Fréttablaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 27
ráðið konu í starf framkvæmda- stjóra. Það er til marks um að eitt- hvað sé að mannauðsstjórnuninni. Ef fyrirtæki sér engan möguleika á að ráða konu í stjórnun eða for- ystuhlutverk, en auglýsir þó eða leitar eftir fólki með tiltekna menntun og hæfni, er með öðrum orðum blint á helming þjóðarinn- ar, þá er ljóst að fyrirtækin sem slík og við sem samfélag erum að verða af einhverju miklu. Samfé- lagið fjárfestir í menntun því fyr- irtækin geta ekki borið allan þann mikla kostnað og ójafnræði kynja er að þessu leyti eins og að kasta peningum í sjóinn.“ Traustir menn Kristrún segist og auglýsa eftir opinskárri umræðu. „Mikilvægasta framför okkar atvinnulífs er aukin fjölbreytni, en það er ekki til marks um fjöl- breytni ef leiðtogar í atvinnulífi 21. aldarinnar verður næsta einsleit karlahjörð eins og hættumerki eru um. Við eigum tölur um að mun færri konur fái bankalán í fyrsta viðtali en karlar. Þegar leitað er skýringa á slíkum staðreyndum kemur nafnorðið „traust“ æði oft við sögu; „traustir ábyrgðarmenn“, „traust markaðsrannsókn“, „traust næmisgreining“ og svo auðvitað einfaldlega „traustir menn“. Mat á viðskiptahugmyndum eru ekki ná- kvæm vísindi frekar en mat á trausti yfirleitt. Og margt er þoku hulið að þessu leyti hér á landi, þar á meðal sannfærandi, viðskiptaleg- ar skýringar á rýrum hlut kvenna. Á meðan er óttinn sá að ákvarðan- ir séu teknar á grundvelli fordóma, að opnunin og frelsið í íslensku við- skiptalífi sé þrátt fyrir allt talið ekki orðinn veruleiki nema fyrir afmarkaðan hóp.“ Karlar ekki fremri konum Að sögn Kristrúnar byggjast hug- myndir um eflingu nútíma samfé- lags meðal annars á því að halda í við tækniþróun heimsins, byggja upp fleiri hátæknifyrirtæki og þjónustu af ýmsu tagi sem veitt geta eftirsótta vinnu. „Forsenda þess er menntun, en ætlum við þá að halda áfram að mennta þúsundir kvenna en gera ekkert í því að skilja og nema brott þær hindranir sem þær greinilega mæta í atvinnulífinu?“ spyr Kristrún og segist ekki sjá íslenskar konur gera neitt rangt til að verðskulda hin fáu tækifæri sem bjóðast. „Ég get ekki séð að konur sem sækja sér menntun og gera allt til að standa sig sem best á vinnu- markaði, séu að gera neitt vit- laust. Þær verða bara að þora að tala út um þessa hluti. Og ég spyr: Hvaða feður á Íslandi vilja að dætur sínar hafi ekki sömu tæki- færi og synirnir í atvinnulífi framtíðarinnar? Á undanförnum áratug hafa allir þurft að endur- skoða skilning sinn á því hvernig stunda beri viðskipti, menn hafa lagt til hliðar gamlar hugmyndir og tekið mót nýjum tímum. Nú þarf á sama hátt hver að horfa í eigin barm og velta fyrir sér hvort fordómar lúri þar enn og útiloki konur. Það er viðskiptalega rétt að gera.“ Kristrún segir sjálfstraust kvenna síst vera orsakavald í framgangi þeirra í fremstu röð viðskiptalífsins. „Ég kannast ekki við að þær öfl- ugu konur sem komist hafa til for- ystu í atvinnulífinu séu þekktar af því að klúðrað málum! Og við- skiptaklúður ýmissa karla eru auð- vitað alkunn án þess að allir kyn- bræður þeirra hafi þar með verið taldir óhæfir! Ef við spyrjum okk- ur ekki spurninga um útilokun kvenna munum við á endanum sitja uppi með viðskiptalíf sem er lokað, þróttlítið og lamað gagnvart nýjum og spennandi hlutum. Það er hættumerki að viðhalda slíkri lokun, auk þess sem engum dettur í hug að halda því fram að allir þeir karlar sem sitja í stjórnum fyrir- tækja séu svo hugdjarfir, útsjónar- samir, klárir og snjallir að þeir beri af öllum konum landsins. Það skortir ekkert á dirfsku kvenna; þær eru djarfar, duglegar og vel menntaðar, en skortir augljóslega aðgang að þessu nýja viðskiptaum- hverfi. Þær hindranir þarf að út- skýra lið fyrir lið.“ ■ LAUGARDAGUR 20. ágúst 2005 27 Tónleikar gítarsnillingsins Jimi Hendrix á Woodstock árið 1969 verða gefnir út í heild sinni á DVD-diski í næsta mánuði. Diskurinn nefnist Jimi Hendrix: Live at Woodstock (The Deluxe Edition) og hefur að geyma óklippta og endurhljóðblandaða frammistöðu Hendrix, sem fyrir löngu er orðin goðsagnakennd. Hluti af tónleikum Hendrix á Woodstock var gefinn út í kvikmynd um hátíðina árið 1970 en það er fyrst nú sem þeir eru gefnir út í heild sinni. Hljóðmaðurinn Eddie Kramer, sem starfaði með Hendrix á árum áður, var fenginn til þess að breyta upptökunni af Hendrix í 5.1 surround- hljóm. Á disknum verður aukaefni með Wood- stock-tónleikunum í heild sinni í svarthvítu. Einnig verður sýnt frá blaðamannafundi með Hendrix og viðtöl við Billy Cox og Larry Lee, sem störfuðu með kappanum. JIMI HENDRIX Gítarsnillingurinn sálugi vakti gríðarlega athygli á Woodstock árið 1969. Hendrix óklipptur á DVD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.