Fréttablaðið - 20.08.2005, Qupperneq 12
Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri brosir væntan-lega breitt þessa dagana. Borgarfulltrúar í höfuðborg-inni keppast nú við að kynna til sögunnar hugmyndir og
tillögur í ætt við þær sem má sjá í fimm ára gamalli heimildar-
mynd hans „Reykjavík í öðru ljósi“, þar sem hann útfærði á
sjónrænan hátt ýmsar hugmyndir um framtíðarskipulag á höf-
uðborgarsvæðinu, þar á meðal byggð á eyjunum úti fyrir strönd
borgarinnar, byggingar í Hljómskálagarðinum og umfram allt
flugvöll á Lönguskerjum sem myndi opna fyrir byggð í Vatns-
mýrinni.
Og borgarbúar brosa örugglega langflestir með Hrafni. Eftir
að hafa þurft að búa við kliðinn af ófrumlegri og staglgjarnri
umræðu stóru fylkinganna í borginni í alltof langan tíma berast
nú nýir og frísklegri tónar úr Ráðhúsinu.
Auðvitað hafa kosningarnar, sem eru framundan næsta vor,
sitt að segja í þessum efnum en ekki er óvarlegt að ætla að þessi
skyndilegi hugmyndakippur um skipulag Reykjavíkur sé líka
ákveðið viðbragð kjörinna fulltrúa í borgarstjórn við samtíma
sínum.
Það er mikill og vaxandi áhugi meðal borgarbúa um hvernig
Reykjavík á að þróast. Hingað til hefur stefnan verið að byggja
út á við, það er að segja að þenja sífellt út flatarmál borgarinn-
ar og fjarlægjast þar með upprunalega miðju hennar. Sú stefna
virðist vera að breytast.
Hvort tveggja tillögur sjálfstæðismanna um byggð á land-
fyllingum og eyjunum úti fyrir ströndinni og frumkvæði R-list-
ans í þá veru að losa um byggingaland í Vatnsmýrinni eru merki
um stefnubreytingu í þá veru að nú eigi að byggja borgina upp
innan frá. Þetta er mikið fagnaðarefni.
Hugmyndir um flutning Reykjavíkurflugvallar eru enn á al-
gjöru frumstigi en samkvæmt fyrstu fréttum virðast þær loks
vera komnar upp úr hjólförum flokkspólitíkurinnar. Þó fyrr
hefði verið. Staðsetning Reykjavíkurflugvallar er alltof mikið
alvörumál til að vera reiptog milli sjálfstæðismanna í ríkis-
stjórninni og R-listafólks í borginni. Ekki skiptir minna máli að
þeir sem hafa mestan hag af því að flugvöllurinn sé innan borg-
armarkanna, FL Group og dótturfélagið hafa lýst yfir að á þeim
bæ verði skoðað með opnum hug að færa völlinn.
Full ástæða er til að hrósa Degi B. Eggertssyni, formanni
skipulagsráðs Reykjavíkur, fyrir að koma málinu á þennan rek-
spöl á síðustu metrum R-listans í borgarstjórn. Ef kapallinn geng-
ur upp og flugvöllurinn fer út á Löngusker á endanum er það ólíkt
huggulegri arfleið í skipulagi borgarinnar en hin nýja Hring-
braut, þetta sjö akreina ferlíki sem hlykkjast um Vatnsmýrina.
F-listinn í borgarstjórn hefur haft
það á sinni stefnuskrá frá því fyr-
ir síðustu borgarstjórnarkosning-
ar að efla almenningssamgöngur í
borginni með því að fella niður
strætófargjöld barna, unglinga,
aldraðra og öryrkja.
F-listinn hefur ítrekað lagt til
að gert verði verulegt átak í al-
menningssamgöngum með því að
börn, unglingar að 18 ára aldri,
aldraðir og öryrkjar fengju frítt í
strætó í hálft ár. Ef það leiddi til
þess að fólk notaði strætó í meira
mæli, sem yrði örugglega raunin,
ætti að fella fargjöldin niður til
frambúðar. Það drægi úr einka-
bílanotkun og mengun af þeirra
völdum og kostnaði vegna við-
halds gatna í borginni.
Einnig myndi það fækka slys-
um verulega.
Áætlaður heildarkostnaður
vegna tillögunnar var einungis
um 110 milljónir vegna niðurfell-
ingar fargjaldanna í 6 mánuði auk
einhvers fjármagns í áróðursher-
ferð fyrir aukinni notkun almenn-
ingsvagna. Kostnaði vegna þess-
ara fargjaldalækkana væri mætt
með auknu framlagi sveitarfélag-
anna á höfuðborgarsvæðinu til
fyrirtækisins.
Ástæða er til að vekja sérstaka
athygli á því hversu lítið það hefði
kostað sveitarfélögin á höfuð-
borgarsvæðinu að fella niður far-
gjöld þessara hópa tímabundið og
gera þar með stórátak til að bæta
úr því neyðarástandi sem ein-
kennir samgöngumál borgarinnar
núna. Til samanburðar má nefna
að þetta er lægri upphæð en sá
kostnaður sem hlýst af slysum á
gatnamótum Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar vegna þess
að dregist hefur úr hömlu að
koma þar fyrir löngu tímabærum
mislægum gatnamótum.
Borgarstjórn samþykkti sl.
haust að vísa tillögu F-listans til
borgarráðs og síðan var samþykkt
í borgarráði að vísa tillögunni
áfram til umsagnar stjórnar
Strætó bs. Málið var svæft í kerf-
inu og enn sjást engin merki þess
að R-listinn geri ráð fyrir sér-
stöku átaki til að efla almennings-
samgöngur.
