Fréttablaðið - 20.08.2005, Side 33
5LAUGARDAGUR 20. ágúst 2005
Á St. Andrews-vellinum í Skotlandi
fara fram mörg helstu golfmót heims.
Sala golf-
ferða hafin
Í golfferðum Icelandair og
GB ferða er spilað á bestu
völlum Englands og
Skotlands.
Sala er hafin á golfpökkum
Icelandair og GB ferða. Pakk-
arnir veita aðgengi að frábær-
um hótelum og bestu golfvöll-
um Skotlands og Englands,
meðal annars St. Andrews og
North Berwick.
Ferðirnar eru á tímabilinu
1. október næstkomandi til 1.
júní 2006 og geta viðskiptavin-
ir valið um tvær eða fjórar
nætur. Einnig velja ferðalang-
ar sjálfir á hvaða völlum þeir
spila.
GB ferðir sjá um að skipu-
leggja ferðirnar en verð með
flugi er frá 39.900 krónum á
mann í tvíbýli.
Ekki eyða ferðalag-
inu á klósettinu
NIÐURGANGSLYFIÐ IMODIUM ER
NAUÐSYNLEGT AÐ EIGA Í FERÐAAPÓ-
TEKINU.
Ferðaniðurgangur
getur verið hvim-
leiður fylgifiskur
þess að ferðast til
framandi landa.
Erfitt er að koma í
veg fyrir slíkar
pestir en best er
að passa vel hvað
maður borðar og
gæta þess að öll
matvæli séu fersk
og rétt meðhöndl-
uð. Ef niðurgangur gerir vart við sig get-
ur tekið dágóðan tíma að losna við
hann.
Lyfið imodium hentar vel til þess að
vinna bug á niðurgangi. Það fæst í öll-
um apótekum og er ekki lyfseðilsskylt.
Lyfið er fljótt að virka sem er mikill kost-
ur því ekki vill maður eyða sumarfríinu
á klósettinu. Imodium hentar vel ef sýk-
ingin er væg en ef niðurgangurinn er al-
varlegur og sjúklingurinn verður mjög
veikur er ráðlagt að leita læknis.
Fjölgun í
flugstöðinni
FARÞEGUM SEM FARA UM FLUGSTÖÐ
LEIFS EIRÍKSSONAR FJÖLGAÐI Í JÚLÍ-
MÁNUÐI.
Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar fjölgaði um tæplega ellefu pró-
sent í júlí miðað við sama tíma í fyrra,
úr rétt tæpum 236 þúsund farþegum
árið 2004 í rúma 261 þúsund farþega.
Fjölgun farþega til og frá Íslandi nem-
ur rúmum átta prósentum milli ára
samkvæmt vefsíðu flugstöðvarinnar.
Farþegum sem millilenda hér á landi
á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgaði
um tæp 26 prósent.
Alls hefur farþegum um Flugstöð Leifs
Eiríkssonar fjölgað um tíu prósent það
sem af er árinu miðað við sama tíma
árið 2004, eða úr tæplega 946 þús-
und farþegum í tæpa 1.041 þúsund
farþega.
Heimsferðir bjóða upp á golf-
ferð til Algarve 21. september
þar sem hægt er að sækja
golfskóla.
Í haust bjóða Heimsferðir upp á
golfferð til Algarve í Portúgal sem
er eitt besta golfsvæði í Evrópu.
Farið er 21. september og komið
aftur 28. september.
Dvalið er á Le Meridien Penina,
fimm stjörnu hóteli þar sem allar
aðstæður eru til fyrirmyndar. Net-
verð á mann, miðað við gistingu í
tvíbýli, er 119.990 krónur og inni-
falið er flug, skattar, gisting með
morgun- og kvöldverði, ferðir til
og frá flugvelli, fimm golfhringir,
golfkerra, æfingaboltar og farar-
stjórn.
Í ferðinni er í boði golfskóli sem
kostar 24.000 krónur aukalega.
Golfkennarar eru Hörður Hinrik
Arnarson og Magnús Birgisson.
Þeir hafa báðir verið starfandi
golfkennarar og fararstjórar um
árabil. Fyrir 6.900 krónur verður
boðið upp á rútu og átján holu spil
á San Lorenzo, sem er næstbesti
golfvöllur á meginlandi Evrópu.
Nánari upplýsingar um ferðina
eru hjá Herði Arnarsyni í síma 898
5779 og hjá Magnúsi Birgissyni í
síma 898 7250. ■
Um þessar mundir stendur
yfir stór yfirlitssýning á verk-
um Fridu Kahlo í Tate
Modern-safninu í London. 51
ár er liðið frá andláti hennar.
Verk mexíkósku listakonunn-
ar Fridu Kahlo njóta sífellt meiri
vinsælda, auk þess sem áhugi
fólks á henni sjálfri og lífi henn-
ar fer vaxandi. Að vissu leyti er
nánast ógerlegt að aðskilja líf
hennar frá listinni því ævi henn-
ar, tilfinningar, ástir og örlög eru
viðfangsefni málverka hennar.
Hún birtist oft sjálf í verkum
sínum og flestar mynda hennar
eru sjálfsmyndir. Persóna henn-
ar er mjög þekkt og ímynd henn-
ar það sterk að það liggur við að
það skyggi á málverkin hennar.
Hún gerði um 200 myndir á með-
an hún lifði en um 80 þeirra eru
á sýningunni í Tate. Ásamt því
eru sýndar heimildarmyndir um
líf hennar og list, auk myndbrota
af henni og eiginmanni hennar
Diego Rivera. Yfirlit fyrirlestra
og sýningartíma er að finna á
slóðinni tate.org.uk. Sýningin
stendur til 9. október. ■
Frida Kahlo í London
Kona skoðar eitt af frægum verkum Fridu Kahlo á sýningu Tate í London.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
ET
TY
Golfskóli í Portúgal
Mjög gott er að iðka golf í Algarve.
Fátt er leiðinlegra
en að verða veikur
í fríinu.