum í Ír- landi í lok tíunda áratugarins. Árið 1999 var henni skipt út fyrir Peter Mandelson sem tók við málefnum Írlands. Hún afþakkaði hins vegar stól heilbrigðisráðherra og lét loks af þingmennsku 2001. ■ SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 Í skólann á ný Skólataska Verð 2.990kr. VEÐRIÐ Í DAG LÖGREGLUFRÉTTIR ÞRIGGJA BÍLA ÁREKSTUR Flytja þurfti einn á slysadeild með höf- uðáverka eftir þriggja bíla árekst- ur á gatnamótum Hjalteyrargötu og Tryggvabrautar á Akureyri á ellefta tímanum í gærmorgun. Tveir bílanna skemmdust mikið og voru dregnir af vettvangi með kranabíl. MOUNIR EL MOTASSADEQ Motassadeq sýndi engin svipbrigði þegar dómarinn tilkynnti honum að hann myndi dúsa í sjö ár í fangelsi. M YN D /A P Lei›beinandi á leikskólanum Sjónarhóli segir manneklu valda flví a› ekki sé hægt a› stunda markvissa vinnu í leikskólanum. Foreldri er undrandi á flví a› vandamál vegna manneklu komi upp á hverju ári. JÓDÍS HLÖÐVERSDÓTTIR OG BÖRNIN Á SJÓNARHÓLI Textílhönnuður og leiðbeinandi á leikskólanum Sjónarhóli í Grafarvogi segir mann- eklu valda því að ekki sé hægt að byggja upp jafn gott starf í leikskólanum og starfsmenn þar vildu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.