Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.08.2005, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 20.08.2005, Qupperneq 52
36 20. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Siglt undan oki siðmenningar með Ísmanninum Sendinefnd á vegum skákfélagsins Hróksins sló upp skákveislu í Tasiilaq á austurströnd Grænlands í sí›- ustu viku. fiórarinn fiórarinsson slóst me› í för og fylgdist me› Ísmanninum Sigur›i Péturssyni breyta si›prú›um menningarvitum í villid‡r. Ísmaðurinn Sigurður Pétursson var sendinefnd Hróksins á Grænlandi ómetanleg hjálparhella og hann er orðinn einn mikilvægasti tengiliður skákfélagsins við Grænlendingana. Þar fyrir utan hafði Ísmaðurinn ofan af fyrir Hróksliðinu með krass- andi sögum af ævintýrum sínum auk þess sem hann reyndi að gera veiðimenn úr nokkrum landkröbb- um þegar þeir stóðu upp frá skák- borðunum. Hann fór með danska stórmeist- arann og skólastjóra Hróksins, Henrik Danielsen, og Namibíu- meistarann Otto Nakapunda í ferð frá Tasiilaq til Kuummiit. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikið ævin- týri það var fyrir skákfélagana, ekki síst Otto, en allt sem fyrir augu hans bar á Grænlandi var framandi og nýtt. Henrik, sem er stóískur rólyndis- maður, lét undan áskorun Ísmanns- ins og reyndi að fella seli með byssu en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann lét þess þó getið að þótt hann hefði snúið tóm- hentur heim hefði hann fundið villi- dýrið brjótast um innra með sér þegar hann var kominn í veiðiham með vopnið í hönd. Selur felldur í einu skoti Guðmundur T. Haraldsson leikari var öllu fengsælli í leiðangri sínum með Sigurði. „Við sáum sel á einum jakanum og hann henti bara byss- unni í mig og hrópaðu „dreptu hann, dreptu hann“.“ Heppnin var með Guðmundi, sem aldrei hefur gert flugu mein, og honum tókst að fella selinn í sínu fyrsta skoti. „Þá tók við mikill hamagangur þegar við lönd- uðum honum en það mátti litlu muna að við misstum hann í sjóinn. Siggi skar hann svo upp, fláði og gerði að honum á staðnum og lét mig taka bita úr hrárri lifrinni að veiðimanna sið.“ Guðmundur segist hafa hikað augnablik en svo hlýtt Ísmanninum og tekið vænan bita af blóðugri lifr- inni, sem var enn ylvolg. Hann matreiddi svo það sem eft- ir var af selnum sjálfur um kvöldið og bar hann á borð fyrir félaga sína á hrís- g r j ó n a b e ð i . Sigurður sjálf- ur gefur ekki mikið fyrir svoleiðis tildur og segir best að henda kjötinu í pott og sjóða það upp úr sjó. Það spilli þó ekki fyrir ef maður geti kryddað kjötið með smá aromati. Ber beinin á jakanum „Ég er búinn að vera hérna í átta ár,“ segir Sigurður, sem var á sín- um tíma fengsæll skipstjóri á Vest- fjörðum. „Það kom nú eiginlega ekkert til. Ég fór hingað sem túristi og ílentist.“ Sigurður mun hafa orðið fyrir vitrun þegar hann kom til Qaqor- toq á suðurströndinni og þar hét hann ferðafélögum sínum því að hann myndi setjast að á Græn- landi. „Þetta er ekkert svipað Ís- landi og er langtum betra en allt sem við þekkjum þar,“ segir Ís- maðurinn, sem dvaldi einn vetur á Suður-Grænlandi áður en hann sigldi upp á austurströndina og settist að í Kuummiit, þar sem hann býr núna. Sigurður segist ekki geta hugs- að sér að flytja aftur til Íslands enda sé ekkert þangað að sækja. „Ég drepst hér fyrir rest og reikna frekar með að það verði á ein- hverjum ísjakanum. Annars veit ég ekkert um það en Ísland býður ekki upp á neitt nema stress. Þar eru allir alltaf að fara eitthvert eða koma einhvers staðar frá án þess að maður sjái beinlínis tilganginn. Bílaumferðin er yfirþyrmandi og annar hver maður blaðrar í far- síma. Mér leiðist þetta og get ekki hugsað mér að lenda aftur í þessu ati. Því er Grænland sá kostur sem ég hef valið og þar ætla ég að vera.“ Sama um alla heimsins pressu Ísmaðurinn var Hróksliðinu til halds og trausts í Tasiilaq og Kuummiit en að því verkefni loknu ætlar hann að leggja upp í ná- hvalsveiði. En hversu mikill fengur er í þeim skepnum? „Við seljum tennurnar og eitt- hvað af spikinu og svo þurrkum við kjötið, sem ég ét frekar mikið af. Þetta eru tímafrekar veiðar og mað- ur býr oft í bátnum í mánuð eða meira.“ Sigurður er þekktur ísbjarnabani en hann segir þó náhvalinn vera miklu meiri feng auk þess sem það sé miklu skemmtilegra að veiða hann en nokkra aðra skepnu. „Það er ágætt að eiga við ísbirnina líka. Maður eltist síð- ur við þá en ef þeir verða á vegi manns er sjálfsagt að fella þá. Það má fá ágætt verð fyrir feldinn og kjötið og svo ét ég líka töluvert af ísbjarnakjötinu.“ Ísmaðurinn komst í heimsfrétt- irnar árið 2003 eftir að Fréttablaðið greindi frá því að hann hefði drepið hákarl með berum höndum. „Það var einhver djöfulsins hákarl að reyna að éta frá mér náhval sem ég var að gera að í fjöruborðinu þannig að ég dró hann á land og drap hann í fjörunni. Þessi saga fór út um allan heim í alls konar útgáfum,“ segir Sigurður, sem hefur þó engan áhuga á að ræða afrek sín við blaðamenn. „Mér er sama um alla helvítis heimsins pressu. Það eru alltaf einhverjir fréttamenn að eltast við mann en ég hef lítið viljað tala við þá.“ Ísmaðurinn sýn- ir það svo með lát- bragði að honum er farið að leiðast þóf- ið. „Er þetta ekki orðið gott. Getum við ekki haft þetta viðtal stutt og laggott. Þú skáldar svo bara í eyðurnar eins og þið gerið hvort eð er alltaf þessir blaðasnápar.“ ■ ÍSMAÐURINN ÓGURLEGI Hefur stutt skáklandnám Hróksins á Grænlandi með ráðum og dáð og er mikilvægur liðsmaður félagsins. Hann er formaður skákfélagsins í heimabæ sínum Kuummiit og hefur tröllatrú á að skákvakningin muni hafa jákvæð áhrif á líf heimamanna. HENRIK DANIELSEN Þessi ljúfi danski stórmeistari sem má ekkert aumt sjá breyttist í villidýr á siglingu sinni með Ís- manninum. Hann stóð hreyfingarlaus og beið eftir bráðinni með þolinmæði skák- mannsins en felldi þó ekkert kvikt. Við tafl- borðið segir Danielsen að allt snúist þetta um pláss, tíma og aflsmuni en úti á sjá klikkaði eitthvað af þessu. M YN D /S ÍM O N B IR G IS SO N GUÐMUNDUR T. HARALDSSON Var ekki alveg svona þrifalegur um borð í báti Ísmannsins þar sem hann felldi sel í einu skoti og át úr honum lifrina hráa og ylvolga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.