Fréttablaðið - 20.08.2005, Blaðsíða 21
Var þá nýr saksóknari skipaður og
gaf hann út ákærur á hendur
sautján mönnum í nóvember 1988.
Dómar falla
Ákærurnar voru í ellefu köfl-
um og skiptu ákæruliðirnir mörg-
um tugum. Meðal annars var
ákært fyrir rangfærslu skjala,
skjalafals, fjársvik, fjárdrátt,
hilmingu og bókhaldsóreglu og
þótti ákæruvaldinu til dæmis
brotið gegn hlutafélagalögum, al-
mennum hegningarlögum og lög-
um um löggilta endurskoðendur.
Krafist var þungra dóma yfir
ákærðu sem höfnuðu flestum eða
öllum efnum ákærunnar.
Sumarið 1990 féll dómur í
Sakadómi Reykjavíkur og var
hann í miklu ósamræmi við vilja
ákæruvaldsins. Þrír ákærðu hlutu
dóma; tveir hlutu nokkurra mán-
aða skilorðsbundinn fangelsisdóm
og þriðji maðurinn var dæmdur
til greiðslu sektar. Fjórtán sak-
borningar voru sýknaðir.
Í kjölfarið sagði saksóknari sig
frá málinu og var annar skipaður
í hans stað. Afréð hann að áfrýja
dómunum til Hæstaréttar og að
auki einum sýknudómi en undi
sýknu þrettán hinna ákærðu sem
um leið voru lausir allra mála. Að-
eins var því hluta upphaflegu
ákærunnar áfrýjað.
Hæstiréttur felldi dóm sinn 5.
júní 1991 og tók hann aðeins til
hluta ákærunnar. Dómar voru þó
þyngdir frá því sem Sakadómur
úrskurðaði. Einn dómaranna skil-
aði sératkvæði og taldi að sýkna
bæri ákærðu af enn fleiri ákæru-
liðum en meirihluti dómsins
ákvað.
Ekki lauk Hafskipsmálinu fyr-
ir fullt og allt með dómi Hæsta-
réttar. Einn dæmdu höfðaði mál á
hendur ríkinu til bótagreiðslu
vegna gæsluvarðhaldsins en hafði
ekki erindi sem erfiði. Þá var
skiptum þrotabúsins enn ólokið.
Margt hefur verið sagt og
skrifað um Hafskipsmálið og
sumt af því rifjað upp í tengslum
við Baugsmálið sem nú er fyrir
Héraðsdómi. Hvort líkindi séu
með málunum tveimur skal ósagt
látið hér en víst er að bæði málin
hafa vakið mikla athygli enda um-
fang þeirra gríðarlegt og sakborn-
ingar áherandi í samfélaginu.
Heimildir: Bók Helga Magnús-
sonar: Hafskip – gjörningar og
gæsluvarðhald, Ísland í aldanna
rás í ritstjórn Illuga Jökulssonar,
hæstaréttardómur númer 19 frá
1991, Helgarpósturinn, Morgun-
blaðið og samtöl við málsaðila.
LAUGARDAGUR 20. ágúst 2005 21
„Þeir sólunduðu því í 40 þús-
und króna nætur á fínustu lúx-
ushótelum veraldar, í 800 þús-
und króna hótelreikninga, í tíu
metra breiðar drossíur með bar
og sjónvarpi og borðaklæddum
einkabílstjórum, í golfkúlur
með sérstöku Hafskipsmerki og
Concorde-ferðalög fram og aft-
ur um heiminn, að ógleymdum
þeim veislum sem sagt er að
þeir hafi haldið forystu Sjálf-
stæðisflokksins með reglu-
bundnum hætti hér á landi.“
Ólafur Ragnar Grímsson, þingmaður
Alþýðubandalagsins, 10. desember 1985.
Fóru forráðamenn fyrirtæk-
isins vísvitandi með blekkingar
þegar þeir á aðalfundi félagsins
héldu fram velgengni félagsins
á Atlantshafssiglingaleiðinni
sem skilaði góðum arði og að
áætlanir hafi í megindráttum
staðist? Það er allsérkennileg
staða að ritstjóri Helgarpósts-
ins hafði á þeim tíma meiri og
betri vitneskju um ástand og
horfur í Atlantshafssiglingun-
um en forráðamenn Hafskips.
Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður
Alþýðuflokksins, 12. desember 1985.
„Hafskipamálið er aðeins
eitt dæmi um þetta, e.t.v.
óvenju ruddalegt, þar sem allt
virðist fara saman, svo að orð
fyrrverandi starfsmanns fyrir-
tækisins Hafskipa séu notuð,
„mikilmennskubrjálaði, græðgi
einstaklinga og tækifæris-
mennska“.
Guðrún Helgadóttir, þingmaður
Alþýðubandalagsins, 12. desember 1985.
„Það er eindregin skoðun
okkar sjálfstæðismanna að
þetta mál beri að rannsaka
ofan í kjölinn og ekkert undan
að draga. [...] Daglega eiga sér
stað mikil átök úti í þjóðlífinu, í
viðskiptalífinu, í menningarlíf-
inu og hvar sem drepið er niður
fæti. Þar verður hver einstak-
lingur að fá að njóta sín en jafn-
framt bera fulla ábyrgð á sínum
gerðum og þá sjálfstæðismenn
ekki síður en aðrir. Þetta er
grundvallaratriði í augum okk-
ar sjálfstæðismanna og í þessu
liggur styrkur okkar hugmynda-
fræði og okkar flokks. Hafskips-
málið er engin undantekning í
þessu efni.“
Birgir Ísleifur Gunnarsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, 12. desember 1985.
JÓNATAN ÞÓR-
MUNDSSON
LAGAPRÓFESSOR
Var skipaður sérstak-
ur saksóknari í mál-
inu.
HALLVARÐUR EIN-
VARÐSSON Var fyrst
rannsóknarlögreglu-
stjóri og svo ríkissak-
sóknari.
ALBERT GUÐ-
MUNDSSON Var
stjórnarformaður
Hafskips og formaður
bankaráðs Útvegs-
bankans.
HALLDÓR HALL-
DÓRSSON Blaða-
maður og ritstjóri
Helgarpóstsins.
RAGNAR H. HALL
BORGARFÓGETI
Skiptaráðandi Haf-
skips.
MARKÚS SIGUR-
BJÖRNSSON
BORGARFÓGETI
Skiptaráðandi Haf-
skips.
JÓN MAGNÚSSON
HRL. Verjandi Ragn-
ars Kjartanssonar.
GUÐMUNDUR
INGVI SIGURÐS-
SON HRL. Verjandi
Björgólfs Guðmunds-
sonar.
JÓN STEINAR
GUNNLAUGSSON
HRL. Verjandi Helga
Magnússonar.
JÓNAS A. AÐAL-
STEINSSON HRL.
Verjandi Páls Braga
Kristjónssonar.
H
A
FS
K
IP
Á
A
LÞ
IN
G
I