Fréttablaðið - 20.08.2005, Síða 59
43FIMMTUDAGUR 13. janúar 2005
Destroy All Humans gerist á jörð-
inni á fimmta áratugnum þegar
kommúnisminn var aðalógnin.
Geimverur frá plánetunni Furon
hafa gert innrás til að safna DNA úr
jarðarbúum til að viðhalda lífi í sínu
kyni þar sem allir frá Furon eru
klónaðir. Aðal persónurnar eru
tvær, annars vegar Crypto sem sér
um innrásina og Pox sem er heilinn
á bak við innrásina. Þú spilar sem
sagt sem geimveran sem er ansi
skapill og vill koma jarðarbúum
fyrir kattarnef sem fyrst.
Heimurinn er ágætlega stór með
mörgum borðum stútfullum af
mannfólki til að tæta í sig. Það er
mikill húmor í leiknum og eru B-
myndir frá þessu tímabili óspart
notaðar til að skapa skemmtilegan
heim. Andstæðingar Crypto eru lög-
reglan, herinn og Majestic sem er
leynideild Bandaríkjastjórnar sem
flestir þekkja sem menn í svörtum
fötum (MIB). Ásamt þessum rekst
Crypto á bændur með haglabyssur
undir hendinni en þeir eru ekki mik-
il ógn við innrásina.
Spilun
Leikurinn er tvískiptur í spilun,
annarsvegar er Crypto fótgangandi
með „jetpack“ á bakinu eða í geim-
skipinu sínu. Á jörðinni getur
Crypto breytt sér í hvaða jarðarbúa
sem er til að dulbúast og nýtist það
vel þegar hann er í njósnaleiðöngr-
um. Crypto býr yfir frábærum
hæfileikum eins og að geta lyft fólki
og farartækjum með hugarorkunni,
hann getur lesið hugsanir og gefið
fólki skipanir. Crypto þarf að safna
saman DNA úr mannfólki og getur
nýtt uppsafnað DNA til að uppfæra
hæfileika sína og einnig geimskipið.
Verkefnin í leiknum eru margvísleg
sem heldur spilaranum við efnið.
Grafík og hljóð
Útlit leiksins er ágætlega hannað þó
svo að smáatriðin vanti og grafíkin
hefði orðið betri ef framleiðandinn
hefði fínpússað hana. Hljóðsetning
er til fyrirmyndar og tónlistin skap-
ar frábæra vísindaskáldskapar-
stemmingu með hæfilegri þeramín-
notkun. Franz Gunnarsson
Mor›ó›ar geimverur í gó›u stu›i
DESTROY ALL HUMANS
NIÐURSTAÐA: Það dregur úr endingu leikj-
arins að það vantar fjöldaspilun en góður
söguþráður vegur upp á móti ásamt
miklu skemmtanagildi sem setur leikinn í
sérflokk.
[ TÖLVULEIKIR ]
UMFJÖLLUN
GOD OF WAR Þessi magnaði bardaga-
leikur er að gera allt vitlaust á PlayStation.
Grafíkin þykir mögnuð og djöfulgangurinn
í bardögum Stríðsguðsins við alls koanr
óféti og andskota er slíkur að leikurinn er
fyrst og fremst ætlaður þeim eldri og
reyndari.
FOOTBALL MANAGER Nýi leikurinn er
væntanlegur 4. nóvember.
N‡jungar í Foot-
ball Manager
Þónokkrar nýjungar verða í tölvu-
leiknum Football Manager 2006
sem verður gefinn út þann 4. nóv-
ember næstkomandi fyrir PC og
Mac-tölvurnar.
Lýsingar á leikjunum hafa ver-
ið teknar í gegn. Nýjum setning-
um hefur verið bætt inn í lýsing-
arnar til að bæta stemninguna og
til að draga fram fleiri smáatriði.
Einnig verða ítarlegri upplýsing-
ar um form leikmanna og hversu
vel þeir hafa staðið sig í leikjum,
sett fram á nýjum og einföldum
skjámyndum.
Að auki geta knattspyrnustjór-
ar öskrað af hliðarlínunni til að
gera breytingar á leik liðsins án
þess að þurfa að stoppa leikinn.
Þeir geta einnig lesið yfir leik-
mönnum sínum í hálfleik og látið
þá vita eftir leik hvaða álit þeir
hafa á spilamennsku þeirra.
Ray Houghton, fyrrum leik-
maður Liverpool og írska lands-
liðsins, var jafnframt fenginn til
að greina hvert atriði vélarinnar
sem keyrir leikina áfram, til að
leikmenn líti eins raunverulega út
og hægt er. ■
Vélbúnaður: Playstation 2
Framleiðandi: Pandemic Studios
http://www.destroyallhumansgame.com