Fréttablaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 16
20. ágúst 2005 LAUGARDAGUR H blaelgar › Hefurflúsé› DV í dag & DAGBLAÐIÐ VÍSIR 187. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 2005 Bls. 26 Bls. 39 Bls. 53 Bls. 52 Sjálfstæðar,sterkar standasaman Með Hálfdáni í allan vetur Elskar tísku- bransann Hættur í pólitík Dagur B. Eggertsson Kolbrún Pálínal lí KRAFTAVERK AÐEIGNAST BARN I Ítarleg nærmynd af konum Baugsmanna… Bls. 17-20 ÆTLAR AÐ FLYTJA TIL ÚTLANDA Bls. 17-20 & Bubbi á leið í karabíska hafið með kærustunni í K JÓHANNA VIGDÍS Ólétt alsæl Helgarblað Kona Sævars Karls Bls. 34 KONURNAR Á BAK VIÐ BAUG Ítarleg nærmynd af konum Baugsmanna… konur Baugs Björk Vilhelmsdóttir, borgarfull- trúi Vinstri grænna í Reykjavík, var á móti því að slíta samstarfinu um Reykjavíkurlistann. Hún talaði ákaft fyrir málstað áframhaldandi samvinnu. En unga fólkið í flokkn- um, með tilstyrk aðalleiðtogans í Reykjavík, Árna Þórs Sigurðssonar, og flokksformannsins, Stein- gríms J. Sigfússonar, varð ofan á. Björk er sögð súr yfir þessu, enda kann þetta að leiða til þess að miklar breytingar verði innan tíðar á högum hennar. Hún hefur verið innsti koppur í „ráðhús- klíkunni“ og stjórnað sumum af mikilvæg- ustu nefndum Reykjavíkurborgar, þar á meðal félags- þjónustunni og nú nýverið strætó. Þessi störf öll gæti hún misst ef breyt- ingar verða á stjórn borgarinnar. Björk er líka þekkt fyrir mikinn áhuga og þekkingu á málefnum Palestínu, en hún og eiginmaður henn- ar, Sveinn Rúnar Hauks- son læknir, sem er nokkru eldri en hún, eru helstu forystumenn félagsins Ís- land-Palestína. Sumir segja að henni þyki vænna um Palestínuaraba en skjólstæðinga félagsþjónust- unnar í Reykjavík. Í ýmsum mál- um, þar sem hinir síðarnefndu eiga í hlut, er hún sögð sýna meiri ósveigjanleika og reglufestu en mildi í anda gamalla rauðra hefða. Miklar deilur urðu einmitt í fyrra innan Vinstri grænna út af fram- göngu hennar í máli öryrkja nokkurs sem flokksbróðir Bjarkar, Ögmundur Jónasson, kom til varnar. Björk verður 42 ára í október. Hún er alin upp á Blönduósi en flutti til Reykjavíkur sautján ára gömul til að fara í skóla. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti 1983 og BA-prófi í uppeldisfræði frá Háskóla Íslands 1990. Jafnframt lauk hún námi til starfsréttinda sem félagsráðgjafi. Hún hefur reynslu af því að starfa með ýmsum skjólstæðingum Félagsþjónustunnar, því meðfram námi starfaði hún við heimaþjón- ustuna og sem félagsráðgjafi. Hún starfaði líka sem fangavörður í Hegningarhúsinu þrjú sumur eftir stúdentspróf. Áður en hún hellti sér í borgarmálapólitíkina var hún starfsmaður kvennaráðgjafarinnar og félagsráðgjafi á Kvennadeild Landspítalans og hjá Blindrafélag- inu. Afskipti Bjarkar af stjórnmál- um hófust á háskólaárunum. Hún var kosin formaður Fé- lags vinstri manna og síðan formaður stúdentaráðs árið 1986 og var orðin virk í Alþýðubandalag- inu um miðjan níunda áratuginn. Í borgar- stjórnarkosningunum árið 1986 var hún í framboði fyrir flokk- inn. Í borgarstjórn hefur hún hins vegar ekki setið nema síðan 2002, en þar hefur stjarna hennar risið hratt. Í fjarveru Árna Þórs hefur hún setið innst við „kjötkatl- ana“, í borgarráði, en auk þess verið for- maður velferðarráðs borgarinnar síðastlið- in þrjú ár. Hún þykir setja sig vel inn í mál og vera áhugasöm. Þótt hún eigi það til að stökkva upp á nef sér þegar henni finnst fjölmiðlar of nærgöngulir er hún sögð vera í góðu jafnvægi og glaðsinna. Henni þykir greinilega gaman að vera í borgarstjórn og getur ekki hugsað sér að missa þau völd og áhrif sem hún hefur fengið. En það væri ósanngjarnt að segja að hún vilji bara halda í völdin