Fréttablaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 44
Tölvu- og símasambandslaus að grilla Sævar Finnbogason, auglýsingamaður, söngvari og gítarleikari í hljómsveitinni Stingandi strá, myndi vilja fara í vesturátt um draumahelgina sína. „Ég myndi vilja fá að ráða veðrinu líka, hafa sólskin og 18-20 gráðu hita, sem eru kjörað- stæður fyrir mann eins og mig. Svo væri lykilatriði að fara á einhvern stað þar sem er ekkert tölvusamband eða símasamband því ég hef tilhneigingu til að fara að vinna ef ég kemst í þessi tæki. Ég þarf að hafa vit fyrir sjálfum mér. Mest myndi mig langa til að komast á Vestfirðina því það er ýmislegt sem ég þarf að gera þar. Ég þarf að keyra Dýrafjörðinn og fyrir hornið þar, ævintýraleg- an veg sem ég hef ætlað mér að aka í nokkur ár. Vegurinn hangir utan í fjallinu og er mjög spennandi. Svo þyrfti ég líka að ganga upp á svo sem eins og eitt fjall og grilla. Mikið. Mér finnst gaman að grilla og enn þá meira gaman að borða grillmat. Ég veit ekki hvort það sést á mér en ein helsta nautnin í mínu lífi er að borða góðan mat. Ég tek með mér fjölskylduna, konuna og krakkana tvo, það er ekkert varið í ferðalag án þess að þau séu með.“ Sævar Finnbogason vildi vera símasambandslaus í faðmi fjölskyldunnar og grilla á Vestfjörðum. DRAUMAHELGIN Öldungadeild MH Ný stundatafla Innritun lýkur í dag 20 ágúst kl. 10 – 14 Einnig eru unnt að innrita sig á vefnum www.mh.is TILBOÐSVIKA 11.-18. MARS 10-40% afsláttur af öllum vörum að auki 5% staðgreiðsluafsláttur ÓKEYPIS NAFNGYLLING FYLGIR ATSON-LEÐURVÖRUM Leðuriðjan ehf. Brautarholti 4, 105 Rvk. S: 561 0060 • atson@atson.is Opið: mán.-fös. 10-18 TILBOÐSDAGAR 22. ÁGÚST - 2. SEPTEMBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.