Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.08.2005, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 20.08.2005, Qupperneq 56
> Við gleðjumst ... ... með Gretu Mjöll Samúelsdóttur, framherja Breiðabliks í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu, sem valin hefur verið í íslenska landsliðið sem mætir Hvít-Rússum á sunnudag, í stað Katrínar Jónsdóttur sem á við meiðsli að stríða. Gréta Mjöll hefur verið aðaldriffjöðurin í sóknarleik Blika í sumar og er verðlaunuð með landsliðssæti. 20. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Allir í maraþon Hið árlega Reykjavíkurmaraþon verður háð í 23. sinn í miðbænum á morgun og hafa aldrei verið fleiri útlendingar skráðir til leiks. Maraþonið hefst kl. 10.00 en upphitun fyrir skemmtiskokkið hefst kl. 10.45 og hlaupið sjálft stundarfjórðungi síðar. Í tengslum við maraþonið verður skemmtidagskrá í Lækjargötunni sem hefst kl. 11.40. sport@frettabladid.is 40 > Við hlökkum ... .... til að fylgjast með íslensku leikmönnunum í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í vetur, sem virðast vera í mjög góðu formi af undirbúnings- tímabilinu að dæma. Í gær skoraði Einar Hólmgeirsson átta mörk í æfingaleik með Grosswalstad. Íslendingar bi›u lægri hlut, 32–31, fyrir Spáni á HM U-21 árs li›a í handbolta. Ísland ver›ur a› sigra fi‡skaland í dag til a› eiga möguleika á a› vinna móti›. Naumt tap gegn Spáni HANDBOLTI Piltalandslið Íslands í handknattleik tapaði með eins marks mun, 32-31, fyrir Spáni á heimsmeistaramótinu í Ungverja- landi. Íslendingar byrjuðu leikinn vel en náðu ekki fylgja því eftir og náðu Spánverjar fljótlega öruggri forystu. Um miðbik hálfleiksins var staðan 15-8 Spáni í vil en Ís- lenska liðinu tókst að laga stöðuna áður en flautað var til hálfleiks og minnkaði muninn í fimm mörk, 17- 12. Leikmenn íslenska liðsins komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og minnkuðu muninn fljótlega í þrjú mörk, 20-17. Spánverjar héldu svo þriggja marka forskoti fram á lokamínúturnar þegar íslenska lið- inu tókst með mikilli baráttu að minnka muninn í eitt mark þegar aðeins ein mínúta var eftir. Spánverjar fóru í sókn og náðu að skora úr vítakasti. Íslendingar náðu að skora í næstu sókn en tíminn var of skammur og því voru það Spánverjar sem hrósuðu sigri. Línumaðurinn Kári Kristjáns- son, sem nýlega gekk til liðs við Hauka frá ÍBV, átti stórleik og skoraði ellefu mörk úr ellefu skottilraunum. Ásgeir Örn Hall- grímsson kom næstur með sjö mörk og Árni Sigtryggsson skor- aði sex. Íslenska liðið mætir því þýska í dag og hreinlega verður að vinna til að eiga einhvern möguleika á verðlaunasæti. Fari svo að íslenska liðið tapi fer það stigalaust í milliriðilinn, en það gerir möguleikana nánast að engu. - mh HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 17 18 19 20 21 22 23 Sunnudagur ÁGÚST KÖRFUBOLTI Alda Leif Jónsdóttir, fyrirliði ÍS í 1. deild kvenna í körfubolta og fimmta leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, mun spila með hollenska liðinu Den Helder í hollensku úrvals- deildinni næsta vetur. Den Helder vann meistaratitil- inn annað árið í röð á síðasta keppnistímabili og hefur orðið meistari alls ellefu sinnum frá ár- inu 1985. Með liðinu leika nú með- al annars tvær af efnilegustu körfuknattleikskonum Hollands, 186 sm framherjinn Leonie Kooij og 188 sm miðherjinn Naomi Halman en þær eru báðar aðeins 19 ára. Den Helder-liðið er þekkt fyrir frábært uppbyggingarstarf og þar hafa margar af fremstu körfuboltakonum landsins stigið sín fyrstu spor en þjálfari liðsins er jafnframt þjálfari unglinga- landsliða Hollands. Alda Leif sem er 26 ára gömul var valin í lið ársins í sjöunda sinn síðasta vetur, leiddi deildina í vítanýtingu (88,8%) og var með 15,6 stig og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þetta er mikill missir fyrir ÍS en liðið hefur nú misst báða leik- stjórnendur sína frá því í fyrra, því á dögunum gekk Erna Rún Magnúsdóttir til liðs við Grinda- vík á nýjan leik. Ívar Ásgrímsson hefur tekið við þjálfun liðsins á ný eftir árs fjarveru. Alda Leif og kærasti hennar Sigurður Þorvaldsson verða því bæði á fullu í hollenska körfubolt- anum næsta vetur því Sigurður mun spila með Woon!Aris Leeuwarden ásamt Hlyni Bær- ingssyni en sá bær er í klukku- tíma fjarlægð frá Den Helder. Þetta er í annað sinn sem Alda Leif reynir fyrir sér erlendis en hún lék við góðan orðstír hjá danska liðinu Holbæk veturinn 2000-01. Alda Leif til hollensku meistaranna Markahrókurinn Steingrímur Jóhannes- son hefur skorað fimmtíu deildarmörk í Vestmannaeyjum en þeim áfanga náði