Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.08.2005, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 20.08.2005, Qupperneq 32
Vegakort Fátt er mikilvægara á ferðalögum en vegakort. Kynntu þér áður en lagt er af stað hvaða kort eru best, en yfirleitt er hægt að fá þau í handhægum bókum. Farðu vel yfir kortið áður en lagt er af stað og settu lítinn límflipa á þá síðu sem mest er notuð.[ ] Hjartað varð eftir í Heidelberg Heidelberg er ein fallegasta borg Þýskalands. Þessi rómantíska borg er þægilegur áfangastaður fyrir íslenska ferðamenn. Gamalt þýskt lag fjallar um það hversu auðvelt það sé að glata hjarta sínu í Heidelberg. Og það kemur engum á óvart sem þangað hefur komið. Heidel- berg slapp nánast algerlega við þá eyðileggingu sem margar borgir í Þýskalandi lentu í undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar og er einstaklega falleg borg, troðfull af sögu og menningu. Þar er hægt að slaka á í fallegu umhverfi en einnig býður borgin upp á menningu og svo má ekki gleyma því að borgin er ein sú gönguvænasta í Evrópu og marg- ar fallegar gönguleiðir í ná- grenninu. Heidelberg-kastali er einn sá frægasti í Evrópu og fallegur líka. Hver einasti steinn á sér sögu og því er hægt að dunda sér þar tímunum saman. Hægt er að ganga upp að kastalanum en fyrir fótfúna gengur kláfur upp bratta brekkuna. Háskólinn í Heidelberg er sá elsti í Þýska- landi og í kringum hann hafa skapast m a r g a r s k e m m t i l e g a r hefðir. Þar má til dæmis finna stúdentafangels- ið en þar var óþekktarormum úr hópi háskóla- nema stungið inn fyrir minnihátt- ar afbrot eins og að viðhafa drykkjulæti um lágnættið. Gaman er að rölta um miðbæinn, kíkja í búðir eða bara drekka í sig and- rúmsloftið. Svo er n a u ð s y n að setjast og kneyfa öl, snæða pylsur og fá sér svo dýrlega bollu eða köku í eftirrétt en í Heidelberg má fá kostagóðar kökur. H e i m s p e k i n g a l e i ð dregur nafn sitt af gáfumennum og spekingum sem eiga að hafa rölt þennan stíg og skipst á ódauðlegum skoðunum. Á leið- inni er einstakt sjónarhorn yfir borgina en stígurinn liggur upp á Helgafell (Heiligenberg) borgar- búa. Meðfram stígnum vaxa jukkupálmar, sítrónutré og aðrar Miðjarðarhafsplöntur. Frábær dagsferð. Það er afar auðvelt fyrir Ís- lendinga að komast til Heidel- berg þar sem aðeins tekur klukkustund að fara með lest beint frá Frankfurt-flugvelli til borgarinnar. Bæði millilanda- flugfélögin íslensku fljúga beint til Frankfurt. brynhildur@frettabladid.is Þessi stúdent hefur greinilega einhvern tíma drukkið of mikið en hann prýðir stúdentakrána Zum Seppl. Varla er hægt að heim- sækja Suður-Þýskaland án þess að gæða sér á bratwurst og súrkáli. Heimspekingaleiðin er bæði falleg og fróðleg gönguleið sem býður upp á ein- stakt útsýni. Hvert sem litið er má sjá gömul hús með langa og mikla sögu. Hægt er að eyða heilum degi í að skoða kastalann í Heidelberg, sem er byggður á löng- um tíma og endurspeglar því ýmis tímabil í sögunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.