Strætisvagnarnir eru hins veg-
ar komnir með nýja áætlun, sem
er afar umdeild, enda virðist ým-
islegt í henni hafa verið vanhugs-
að, eins og það að láta vagna
hætta að aka á öðru en stofnbraut-
um eftir kl. 23 á kvöldin, sem
þýddi að vaktavinnufólk komst
ekki heim til sín eftir vinnu.
Einnig hafa komið fram fjölmarg-
ar ábendingar frá öldruðum um
galla kerfisins. Sem betur fer
virðist ætlunin að ráða bót á því
og sníða ýmsa fleiri vankanta af
kerfinu.
Mikilvægast er þó að almenn-
ingssamgöngur séu aðgengilegar
öllum. Þess vegna verður leiða-
kerfi að vera mjög skýrt og
þannig er það ekki í dag. Erlendis
merkja menn stofnbrautir með
ákveðnum lit, t.d. rauðum, gulum
eða bláum, og fólk á þá auðveld-
ara með að ferðast um net stræt-
isvagnakerfisins. Einnig þarf fólk
að vita hvar það er statt hverju
sinni. Fjöldi ferðamanna eykst ár
frá ári og það er afar mikilvægt
að þeir geti líka áttað sig vel á
leiðakerfinu. Til þess að svo megi
verða þarf að stokka það upp og
gera það miklu aðgengilegra. F-
listinn í borgarstjórn hefur m.a.
bent á slíkar hugmyndir um ein-
faldari uppsetningu leiðakerfis.
Almenningssamgöngur þurfa
umfram allt að vera ódýrar og að-
gengilegar til þess að þær geti
verið raunhæfur kostur fyrir
borgarbúa. Þess vegna studdi F-
listinn í borgarstjórn ekki tillögu
Sjálfstæðisflokks um að skera
niður framlög til almenningssam-
gangna um 100 milljónir króna.
Slík skerðing væri síst til þess
fallin að stuðla að betri nýtingu al-
menningssamgangna í borginni.
Fjárfestum frekar í færri slysum
og betra mannlífi í borginni.
20. ágúst 2005 LAUGARDAGUR
SJÓNARMIÐ
JÓN KALDAL
Tillögur um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar eru
alltof mikilvægar til að vera pólitískt reiptog.
Nú kætist
Krummi
FRÁ DEGI TIL DAGS
Ekki er óvarlegt a› ætla a› flessi skyndilegi hugmyndakippur um
skipulag Reykjavíkur sé ákve›i› vi›brag› kjörinna fulltrúa í
borgarstjórn vi› samtíma sínum.
UMRÆÐAN
STRÆTÓ
MARGRÉT K.
SVERRISDÓTTIR
VARABORGAR-
FULLTRÚI
F-LISTANS
Frítt í strætó me› F-listanum
Lögregluríki?
Huginn Freyr Þorsteinsson dregur upp
heldur nöturlega mynd af viðbrögðum
ríkisstjórna á Vesturlöndum við hryðju-
verkaógninni í grein á vefritinu Múrnum í
gær. „Óhætt er að segja að vestrænar rík-
isstjórnir hafi undir kjörorðunum „stríð
gegn hryðjuverkum“ eflt yfirvald ríkisvalds-
ins yfir þegnum sínum“, skrifar hann.
„Lögregluríkið er niðurstaða þeirra stjórn-
málamanna sem hrifnastir eru af ofbeldi
og niðurlægingu fólks í öðrum menning-
arheimum. Sömu stjórnmálamenn og
boða sprengjuárásir sem frels-
un þegna í Írak, herja á
helstu réttindi
Vestur-
landa-
búa
sem
einstaklinga. Og fjölmiðlar kyrja með –
draga upp skakka og óraunverulega mynd
af ógnum hryðjuverka. Sú mynd hjálpar
síðan öllum pótintátunum að ala á óttan-
um og fullvissa fjöldann um að þeir séu
ómissandi til að taka á málum af hörku“.
Mistök lögreglu
Huginn Freyr talar um „löggjöf sem snýst
um að koma útlendingum úr landi, rýmka
heimildir lögreglu til aðgerða, hlera síma,
vakta netsíður og tölvupóst“ og segir:
„Þessi aukna áhersla á úrræði valds-
manna til að losa okkur við hryðjuverka-
menn hefur yfirleitt skilað sér í allt öðru
en að verja almenning. Æ fleiri fréttir ber-
ast af mistökum lögreglunnar þegar
meintir hryðjuverkamenn eru undir eftir-
liti. Í Bandaríkjunum hefur blásaklaust fólk
orðið fyrir alls kyns ónæði eftir að lög-
regla þar í landi er farin að nýta sér
rýmkaðar heimildir til eftirlits“.
Saklausir líða
„En hvergi berast eins ógnvænlegar fréttir
af starfsaðferðum lögreglunnar og frá
Bretlandseyjum,“ segir Huginn Freyr. „Lög-
reglan þar í í landi, sem til þessa hefur
þótt til fyrirmyndar, er í miklum vanda eft-
ir að breskir fjölmiðlar ljóstruðu upp um
það að ungur Brasílíumaður sem skotinn
var af lögreglumönnum í neðanjarðarlest
nýverið, hefði ekki aðhafst neitt grunsam-
legt. Brasilíumaðurinn sé því miður líklega
ekki síðasta fórnarlambið í yfirstandandi
„stríði gegn hryðjuverkum“. Saklaust fólk
muni þurfa líða fyrir ofstækisfulla hug-
myndafræði þeirra er sjái ofbeldi sem
lausn á öllu böli heimsins“.
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550
5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprent-
smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum
verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
ALMENNINGSSAMGÖNGUR
Frjálslyndir í borgarstjórn vilja
ókeypis í strætó fyrir börn og
unglinga, aldraða og öryrkja.