hann á á fimmtu- dag þegar ÍBV vann 5-1 sigur á Grindavík. „Það kom mér á óvart hvað það var lítil barátta í Grindavíkurliðinu en við spiluðum vel og hefðu leikmenn nýtt færin hefði leikurinn farið svona 10-3. Það er mikill stígandi í okkar leik og nú þeg- ar allir virðast heilir þá gengur þetta ansi vel,“ sagði Steingrímur en hann skoraði 49 af þessum mörkum í Eyjum með ÍBV en eitt fyrir Fylki gegn ÍBV. Hann hefur alls skorað 80 deildarmörk. Sigurinn var ansi mikilvægur fyrir Eyja- menn sem komust úr fallsæti. „Það er meira fjör þarna í botnbarátt- unni en á toppi deildarinnar þar sem mótið er nánast ónýtt! Ég man þeg- ar ég var að byrja með meistaraflokki að þá feng- um við utanlandsferðir fyrir að bjarga okkur frá falli en svo urðum við meistarar 1997 og fengum ekkert. Það er meira í húfi á botninum,“ sagði Steingrímur sem er orð- inn 32 ára og hefur ekki getað spilað af fullum krafti undanfar- in ár vegna meiðsla. „Það hefur verið mjög þreytandi að geta ekki spilað. Fyrst maður er kominn með 80 mörk þá er freistandi að reyna að ná upp í 100 en það verður sífellt erfiðara eftir því sem aldurinn færist yfir mann og maður missir svona mikið úr. Maður hefur verið að íhuga hvort það sé ekki að koma tími til að fara að segja þetta gott.“ Steingrímur segist ekki vera neitt stress- aður þótt lið hans sé í harðri botnbar- áttu. „Sumum finnst ég vera full rólegur en ég er ekkert að stressa mig. Það mikill kostur fyrir okkur að leika þessa sex stiga leiki á heimavelli og næsti leikur verður gegn Þrótti á sunnudag sem er ekki síður mikilvægur leikur. Okkar heimavöllur er án nokkurs vafa besti völlur landsins og það er frábært að spila þar,“ sagði Steingrímur. STEINGRÍMUR JÓHANNESSON: HEFUR SKORAÐ 80 DEILDARMÖRK Á FERLINUM, ÞAR AF 50 Í EYJUM Freistandi a› ná upp í hundra› mörk Almennur hluti 1 - Fjarnám Þ já lf ar an ám sk ei ð Í S Í Þjálfaranámskeið ÍSÍ www.isisport.is Þjálfaramenntun íþróttahreyfingarinnar fæst metin til eininga í framhaldsskólum samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Frekari upplýsingar má finna á www.isisport.is ÍSÍ býður upp á þjálfaranámskeið í gegnum fjarnám. Námskeiðið innheldur námsefni þeirra þriggja námskeiða sem ÍSÍ hefur boðið uppá á 1. stigi. Námskeiðið er jafngilt ÍÞF102 áfanga framhaldsskólanna og kennt verður í gegnum Menntagátt Menntamálaráðuneytisins. Námskeiðið er ígildi 60 kennslustunda og er byggt upp með verkefnum og umræðum auk þess sem farið er í glærusýningar. Námsbækur eru þær sömu og á hefðbundnum þjálfaranámskeiðum ÍSÍ. Að auki gefst þátttakendum færi á að skoða verklega þætti á geisladiski sem fylgir námskeiðinu. Verð á námskeiðið er kr. 20.000,- en þeir aðilar sem lokið hafa hluta námsins í gegnum önnur námskeið ÍSÍ eða hafa sambærilegt nám að baki gefst kostur á sækja þetta námskeið á lægra verði. Skráningar þurfa að berast á netfangið namskeid@isisport.is eða í síma 514-4000 fyrir mánudaginn 5. september. Kennsla hefst mánudaginn 12. september. ■ ■ LEIKIR  16.00 Breiðablik mætir KS á Kópavogsvelli í 1.deild karla. ■ ■ SJÓNVARP  10.50 Formúla 1 á RÚV.  11.00 Upphitun á Enska boltanum. Spáð í spilin í umferð helgarinnar.  11.20 Skoski fótboltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Glasgow Rangers og Glasgow Celtic.  11.30 Man. Utd–Aston Villa á Enska boltanum. Bein útsending.  12.10 Gullmót í frjálsum íþróttum á RÚV.  13.20 Strandblak á Sýn.  13.30 Á vellinum með Snorra Má á Enska boltanum.  13.45 Liverpool–Sunderland á Enska boltanum. Bein útsending. Á öðrum rásum eru eftirtaldir leikir sýndir: Blackburn–Fulham, Charlton–Wigan, Newcastle–West Ham og Totten- ham–Middlesbrough.  14.10 Götufótbolti á Sýn.  14.20 PGA mótaröðin í golfi á Sýn.  14.45 Mótorsport 2005 á Sýn.  15.15 Motorworld á Sýn.  15.45 World Supercross á Sýn.  16.00 Birmingham–Man. City á Enska boltanum. Bein útsending.  17.10 Golf Greatest Round á Sýn.  18.00 Skoski fótboltinn á Sýn. Útsending frá leik Rangers og Celtic.  19.50 Supercopa á Sýn. Útsending frá síðari leik Barcelona og Real Betis.  22.00 Hnefaleikar á Sýn.  00.00 Hnefaleikar á Sýn. Stúdínur eru búnar að missa fyrirliða sinn í kvennakörfunni: KÁRI KRISTJÁNSSON Kári átti stórleik í gær og var markahæsti leikmaður íslenska liðsins með ellefu mörk úr ellefu marktilraunum. MÖRK ÍSLANDS Kári Kristjánsson 11 (11 skot) Ásgeir Örn Hallgrímsson 7 (15) Árni Sigtryggsson 6 (11) Arnór Atlason 4 (5) Ragnar Njálsson 1 (2) Daníel Berg Grétarsson 1 (1) Árni Þórarinsson 1 (1) VARIN SKOT Björgvin Gústavsson 8 (af 34 skotum) Davíð Svansson 5 (af 11)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.