Fréttablaðið - 20.08.2005, Síða 44

Fréttablaðið - 20.08.2005, Síða 44
Tölvu- og símasambandslaus að grilla Sævar Finnbogason, auglýsingamaður, söngvari og gítarleikari í hljómsveitinni Stingandi strá, myndi vilja fara í vesturátt um draumahelgina sína. „Ég myndi vilja fá að ráða veðrinu líka, hafa sólskin og 18-20 gráðu hita, sem eru kjörað- stæður fyrir mann eins og mig. Svo væri lykilatriði að fara á einhvern stað þar sem er ekkert tölvusamband eða símasamband því ég hef tilhneigingu til að fara að vinna ef ég kemst í þessi tæki. Ég þarf að hafa vit fyrir sjálfum mér. Mest myndi mig langa til að komast á Vestfirðina því það er ýmislegt sem ég þarf að gera þar. Ég þarf að keyra Dýrafjörðinn og fyrir hornið þar, ævintýraleg- an veg sem ég hef ætlað mér að aka í nokkur ár. Vegurinn hangir utan í fjallinu og er mjög spennandi. Svo þyrfti ég líka að ganga upp á svo sem eins og eitt fjall og grilla. Mikið. Mér finnst gaman að grilla og enn þá meira gaman að borða grillmat. Ég veit ekki hvort það sést á mér en ein helsta nautnin í mínu lífi er að borða góðan mat. Ég tek með mér fjölskylduna, konuna og krakkana tvo, það er ekkert varið í ferðalag án þess að þau séu með.“ Sævar Finnbogason vildi vera símasambandslaus í faðmi fjölskyldunnar og grilla á Vestfjörðum. DRAUMAHELGIN Öldungadeild MH Ný stundatafla Innritun lýkur í dag 20 ágúst kl. 10 – 14 Einnig eru unnt að innrita sig á vefnum www.mh.is TILBOÐSVIKA 11.-18. MARS 10-40% afsláttur af öllum vörum að auki 5% staðgreiðsluafsláttur ÓKEYPIS NAFNGYLLING FYLGIR ATSON-LEÐURVÖRUM Leðuriðjan ehf. Brautarholti 4, 105 Rvk. S: 561 0060 • atson@atson.is Opið: mán.-fös. 10-18 TILBOÐSDAGAR 22. ÁGÚST - 2. SEPTEMBER

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.