valdanna vegna, því greinilegt er að hún vill stuðla að framgangi margra góðra málefna og tel- ur að það verði ekki gert nema undir hatti R-listans. Hvort spá- dómur hennar rætist, um að valda- ferli Vinstri grænna í borgarstjórn ljúki með endalokum kosninga- bandalagsins, kemur svo í ljós í fyllingu tímans. ■ MAÐUR VIKUNNAR Getur ekki hugsa› sér a› missa völdin BJÖRK VILHELMSDÓTTIR BORGARFULLTRÚI VINSTRI GRÆNNA TE IK N IN G : H EL G I S IG U RÐ SS O N – H U G VE R K A. IS Fæstir borgarar þessa lands vita hvað gerist að tjaldabaki, þegar tröllin takast á í heimi stjórnmála og viðskipta. Pólitískir hagsmunir hafa verið kveikjan að flestum átakamálum þessarar þjóðar, þegar völd og peningar hafa verið í húfi. Þessi staðreynd kristallaðist skýr- ast í helmingaskiptum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í verktöku fyrir varnarliðið, olíusölu, stjórnun banka, útgerð og margvíslegum öðrum viðskiptum. Stjórnmálaforingjar gátu áður ráðið því á hvaða heimilisfang hagnaðurinn og hagnaðarvonin var send. En fyrir nokkrum árum breyttist samfélagið, múrar hins pólitíska valds gliðnuðu, viðskipti urðu frjálsari og stjórnmálaflokkar hafa smátt og smátt glatað opin- berri aðstöðu sinni til beinna af- skipta af fjármálastarfsemi. Enn má þó greina veruleg pólitísk upp- skipti og hagsmunahópa, sem tengj- ast beint og óbeint fyrrnefndum stjórnmálaflokkum. Til eru stjórnmálamenn, sem ekki hafa áttað sig á þessum breyt- ingum. Þeir hafa verið ósáttir við að missa tökin á valdataumum fjár- málalífsins og ugglaust staðið ógn af ýmsum nýjum siðum og nýjum herrum, sem ekki hafa verið þeim handgengnir og ekki hafa hlýtt póli- tísku valdboði. Og stjórnmálafor- ingjum hlýtur einnig að hafa verið brugðið þegar þeir hafa orðið leiksoppar fjárfesta og viðskipta- jöfra. Fátt er nú mikilvægara en að endurbæta og styrkja alla löggjöf og leikreglur fjármála- og við- skiptalífs. Þjóðin hefur tekið heljar- stökk inn í áður lítt þekkta veröld heimsviðskipta. Löggjafar- og fram- kvæmdavaldið var illa búið undir þessar breytingar og þau áhrif, sem þær hafa haft á allt þjóðlífið. Það er nauðsynlegt að gera allar leikreglur fjármála- og viðskiptalífs skýrari og um leið þarf sá skilning- ur að aukast meðal stjórnmála- manna, að bein afskipti þeirra af viðskiptalífinu, önnur en lagasetn- ing, sé óeðlileg og ekki sæmandi. Baugsmálinu svipar mjög til Hafskipsmálsins af margvíslegum ástæðum. Í báðum þessum málum hefur framganga fjölmiðla valdið deilum. Fréttablaðið hefur verið gagnrýnt fyrir að taka viðtöl við eigendur sína og að heimila lög- mönnum þeirra að lesa viðtölin fyr- ir birtingu. Öll þessi umræða ber að sama brunni; fjölmiðlalög, einkum um eignarhald á fjölmiðlum, þarfn- ast endurskoðunar. Sagan sýnir að Fréttablaðið, í þessu tilviki, gerir nákvæmlega það sama og önnur dagblöð hafa gert um áratuga skeið. Sjónarmiðum eig- enda, eins og raunar annarra, er komið á framfæri og lögfróðir menn fengnir til að tryggja að ekki skapist skaðabótaábyrgð eða um ærumeiðingar sé að ræða. Halda menn virkilega að önnur dagblöð hafi ekki farið svona að? Fréttablað- ið sagði þó frá aðferðinni. Baugsmálið og umræðan um það hlýtur að kalla á nýja og skýrari lög- gjöf með aukinni ábyrgð allra þeirra, sem fást við viðskipti, fjár- mál og eiga og reka fjölmiðla. Á sama hátt verður að reisa múra gegn beinum afskiptum stjórnmála- manna og stjórnmálaflokka af við- skipta- og fjármálalífi. Nú um stundir er þó mikilvægast að berja í bresti traustsins. Höfundur er fyrrverandi frétta- maður og þingmaður. fiegar tröllin takast á ÁRNI GUNNARSSON UMRÆÐAN BAUGSMÁL OG FJÖLMIÐLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.